Segir engan vilja búa á Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 23:50 Donald Trump og Netanjahú hafa lengi verið vinir. AP/Alex Brandon Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er fyrsti erlendi leiðtoginn sem heimsækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þessu kjörtímabili Trumps. Talið er að helsta umræðuefni leiðtoganna verði vopnahlé milli Ísrael og Gasa. Samkvæmt BBC hefur Netanjahú ítrekað sagt að vopnahlé milli Ísrael og Gasa sé einungis tímabundið. Hluti ríkisstjórnar Netanjahú vill halda áfram að ráðast á Gasa þar til Hamas-samtökunum hefur verið útrýmt. Trump hefur ítrekað sagt að íbúar Gasa vilja frekar flytja eitthvert annað heldur en að snúa aftur. Netanjahú er í nokkurra daga heimsókn í Bandaríkjunum. Á X-síðu sinni skrifaði hann að heimsóknin sýni fram á að sterk tengsl séu á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í nóvember 2024. Stjórnvöld í Bandaríkjunum viðurkenna ekki dómstólinn. Segir íbúa Gasa yfirgefa landið með glöðu geði „Ég held að þau [íbúar Gasa] ættu að fá gott, ferskt, fallegt land og við getum fengið fólk til að borga fyrir að byggja það og gera það almennilegt og gera það íbúðarhæft og ánægjulegt,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fundinn. Hann gaf í skyn að umrætt land gæti verið í Egyptalandi og Jórdaníu. Þá sagði hann að ef að íbúar Gasa fengju tækifærið myndi þau glöð fara þaðan og búa annars staðar. „Þau eru þarna því þau hafa engan annan möguleika. Hvað hafa þau? Þetta er stór hrúga af rústum núna,“ sagði Trump. Enginn vilji vera á Gasa Á blaðamannafundi Trumps og Netanjahú endurtók sá fyrrnefndi að Palestínubúar ættu að flytja til Egyptalands eða Jórdaníu. Þá sagði hann að önnur lönd myndu einnig taka við íbúum Palestínu. „Ég sé það [íbúa Gasa snúa aftur] ekki gerast, það er of hættulegt fyrir fólk, enginn getur farið þangað. Enginn vill vera þarna, bardagamenn vilja ekki vera þarna, hermenn vilja ekki vera þarna. Hvernig getur þú látið fólk snúa aftur? Þú segir að fólk eigi að fara aftur til Gasa núna? Sömu hlutirnir munu gerast, það verður einungis dauði. Besta leiðin er að fara og fá falleg opin svæði með sólarljós og eitthvað fallegt. Þau munu ekki vilja snúa aftur til Gasa,“ sagði Trump. Netanjahú ræddi einnig við blaðamenn um vopnahlé og gíslaskipti sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. „Ég styð það að fá alla gíslana til baka og ná öllum hernaðarlegum markmiðum okkar. Það felur í sér að eyðileggja her Hamas og stjórnargetu og tryggja að Gasa ógni okkur aldrei aftur,“ sagði Netanjahú við blaðamenn. Hann lagði mikla áherslu á það að hann ætlar sér að ná öllum þremur markmiðunum. Trump sagði einnig að átökin í Ísrael og Palestínu hefðu ekki átt sér stað hefði hann verið forseti. „Þegar ég fór úr embætti var ekkert að, ekkert Rússland og Úkraína að berjast, enginn 7. október, það var ekkert. En mjög léleg forysta leiddi til margra vandamála og margra dauðsfalla. Það er skömm en við slökkvum eldana. Það eru margir eldar en við munum slökkva þá,“ sagði Trump. Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er fyrsti erlendi leiðtoginn sem heimsækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þessu kjörtímabili Trumps. Talið er að helsta umræðuefni leiðtoganna verði vopnahlé milli Ísrael og Gasa. Samkvæmt BBC hefur Netanjahú ítrekað sagt að vopnahlé milli Ísrael og Gasa sé einungis tímabundið. Hluti ríkisstjórnar Netanjahú vill halda áfram að ráðast á Gasa þar til Hamas-samtökunum hefur verið útrýmt. Trump hefur ítrekað sagt að íbúar Gasa vilja frekar flytja eitthvert annað heldur en að snúa aftur. Netanjahú er í nokkurra daga heimsókn í Bandaríkjunum. Á X-síðu sinni skrifaði hann að heimsóknin sýni fram á að sterk tengsl séu á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í nóvember 2024. Stjórnvöld í Bandaríkjunum viðurkenna ekki dómstólinn. Segir íbúa Gasa yfirgefa landið með glöðu geði „Ég held að þau [íbúar Gasa] ættu að fá gott, ferskt, fallegt land og við getum fengið fólk til að borga fyrir að byggja það og gera það almennilegt og gera það íbúðarhæft og ánægjulegt,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fundinn. Hann gaf í skyn að umrætt land gæti verið í Egyptalandi og Jórdaníu. Þá sagði hann að ef að íbúar Gasa fengju tækifærið myndi þau glöð fara þaðan og búa annars staðar. „Þau eru þarna því þau hafa engan annan möguleika. Hvað hafa þau? Þetta er stór hrúga af rústum núna,“ sagði Trump. Enginn vilji vera á Gasa Á blaðamannafundi Trumps og Netanjahú endurtók sá fyrrnefndi að Palestínubúar ættu að flytja til Egyptalands eða Jórdaníu. Þá sagði hann að önnur lönd myndu einnig taka við íbúum Palestínu. „Ég sé það [íbúa Gasa snúa aftur] ekki gerast, það er of hættulegt fyrir fólk, enginn getur farið þangað. Enginn vill vera þarna, bardagamenn vilja ekki vera þarna, hermenn vilja ekki vera þarna. Hvernig getur þú látið fólk snúa aftur? Þú segir að fólk eigi að fara aftur til Gasa núna? Sömu hlutirnir munu gerast, það verður einungis dauði. Besta leiðin er að fara og fá falleg opin svæði með sólarljós og eitthvað fallegt. Þau munu ekki vilja snúa aftur til Gasa,“ sagði Trump. Netanjahú ræddi einnig við blaðamenn um vopnahlé og gíslaskipti sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. „Ég styð það að fá alla gíslana til baka og ná öllum hernaðarlegum markmiðum okkar. Það felur í sér að eyðileggja her Hamas og stjórnargetu og tryggja að Gasa ógni okkur aldrei aftur,“ sagði Netanjahú við blaðamenn. Hann lagði mikla áherslu á það að hann ætlar sér að ná öllum þremur markmiðunum. Trump sagði einnig að átökin í Ísrael og Palestínu hefðu ekki átt sér stað hefði hann verið forseti. „Þegar ég fór úr embætti var ekkert að, ekkert Rússland og Úkraína að berjast, enginn 7. október, það var ekkert. En mjög léleg forysta leiddi til margra vandamála og margra dauðsfalla. Það er skömm en við slökkvum eldana. Það eru margir eldar en við munum slökkva þá,“ sagði Trump.
Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira