Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2025 17:44 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, menntamálaráðherra, tekur fyrir að hún eða starfsmaður ráðuneytisins hafi um helgina gefið kennurum vilyrði fyrir launahækkunum en síðan dregið loforðið til baka. Orðrómur þess efnis hefur gengið og hefur stjórnarandstaðan krafist svara frá forsætisráðherra. Á vef stjórnarráðsins segir að kjaradeila kennara hafi verið rædd í ríkisstjórn Íslands og leitað leiða til að liðka fyrir sátt í deilunni, svo sem með því að flýta virðismati starfa eða almennum aðgerðum í menntamálum. „Að gefnu tilefni vekur mennta- og barnamálaráðuneytið athygli á því að ráðherra og ráðuneytið eru ekki aðilar að kjarasamningum kennara. Hvorki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, né starfsmaður á hennar vegum hefur boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Ásthildur hafi hitt forystu Kennarasambandsins á fundi síðastliðinn fimmtudag ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, Daða Már Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra sem og með formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heyrðu af loforði um tveggja prósenta hækkun Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja kröfðu forsætisráðherra um svör í tilkynningu sem þau sendu fyrr í dag. „Hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, er sagður hafa boðið, fyrir hönd ríkisins, 2% hækkun til viðbótar við það sem þegar var á borðinu. Ríkissjóður tæki á sig þann kostnað, að minnsta kosti til að byrja með, til að liðka fyrir deilunni, þrátt fyrir að ráðherra hafi enga beina aðkomu að samningum sem þessum, og er það ekki að ástæðulausu,“ sagði í tilkynningu stjórnarandstöðunnar. Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kjaraviðræður 2023-25 Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Orðrómur þess efnis hefur gengið og hefur stjórnarandstaðan krafist svara frá forsætisráðherra. Á vef stjórnarráðsins segir að kjaradeila kennara hafi verið rædd í ríkisstjórn Íslands og leitað leiða til að liðka fyrir sátt í deilunni, svo sem með því að flýta virðismati starfa eða almennum aðgerðum í menntamálum. „Að gefnu tilefni vekur mennta- og barnamálaráðuneytið athygli á því að ráðherra og ráðuneytið eru ekki aðilar að kjarasamningum kennara. Hvorki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, né starfsmaður á hennar vegum hefur boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Ásthildur hafi hitt forystu Kennarasambandsins á fundi síðastliðinn fimmtudag ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, Daða Már Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra sem og með formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heyrðu af loforði um tveggja prósenta hækkun Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja kröfðu forsætisráðherra um svör í tilkynningu sem þau sendu fyrr í dag. „Hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra, eða starfsmaður á hans vegum, er sagður hafa boðið, fyrir hönd ríkisins, 2% hækkun til viðbótar við það sem þegar var á borðinu. Ríkissjóður tæki á sig þann kostnað, að minnsta kosti til að byrja með, til að liðka fyrir deilunni, þrátt fyrir að ráðherra hafi enga beina aðkomu að samningum sem þessum, og er það ekki að ástæðulausu,“ sagði í tilkynningu stjórnarandstöðunnar.
Kennaraverkfall 2024-25 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Kjaraviðræður 2023-25 Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira