Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2025 16:07 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í máli mannsins í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar fyrir að hafa teiknað barnaníðsefni í fórum sínum. Hann var einnig ákærður fyrir framleiðslu barnaníðsefnis með því að hafa tekið myndir af sér hafa samræði við kynlífsdúkku í líki barns. Málið komst upp þegar maðurinn tilkynnti lögreglu um innbrot í íbúð hans. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag. Þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot, með því að hafa um nokkurt skeið árið 2022, fram til þriðjudagsins 13. desember 2022, framleitt, aflað sér og haft í vörslum sínum, myndefni sem sýndi barnakynlífsdúkkur, sem maðurinn lét líkja eftir börnum og kyngerði sem börn, á kynferðislegan hátt og í kynferðislegum athöfnum, myndefni sem sýndi manninn hafa kynmök við barnakynlífsdúkku, og einnig myndefni sem sýndi börn á kynferðislegan hátt, og þar sem líkt var eftir börnum á kynferðislegan hátt í sýndarmyndum og teiknimyndum. Meðvitaður um að heimilishaldið væri óvenjulegt Dómurinn hefst á almennri yfirferð yfir stöðu og hagi mannsins, sem er ekki algengt í samningu dóma. Þar segir að maðurinn sé launþegi í fullri vinnu til margra ára. Hann eigi uppkomin börn sem hann sé ekki í neinu sambandi við og hafi búið einn frá ótilgreindum tíma. Frá þeim tíma hafi hann safnað miklum fjölda erótískra veggmynda og komið þeim fyrir á veggjum íbúðar sinnar. Árið 2022 hafi hann keypt fjórar kynlífsdúkkur og sagt sjálfur svo frá að hann njóti þess að taka erótískar myndir af dúkkunum og horfa á þær í tölvu. Hann hafi sagst hvorki deila myndefni með öðrum né dreifa á netinu og aldrei hafa keypt kynlífsþjónustu. „Ákærði er meðvitaður um að lífsstíll hans og heimilishald sé óvenjulegt, en segist hafa mikinn félagsskap af dúkkunum, engum hafa unnið mein og hann aldrei lagst á börn eða haft kynferðislega löngun til barna. Að sögn ákærða umgengst hann nær enga utan vinnu.“ Hringdi sjálfur á lögreglu Í dóminum segir að síðdegis í desember 2022 hafi maðurinn hringt í lögreglu og tilkynnt um mögulegt innbrot í íbúð sína. Þegar lögregla kom á staðinn hafi maðurinn staðið fyrir utan íbúðina, sagt öryggiskerfi hafa farið í gang og að hann óttaðist að einhver væri þar inni. „Áður en lögreglumenn fóru inn í íbúðina bað ákærði þá að tala ekkert um það sem þeir myndu sjá innandyra og ekki fara inn í svefnherbergi. Er inn kom ráku lögreglumennirnir augu í að íbúðarveggir voru þaktir klámmyndaplakötum og í stofunni var kvikmyndatökuvél á þrífæti. Þrátt fyrir tilmæli ákærða fóru sömu lögreglumenn inn í svefnherbergi hans og sáu hvar tvær kynlífsdúkkur á stærð við fullorðnar manneskjur lágu í hjónarúmi og í barnarúmi þar við hlið lágu tvær kynlífsdúkkur í barnastærð.“ Lögreglumennirnir hafi ekkert aðhafst frekar en tilkynnt um aðstæður á heimili mannsins þegar þeir komu aftur á lögreglustöðina. Að boði löglærðs fulltrúa hafi lögregla í kjölfarið farið aftur að heimili mannsins og handtekið hann vegna gruns um vörslur og framleiðslu á barnaníðsefni með minni dúkkunum tveimur. Leit á dúkkurnar sem vini sína og elskendur Þá segir að maðurinn hafi verið yfirheyrður daginn eftir að hann var handtekinn eftir dvöl í fangageymslu. Hann hafi sagst ekki vita til þess að hann hefði barnaníðsefni í sínum vörslum og ekki hafa áhuga á slíku efni, hann horfði þó mikið á klámefni, en setti sér það viðmið að andlög þess áhorfs væru að minnsta kosti 18 ára. „Aðspurður um tvær stærri dúkkurnar kvað ákærði þær vera kynlífsleikföng sem hann dundaði sér við að mála og klæða í föt og hefði einnig samræði við. Hann líti á þær sem vini sína og elskendur og hefði af þeim mikinn félagsskap þótt þær geti ekki talað til baka. Minni dúkkurnar hafi einhvern veginn fylgt með og ákærði einnig haft gaman af að klæða þær í kjóla, gera þær sætar og spjalla við þær á meðan.“ Í dóminum segir að önnur minni dúkkan hafi einkenni fullorðinnar konu, það er að segja brjóst og mjaðmir, en hin ekki. Hún hafi yfirbragð barns. Sú fyrrnefnda sé 101 sentimetri á hæð og síðarnefnda 98 sentimetrar. Hann hafi sagst ekki vilja tjá sig um heiti eða nöfn dúkkanna. Hann ímyndaði sér að stærri dúkkurnar væru í kringum þrítugt og þær minni rétt rúmlega 18 ára. Aðspurður hvernig sambandi hans og dúkkanna væri háttað hafi hann sagst njóta ásta með þeim stærri. „Hinar væru bara til skrauts og félagsskapar og drykki ákærði stundum kaffi með þeim og spjallaði við þær. Þegar hann nyti ásta með stærri dúkkunum gætti hann þess að færa minni dúkkurnar í annað herbergi svo þær yrðu ekki vitni að ástalífi hans og hinna dúkkanna. Aðspurður kvaðst ákærði aldrei hafa notað minni dúkkurnar í kynferðislegum tilgangi þótt hann hafi við kaup á þeim vitað að þær voru auglýstar á netinu sem „mini sex dolls“. Tók myndir af sér hafa samræði við minni dúkkurnar Í dóminum segir að í málinu hafi legið fyrir fjöldi ljósmynda af aðstæðum í íbúð mannsins og skjáskota sem lögregla tók af stafrænum gögnum í vörslum mannsins. Meðal gagna hafi meðal annars verið 73 ljósmyndir sem fundust á SD minniskorti úr myndavél mannsins, sem hefði öllum verið eytt en lögreglu tekist að endurheimta. 19 þeirra hafi verið færðar í ljósmyndaskýrslu. Fyrstu sex myndirnar séu af fullorðinsdúkku sitjandi í sófa með minni dúkkurnar sér við hlið. Þær séu allar í fötum, minni dúkkurnar spariklæddar og vel til hafðar og gætu dúkkurnar þess vegna verið að horfa á sjónvarp, væru þær lifandi, að því er segir í dóminum. Ákært hafi verið fyrir fimm af myndunum. Sú fyrsta sýni minni dúkkurnar í hjónarúmi mannsins, berar og í kynlífsstellingum, það er að barmstóra dúkkan liggi á bakinu með útglennta fætur og sú brjóstalitla krypi fyrir framan hina í rúminu með rassinn út í loftið og höfuð við kynfærasvæði hinnar, líkt og verið væri að veita munnmök. Önnur myndin sýni dúkkurnar í sömu stellingu en frá öðru sjónarhorni, það er að horft væru ofan og aftan á rass þeirrar brjóstalitlu þegar myndin er tekin og hún sýni manninn með reistan getnaðarlim inni í skapa-eða endaþarmsopi dúkkunnar. „Mynd 68 sýnir lim ákærða við það að fara inn í annað hvort op dúkkunnar og á myndum 69 og 73 hefur limurinn verið rekinn inn.“ Þrjár myndir urðu honum að falli Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum átta ljósmyndir „sem sýndu börn á kynferðislegan hátt, og þar sem líkt var eftir börnum á kynferðislegan hátt í sýndarmyndum“. Hann var sakfelldur vegna þriggja þeirra mynda. Tvær myndirnar sem hann var sakfelldur fyrir hafi verið merktar „Lolita“ og væru sýndarmyndir sem sýni barnunga „stúlku“ á kynferðislegan hátt. Sú þriðja hafi sýnt „andlit og höfuð á ungri stúlku, augljóslega undir 18 ára aldri, sem er að veita stúlku, sem ekki sést í ofan mittis, munnmök.“ „Mynd nr. 3, sem ákærði tók af netinu, sýnir tvær berar kynlífsdúkkur, sem hafa öll svipkenni barna, að mynd nr. 4 sýnir tvær raunverulegar stúlkur á óræðum aldri og með lítil brjóst saman í rúmi og halda þær um sköp hvor annarrar, að myndir nr. 5, 7 og 8 sýna tvær raunverulegar táningsstúlkur á óræðum aldri og með fremur lítil brjóst saman í rúmi“ Maðurinn var ekki sakfelldur fyrir þær myndir enda væri varhugavert að fullyrða að þær sýndu börn. Góður og gegn maður geti átt erfitt með að skilja ákvæðið Í dóminum er fjallað nokkuð ítarlega um ákvæði almennra hegningarlaga sem mælir fyrir um bann við barnaníðsefni, hvort sem það er raunverulegt eða ekki. Í því segir að í ákvæði sem kom fyrst inn í lögin árin 2012 sé kveðið á um að hver sá skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sem meðal annars framleiðir, aflar sér eða hefur í sínum vörslum ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. „Sama gildir um ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna einstaklinga 18 ára og eldri á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, enda séu þeir í hlutverki barns, eða ef líkt er eftir barni í slíku efni þó að það sé ekki raunverulegt, svo sem í teiknimyndum eða öðrum sýndarmyndum.“ Af athugasemdum sem fylgdu frumvarpi breytingarlaganna sem innleiddu ákvæðið þyki ljóst að vilji löggjafans hafi staðið til þess að styrkja réttarvernd barna og sporna gegn barnaklámi [svo], barnaníði og framleiðslu á myndefni sem sýnir börn í kynferðislegum athöfnum. Sérstaklega sé tekið fram að „barngerving“ í kynferðislegum eða klámfengnum tilgangi geti verið til þess fallinn að hvetja til brota gegn börnum og því þyki rétt „að kveða sérstaklega á um refsinæmi slíkrar háttsemi jafnvel þótt brotið sem slíkt beinist í reynd ekki gegn barni.“ Þá sé í niðurlagi málsliðarins lagt til að sama gildi þegar slíkt efni og hlutir líkjast barni sem ekki er raunverulegt, svo sem teiknimyndir eða aðrar sýndarmyndir. „Dómurinn telur að góður og gegn, ólöglærður einstaklingur geti átt erfitt með að skilja orðalag 4. mgr. eða í það minnsta seinni hluta málsgreinarinnar og tengsl hennar við fyrri hlutann. Í frumvarpinu til laga nr. 58/2012 kemur fram að með orðalaginu „sem sýna einstaklinga 18 ára og eldri á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, enda séu þeir í hlutverki barns“ sé löggjafinn að vísa til „barngervingar“. Af samhengi orðanna verður að ætla að fullorðinn einstakling þurfi til, svo brot teljist framið og að sá hinn sami þurfi að bregða sér í hlutverk barns fyrir framan myndavél eða annað upptökutæki.“ Fallist á með manninum að önnur væri ekki endilega barnakynlífsdúkka Í niðurstöðukafla dómsins segir að maðurinn hafi sannarlega gert allt það sem hann var ákærður fyrir og haft það efni í fórum sínum sem í ákæru er tíundað. Til álita kæmi hvort hann hefði með þeirri háttsemi gerst sannur að sök um kynferðisbrot samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um barnaníðsefni. „Þykir í því sambandi rétt að árétta að málsókn ákæruvaldsins er hvorki á því reist að ákærða hafi verið óheimilt að flytja minni kynlífsdúkkurnar tvær til Íslands né heldur að honum sé eða hafi verið óheimilt að hafa kynferðislegt samneyti við þær að vild á eigin heimili. Þannig lýtur meint, refsiverð háttsemi samkvæmt 1. og 2. ákærulið eingöngu að því að ákærða hafi verið óheimilt að framleiða og hafa í sínum vörslum ljósmyndir sem sýna dúkkurnar tvær á kynferðislegan hátt.“ Fallist væri á það með manninum að önnur dúkkanna; sú barmstóra og kvenlega, þótt lág væri í loftinu og hefði fremur barnslegt andlit, bæri öll önnur og helstu svipkenni fullorðinnar konu og bæri því að gjalda varhuga við að slá föstu að dúkkan væri „barnakynlífsdúkka“ og að með myndatöku af henni væri augljóslega líkt eftir barni í skilningi íslenskra laga. „Á hinn bóginn er fallist á með ákæruvaldinu að hin dúkkan; sú sem er með fremur lítil brjóst, hafi fá svipkenni fullorðinnar konu og barnslegt andlit, sé þó útbúin með skapa-og endaþarmsop og framleidd með það í huga að dúkkan hafi ásýnd stúlku.“ Hefði ekki mátt vita að háttsemin væri bönnuð Þá stæði eftir hvort maðurin teldist sekur um kynferðisbrot með háttsemi sinni. Með hliðsjón af því sem var rakið um ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni og þeirri stjórnarskrárvörðu staðreynd að gera verði svo strangar kröfur til skýrleika refsiheimilda að af lagatexta refsiákvæðis megi ráða með skýrum og fyrirsjáanlegum hætti hvaða háttsemi löggjafinn lýsir refsiverða, væri það niðurstaða dómsins að maðurinn hafi hvorki mátt vita né getað séð fyrir með einhverri vissu að það varðaði refsingu að taka og hafa í vörslum þær ljósmyndir sem ákært var fyrir í tengslum við kynlífsdúkkurnar. Bæri þegar af þeirri ástæðu að sýkna manninn af þeim ákæruliðum. Sem áður segir var maðurinn þó sakfelldur fyrir að hafa haft tvær myndir af tölvuteiknaðri „Lolitu“ í fórum sínum og eina sem sýndi stúlku undir átján ára á kynferðislegan hátt. Hefur áður hlotið dóm fyrir vörslur barnaníðsefnis Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn „fyrir mjög löngu síðan“ verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslur á „barnaklámi“. Hann hafi staðist það skilorð. Hann sé sakhæfur og að gættum þeim brotum sem var sakfelldur fyrir þætti refsing hæfilega ákveðin 100 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Þá skyldi maðurinn greiða, með hliðsjón af málsúrslitum, einn sjöttu af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns, sem hafi alls verið þrjár milljónir króna. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag. Þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot, með því að hafa um nokkurt skeið árið 2022, fram til þriðjudagsins 13. desember 2022, framleitt, aflað sér og haft í vörslum sínum, myndefni sem sýndi barnakynlífsdúkkur, sem maðurinn lét líkja eftir börnum og kyngerði sem börn, á kynferðislegan hátt og í kynferðislegum athöfnum, myndefni sem sýndi manninn hafa kynmök við barnakynlífsdúkku, og einnig myndefni sem sýndi börn á kynferðislegan hátt, og þar sem líkt var eftir börnum á kynferðislegan hátt í sýndarmyndum og teiknimyndum. Meðvitaður um að heimilishaldið væri óvenjulegt Dómurinn hefst á almennri yfirferð yfir stöðu og hagi mannsins, sem er ekki algengt í samningu dóma. Þar segir að maðurinn sé launþegi í fullri vinnu til margra ára. Hann eigi uppkomin börn sem hann sé ekki í neinu sambandi við og hafi búið einn frá ótilgreindum tíma. Frá þeim tíma hafi hann safnað miklum fjölda erótískra veggmynda og komið þeim fyrir á veggjum íbúðar sinnar. Árið 2022 hafi hann keypt fjórar kynlífsdúkkur og sagt sjálfur svo frá að hann njóti þess að taka erótískar myndir af dúkkunum og horfa á þær í tölvu. Hann hafi sagst hvorki deila myndefni með öðrum né dreifa á netinu og aldrei hafa keypt kynlífsþjónustu. „Ákærði er meðvitaður um að lífsstíll hans og heimilishald sé óvenjulegt, en segist hafa mikinn félagsskap af dúkkunum, engum hafa unnið mein og hann aldrei lagst á börn eða haft kynferðislega löngun til barna. Að sögn ákærða umgengst hann nær enga utan vinnu.“ Hringdi sjálfur á lögreglu Í dóminum segir að síðdegis í desember 2022 hafi maðurinn hringt í lögreglu og tilkynnt um mögulegt innbrot í íbúð sína. Þegar lögregla kom á staðinn hafi maðurinn staðið fyrir utan íbúðina, sagt öryggiskerfi hafa farið í gang og að hann óttaðist að einhver væri þar inni. „Áður en lögreglumenn fóru inn í íbúðina bað ákærði þá að tala ekkert um það sem þeir myndu sjá innandyra og ekki fara inn í svefnherbergi. Er inn kom ráku lögreglumennirnir augu í að íbúðarveggir voru þaktir klámmyndaplakötum og í stofunni var kvikmyndatökuvél á þrífæti. Þrátt fyrir tilmæli ákærða fóru sömu lögreglumenn inn í svefnherbergi hans og sáu hvar tvær kynlífsdúkkur á stærð við fullorðnar manneskjur lágu í hjónarúmi og í barnarúmi þar við hlið lágu tvær kynlífsdúkkur í barnastærð.“ Lögreglumennirnir hafi ekkert aðhafst frekar en tilkynnt um aðstæður á heimili mannsins þegar þeir komu aftur á lögreglustöðina. Að boði löglærðs fulltrúa hafi lögregla í kjölfarið farið aftur að heimili mannsins og handtekið hann vegna gruns um vörslur og framleiðslu á barnaníðsefni með minni dúkkunum tveimur. Leit á dúkkurnar sem vini sína og elskendur Þá segir að maðurinn hafi verið yfirheyrður daginn eftir að hann var handtekinn eftir dvöl í fangageymslu. Hann hafi sagst ekki vita til þess að hann hefði barnaníðsefni í sínum vörslum og ekki hafa áhuga á slíku efni, hann horfði þó mikið á klámefni, en setti sér það viðmið að andlög þess áhorfs væru að minnsta kosti 18 ára. „Aðspurður um tvær stærri dúkkurnar kvað ákærði þær vera kynlífsleikföng sem hann dundaði sér við að mála og klæða í föt og hefði einnig samræði við. Hann líti á þær sem vini sína og elskendur og hefði af þeim mikinn félagsskap þótt þær geti ekki talað til baka. Minni dúkkurnar hafi einhvern veginn fylgt með og ákærði einnig haft gaman af að klæða þær í kjóla, gera þær sætar og spjalla við þær á meðan.“ Í dóminum segir að önnur minni dúkkan hafi einkenni fullorðinnar konu, það er að segja brjóst og mjaðmir, en hin ekki. Hún hafi yfirbragð barns. Sú fyrrnefnda sé 101 sentimetri á hæð og síðarnefnda 98 sentimetrar. Hann hafi sagst ekki vilja tjá sig um heiti eða nöfn dúkkanna. Hann ímyndaði sér að stærri dúkkurnar væru í kringum þrítugt og þær minni rétt rúmlega 18 ára. Aðspurður hvernig sambandi hans og dúkkanna væri háttað hafi hann sagst njóta ásta með þeim stærri. „Hinar væru bara til skrauts og félagsskapar og drykki ákærði stundum kaffi með þeim og spjallaði við þær. Þegar hann nyti ásta með stærri dúkkunum gætti hann þess að færa minni dúkkurnar í annað herbergi svo þær yrðu ekki vitni að ástalífi hans og hinna dúkkanna. Aðspurður kvaðst ákærði aldrei hafa notað minni dúkkurnar í kynferðislegum tilgangi þótt hann hafi við kaup á þeim vitað að þær voru auglýstar á netinu sem „mini sex dolls“. Tók myndir af sér hafa samræði við minni dúkkurnar Í dóminum segir að í málinu hafi legið fyrir fjöldi ljósmynda af aðstæðum í íbúð mannsins og skjáskota sem lögregla tók af stafrænum gögnum í vörslum mannsins. Meðal gagna hafi meðal annars verið 73 ljósmyndir sem fundust á SD minniskorti úr myndavél mannsins, sem hefði öllum verið eytt en lögreglu tekist að endurheimta. 19 þeirra hafi verið færðar í ljósmyndaskýrslu. Fyrstu sex myndirnar séu af fullorðinsdúkku sitjandi í sófa með minni dúkkurnar sér við hlið. Þær séu allar í fötum, minni dúkkurnar spariklæddar og vel til hafðar og gætu dúkkurnar þess vegna verið að horfa á sjónvarp, væru þær lifandi, að því er segir í dóminum. Ákært hafi verið fyrir fimm af myndunum. Sú fyrsta sýni minni dúkkurnar í hjónarúmi mannsins, berar og í kynlífsstellingum, það er að barmstóra dúkkan liggi á bakinu með útglennta fætur og sú brjóstalitla krypi fyrir framan hina í rúminu með rassinn út í loftið og höfuð við kynfærasvæði hinnar, líkt og verið væri að veita munnmök. Önnur myndin sýni dúkkurnar í sömu stellingu en frá öðru sjónarhorni, það er að horft væru ofan og aftan á rass þeirrar brjóstalitlu þegar myndin er tekin og hún sýni manninn með reistan getnaðarlim inni í skapa-eða endaþarmsopi dúkkunnar. „Mynd 68 sýnir lim ákærða við það að fara inn í annað hvort op dúkkunnar og á myndum 69 og 73 hefur limurinn verið rekinn inn.“ Þrjár myndir urðu honum að falli Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum átta ljósmyndir „sem sýndu börn á kynferðislegan hátt, og þar sem líkt var eftir börnum á kynferðislegan hátt í sýndarmyndum“. Hann var sakfelldur vegna þriggja þeirra mynda. Tvær myndirnar sem hann var sakfelldur fyrir hafi verið merktar „Lolita“ og væru sýndarmyndir sem sýni barnunga „stúlku“ á kynferðislegan hátt. Sú þriðja hafi sýnt „andlit og höfuð á ungri stúlku, augljóslega undir 18 ára aldri, sem er að veita stúlku, sem ekki sést í ofan mittis, munnmök.“ „Mynd nr. 3, sem ákærði tók af netinu, sýnir tvær berar kynlífsdúkkur, sem hafa öll svipkenni barna, að mynd nr. 4 sýnir tvær raunverulegar stúlkur á óræðum aldri og með lítil brjóst saman í rúmi og halda þær um sköp hvor annarrar, að myndir nr. 5, 7 og 8 sýna tvær raunverulegar táningsstúlkur á óræðum aldri og með fremur lítil brjóst saman í rúmi“ Maðurinn var ekki sakfelldur fyrir þær myndir enda væri varhugavert að fullyrða að þær sýndu börn. Góður og gegn maður geti átt erfitt með að skilja ákvæðið Í dóminum er fjallað nokkuð ítarlega um ákvæði almennra hegningarlaga sem mælir fyrir um bann við barnaníðsefni, hvort sem það er raunverulegt eða ekki. Í því segir að í ákvæði sem kom fyrst inn í lögin árin 2012 sé kveðið á um að hver sá skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, sem meðal annars framleiðir, aflar sér eða hefur í sínum vörslum ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. „Sama gildir um ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna einstaklinga 18 ára og eldri á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, enda séu þeir í hlutverki barns, eða ef líkt er eftir barni í slíku efni þó að það sé ekki raunverulegt, svo sem í teiknimyndum eða öðrum sýndarmyndum.“ Af athugasemdum sem fylgdu frumvarpi breytingarlaganna sem innleiddu ákvæðið þyki ljóst að vilji löggjafans hafi staðið til þess að styrkja réttarvernd barna og sporna gegn barnaklámi [svo], barnaníði og framleiðslu á myndefni sem sýnir börn í kynferðislegum athöfnum. Sérstaklega sé tekið fram að „barngerving“ í kynferðislegum eða klámfengnum tilgangi geti verið til þess fallinn að hvetja til brota gegn börnum og því þyki rétt „að kveða sérstaklega á um refsinæmi slíkrar háttsemi jafnvel þótt brotið sem slíkt beinist í reynd ekki gegn barni.“ Þá sé í niðurlagi málsliðarins lagt til að sama gildi þegar slíkt efni og hlutir líkjast barni sem ekki er raunverulegt, svo sem teiknimyndir eða aðrar sýndarmyndir. „Dómurinn telur að góður og gegn, ólöglærður einstaklingur geti átt erfitt með að skilja orðalag 4. mgr. eða í það minnsta seinni hluta málsgreinarinnar og tengsl hennar við fyrri hlutann. Í frumvarpinu til laga nr. 58/2012 kemur fram að með orðalaginu „sem sýna einstaklinga 18 ára og eldri á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, enda séu þeir í hlutverki barns“ sé löggjafinn að vísa til „barngervingar“. Af samhengi orðanna verður að ætla að fullorðinn einstakling þurfi til, svo brot teljist framið og að sá hinn sami þurfi að bregða sér í hlutverk barns fyrir framan myndavél eða annað upptökutæki.“ Fallist á með manninum að önnur væri ekki endilega barnakynlífsdúkka Í niðurstöðukafla dómsins segir að maðurinn hafi sannarlega gert allt það sem hann var ákærður fyrir og haft það efni í fórum sínum sem í ákæru er tíundað. Til álita kæmi hvort hann hefði með þeirri háttsemi gerst sannur að sök um kynferðisbrot samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um barnaníðsefni. „Þykir í því sambandi rétt að árétta að málsókn ákæruvaldsins er hvorki á því reist að ákærða hafi verið óheimilt að flytja minni kynlífsdúkkurnar tvær til Íslands né heldur að honum sé eða hafi verið óheimilt að hafa kynferðislegt samneyti við þær að vild á eigin heimili. Þannig lýtur meint, refsiverð háttsemi samkvæmt 1. og 2. ákærulið eingöngu að því að ákærða hafi verið óheimilt að framleiða og hafa í sínum vörslum ljósmyndir sem sýna dúkkurnar tvær á kynferðislegan hátt.“ Fallist væri á það með manninum að önnur dúkkanna; sú barmstóra og kvenlega, þótt lág væri í loftinu og hefði fremur barnslegt andlit, bæri öll önnur og helstu svipkenni fullorðinnar konu og bæri því að gjalda varhuga við að slá föstu að dúkkan væri „barnakynlífsdúkka“ og að með myndatöku af henni væri augljóslega líkt eftir barni í skilningi íslenskra laga. „Á hinn bóginn er fallist á með ákæruvaldinu að hin dúkkan; sú sem er með fremur lítil brjóst, hafi fá svipkenni fullorðinnar konu og barnslegt andlit, sé þó útbúin með skapa-og endaþarmsop og framleidd með það í huga að dúkkan hafi ásýnd stúlku.“ Hefði ekki mátt vita að háttsemin væri bönnuð Þá stæði eftir hvort maðurin teldist sekur um kynferðisbrot með háttsemi sinni. Með hliðsjón af því sem var rakið um ákvæði hegningarlaga um barnaníðsefni og þeirri stjórnarskrárvörðu staðreynd að gera verði svo strangar kröfur til skýrleika refsiheimilda að af lagatexta refsiákvæðis megi ráða með skýrum og fyrirsjáanlegum hætti hvaða háttsemi löggjafinn lýsir refsiverða, væri það niðurstaða dómsins að maðurinn hafi hvorki mátt vita né getað séð fyrir með einhverri vissu að það varðaði refsingu að taka og hafa í vörslum þær ljósmyndir sem ákært var fyrir í tengslum við kynlífsdúkkurnar. Bæri þegar af þeirri ástæðu að sýkna manninn af þeim ákæruliðum. Sem áður segir var maðurinn þó sakfelldur fyrir að hafa haft tvær myndir af tölvuteiknaðri „Lolitu“ í fórum sínum og eina sem sýndi stúlku undir átján ára á kynferðislegan hátt. Hefur áður hlotið dóm fyrir vörslur barnaníðsefnis Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn „fyrir mjög löngu síðan“ verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslur á „barnaklámi“. Hann hafi staðist það skilorð. Hann sé sakhæfur og að gættum þeim brotum sem var sakfelldur fyrir þætti refsing hæfilega ákveðin 100 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. Þá skyldi maðurinn greiða, með hliðsjón af málsúrslitum, einn sjöttu af málsvarnarlaunum skipaðs verjanda síns, sem hafi alls verið þrjár milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Sjá meira