Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Valur Páll Eiríksson skrifar 4. febrúar 2025 09:32 Mate Dalmay ræddi fjölda erlendra leikmanna í deildinni og gæði þeirra stóru prófíla sem eru að bætast við. Vísir/Diego Það gekk á ýmsu undir lok félagsskiptagluggans í Bónus deild karla í körfubolta sem lokaði á föstudagskvöld. Sífellt stærri prófílar koma hingað til lands að spila og erlendir leikmenn sjaldan, ef einhvern tíma, verið eins margir í efstu deild. En hvenær á að segja stopp? Þrír fyrrum NBA-leikmenn eru nú í leikmannaflórunni í Bónus-deildinni, sem leika með Álftanesi, Grindavík og Keflavík, en Keflvíkingar hafa einmitt verið hvað virkastir undanfarna daga. Nýr leikmaður bættist við fyrir leik liðsins við KR á föstudag og í dag tilkynnt um komu Calums Lawson, sem varð áður Íslandsmeistari með bæði Þór og Val. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavík eins og sakir standa og velta margir fyrir sér áhrifunum sem þetta hefur á stöðu ungra íslenskra leikmanna í deildinni. Mate Dalmey, fyrrum þjálfari Hauka, segir auka spennu að svo stórir leikmenn komi í deildina en hefur skilning á vangaveltunum. Fyrst og fremst starfi félögin innan þess regluverks sem er samþykkt á ársþingi KKÍ en þær reglur eru heldur rúmar, samanborið við önnur Evrópulönd, eins og sakir standa. „Sumsstaðar finnst manni að það mætti kannski vera með fjóra betri, frekar en að vera með sex til sjö (erlenda leikmenn). Það eru bara fimm inná. Magn er ekki alltaf sama og gæði þegar þú spilar á viku fresti. Það gleymist oft að á Íslandi, fyrir utan úrslitakeppni, er spilað á viku fresti. Ég held að atvinnumenn í íþróttum geti alveg spilað 35 mínútur einu sinni í viku. Þú þarft ekki níunda eða tíunda manninn til að koma inn á atvinnumannalaunum. Magnið er aðeins farið að fara út í eitthvað bull,“ segir Mate. „En það er ótrúlega gaman fyrir okkur sem erum annað hvort að þjálfa eða horfa á núna að fá betri og betri leikmenn og stærri prófíla,“ bætir hann við. Dæmi um leikmann sem ýti undir þessa spennu er nýjasti leikmaður Grindvíkinga, hinn 38 ára gamli Jeremy Pargo í sínar raðir. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. „Með Pargo í Grindavík. Maður vonar að hann fái leikheimild og spili næsta leik. Maður er spenntur að sjá þennan leikmann. Það eru átta til tíu ár síðan að maður var heima í 2K í PlayStation að spila með honum,“ segir Mate. En gæti þessu fé verið betur varið í annað? Til að mynda grasrótarstarf eða aðstöðu? „Jú, jú, 100 prósent. En það er fólk sem brennur fyrir það að vera í stjórnum og hreyfingum. Það fólk má hætta að vera á Facebook og bara bjóða sig fram, mæta og raða stólum, byggja fleiri íþróttahús og gera betur fyrir unga leikmenn,“ segir Mate sem segir jafnframt að yngri leikmenn séu ragir við að leita spiltíma út fyrir höfuðborgararsvæðið. „Svo var ég nú eins og margir að þjálfa einu sinni úti á landi, í Hveragerði, og það er alltaf hægt að fara í hálftíma eða klukkutíma frá Reykjavík og fá að spila ef þú ert 18 til 22 ára og vantar að spila. Ég er viss um að ég hafi ekki verið eini þjálfarinn sem hringdi í 50 leikmenn til að fá einn eða tvo yfir heiðina, alla leið yfir heiðina.“ Klippa: Skiptar skoðanir um fjölda erlendra leikmanna Fleira kemur fram í viðtalinu við Mate sem má sjá í heild að neðan. Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Þrír fyrrum NBA-leikmenn eru nú í leikmannaflórunni í Bónus-deildinni, sem leika með Álftanesi, Grindavík og Keflavík, en Keflvíkingar hafa einmitt verið hvað virkastir undanfarna daga. Nýr leikmaður bættist við fyrir leik liðsins við KR á föstudag og í dag tilkynnt um komu Calums Lawson, sem varð áður Íslandsmeistari með bæði Þór og Val. Alls eru átta erlendir leikmenn á mála hjá Keflavík eins og sakir standa og velta margir fyrir sér áhrifunum sem þetta hefur á stöðu ungra íslenskra leikmanna í deildinni. Mate Dalmey, fyrrum þjálfari Hauka, segir auka spennu að svo stórir leikmenn komi í deildina en hefur skilning á vangaveltunum. Fyrst og fremst starfi félögin innan þess regluverks sem er samþykkt á ársþingi KKÍ en þær reglur eru heldur rúmar, samanborið við önnur Evrópulönd, eins og sakir standa. „Sumsstaðar finnst manni að það mætti kannski vera með fjóra betri, frekar en að vera með sex til sjö (erlenda leikmenn). Það eru bara fimm inná. Magn er ekki alltaf sama og gæði þegar þú spilar á viku fresti. Það gleymist oft að á Íslandi, fyrir utan úrslitakeppni, er spilað á viku fresti. Ég held að atvinnumenn í íþróttum geti alveg spilað 35 mínútur einu sinni í viku. Þú þarft ekki níunda eða tíunda manninn til að koma inn á atvinnumannalaunum. Magnið er aðeins farið að fara út í eitthvað bull,“ segir Mate. „En það er ótrúlega gaman fyrir okkur sem erum annað hvort að þjálfa eða horfa á núna að fá betri og betri leikmenn og stærri prófíla,“ bætir hann við. Dæmi um leikmann sem ýti undir þessa spennu er nýjasti leikmaður Grindvíkinga, hinn 38 ára gamli Jeremy Pargo í sínar raðir. Pargo er hokinn af reynslu og hefur spilað þrjú tímabil og alls 86 leiki í NBA deildinni. Hann spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Philadelphia 76ers og Golden State Warriors. „Með Pargo í Grindavík. Maður vonar að hann fái leikheimild og spili næsta leik. Maður er spenntur að sjá þennan leikmann. Það eru átta til tíu ár síðan að maður var heima í 2K í PlayStation að spila með honum,“ segir Mate. En gæti þessu fé verið betur varið í annað? Til að mynda grasrótarstarf eða aðstöðu? „Jú, jú, 100 prósent. En það er fólk sem brennur fyrir það að vera í stjórnum og hreyfingum. Það fólk má hætta að vera á Facebook og bara bjóða sig fram, mæta og raða stólum, byggja fleiri íþróttahús og gera betur fyrir unga leikmenn,“ segir Mate sem segir jafnframt að yngri leikmenn séu ragir við að leita spiltíma út fyrir höfuðborgararsvæðið. „Svo var ég nú eins og margir að þjálfa einu sinni úti á landi, í Hveragerði, og það er alltaf hægt að fara í hálftíma eða klukkutíma frá Reykjavík og fá að spila ef þú ert 18 til 22 ára og vantar að spila. Ég er viss um að ég hafi ekki verið eini þjálfarinn sem hringdi í 50 leikmenn til að fá einn eða tvo yfir heiðina, alla leið yfir heiðina.“ Klippa: Skiptar skoðanir um fjölda erlendra leikmanna Fleira kemur fram í viðtalinu við Mate sem má sjá í heild að neðan.
Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti