Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 23:40 Sveinn Rúnar Hauksson hefur oft heimsótt Gasaströndina. Stöð 2 Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. Á sameiginlegum blaðamannafundi Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trumps í gærkvöldi viðraði Trump hugmyndir sínar um að flytja Palestínubúa á brott frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd eða „rivíeru.“ Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félags Íslands-Palestína segir ekkert eðlilegt við heimsóknina. „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Það er ekkert eðlilegt við það að Bandaríkjaforseti hafi sér við hlið stríðsglæpamann sem er eftirlýstur sem hefði raunar átt að vera handtekinn við komuna til New York, en er látinn ganga laus til þess að hann geti heimsótt þingið og forsetann. Það er ekkert eðlilegt við þetta og það er ekkert eðlilegt við þessar tillögur sem eru varla svaraverðar. En af því að þetta er forseti Bandaríkjanna þá verður maður að svara henni, af því að hann hefur völdin,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn Haukur segir Palestínubúa standa sem einn maður gegn tillögu Trumps. „Það má segja að góða hliðin á þessu er sú að Trump hefur tekist að sameina heiminn allan. Ekki bara Palestínumenn heldur Arabalöndin, löndin í Vestur-Evrópu. Um allan heim heyrast mótmæli við þessum fyrirætlunum sem eru ekkert annað opinskátt að fremja stríðsglæp á fólkinu sem þarna býr. Sem þrátt fyrir allt streymir heim.“ Vopnahlé tók gildi þann 19. janúar og slepptu Hamas fjölda gísla í skiptum fyrir Palestínumenn sem fangelsaðir voru af Ísrael. Hamas á að sleppa 33 gíslum fyrir um tvö þúsund fanga. Einnig var hluti af vopnahléssamkomulaginu að íbúar norðurhluta Gasa fengu að snúa aftur. Að sögn Sveins snúa margir til baka til síns heima. „Það gerir það, sýnir það með verkum sínum og fótum og tali. Ég hef séð mikið af viðtölum við þetta fólk sem er núna að streyma heim. Núna í kjölfar eins hryllilegasta og miskunnarlausasta stríðs gegn börnum og mæðrum sem að heimurinn hefur horft út á. Sem hafði þetta markmið, þetta var útrýmingarherferð, þetta var ekkert stríð gegn Hamas eins og það var kallað. Þetta var stríð gegn Palestínu og sérstaklega börnum,“ segir Sveinn. Erfitt sé að segja hvernig framvinda málsins verður. „Það er erfitt að reikna hana út. Í gær áttu viðræðurnar að hefjast um að halda áfram samningum um vopnahlé, um annað stigið. Þær gerðu það og viðræðurnar byrjuðu og þá kemur hann með þetta í kjölfarið,“ segir Sveinn Rúnar. „Hann lýsir þarna yfir vilja til að eignast þetta rétt eins og Grænland og fleiri lönd í heiminum sem hann vill núna eignast. Mönnum finnst kannski einkennilegt að þurfa taka þessu alvarlega en það þarf að gera það. Þetta kemur núna í kjölfar útrýmingarstyrjaldar sem hafði það að markmiði af hálfu Ísraels að eyða byggð Palestínumanna úr Gasa. Þá voru menn tilbúnir, eins og hann kallar það sjálfur, að byggja upp riveríu á Gasaströndinni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Bandaríkin Ísrael Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Á sameiginlegum blaðamannafundi Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trumps í gærkvöldi viðraði Trump hugmyndir sínar um að flytja Palestínubúa á brott frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd eða „rivíeru.“ Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félags Íslands-Palestína segir ekkert eðlilegt við heimsóknina. „Það er ekkert eðlilegt við þetta. Það er ekkert eðlilegt við það að Bandaríkjaforseti hafi sér við hlið stríðsglæpamann sem er eftirlýstur sem hefði raunar átt að vera handtekinn við komuna til New York, en er látinn ganga laus til þess að hann geti heimsótt þingið og forsetann. Það er ekkert eðlilegt við þetta og það er ekkert eðlilegt við þessar tillögur sem eru varla svaraverðar. En af því að þetta er forseti Bandaríkjanna þá verður maður að svara henni, af því að hann hefur völdin,“ sagði Sveinn Rúnar í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sveinn Haukur segir Palestínubúa standa sem einn maður gegn tillögu Trumps. „Það má segja að góða hliðin á þessu er sú að Trump hefur tekist að sameina heiminn allan. Ekki bara Palestínumenn heldur Arabalöndin, löndin í Vestur-Evrópu. Um allan heim heyrast mótmæli við þessum fyrirætlunum sem eru ekkert annað opinskátt að fremja stríðsglæp á fólkinu sem þarna býr. Sem þrátt fyrir allt streymir heim.“ Vopnahlé tók gildi þann 19. janúar og slepptu Hamas fjölda gísla í skiptum fyrir Palestínumenn sem fangelsaðir voru af Ísrael. Hamas á að sleppa 33 gíslum fyrir um tvö þúsund fanga. Einnig var hluti af vopnahléssamkomulaginu að íbúar norðurhluta Gasa fengu að snúa aftur. Að sögn Sveins snúa margir til baka til síns heima. „Það gerir það, sýnir það með verkum sínum og fótum og tali. Ég hef séð mikið af viðtölum við þetta fólk sem er núna að streyma heim. Núna í kjölfar eins hryllilegasta og miskunnarlausasta stríðs gegn börnum og mæðrum sem að heimurinn hefur horft út á. Sem hafði þetta markmið, þetta var útrýmingarherferð, þetta var ekkert stríð gegn Hamas eins og það var kallað. Þetta var stríð gegn Palestínu og sérstaklega börnum,“ segir Sveinn. Erfitt sé að segja hvernig framvinda málsins verður. „Það er erfitt að reikna hana út. Í gær áttu viðræðurnar að hefjast um að halda áfram samningum um vopnahlé, um annað stigið. Þær gerðu það og viðræðurnar byrjuðu og þá kemur hann með þetta í kjölfarið,“ segir Sveinn Rúnar. „Hann lýsir þarna yfir vilja til að eignast þetta rétt eins og Grænland og fleiri lönd í heiminum sem hann vill núna eignast. Mönnum finnst kannski einkennilegt að þurfa taka þessu alvarlega en það þarf að gera það. Þetta kemur núna í kjölfar útrýmingarstyrjaldar sem hafði það að markmiði af hálfu Ísraels að eyða byggð Palestínumanna úr Gasa. Þá voru menn tilbúnir, eins og hann kallar það sjálfur, að byggja upp riveríu á Gasaströndinni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Bandaríkin Ísrael Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira