Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið.
Hún segist hafa borið beiðni ríkissáttasemjara undir forsætisráðherra áður en Hafþór fór í Karphúsið. Hins vegar hafi hvorki hann né nokkur á vegum ráðuneytisins boðið tveggja prósenta hækkun launa.
Hafi ekki talað við kennara né fær þeim bréf
Innt eftir því af blaðamanni mbl hvers vegna ríkissáttasemjari óskaði eftir aðkomu Hafþórs telur Ásthildur það vera vegna þess hve lausnamiðaður skrifstofustjórinn er.
Hins vegar segist Ásthildur ekki vita hver aðkoma Hafþórs að deilunni var en sennilega hafi hann upplýst sáttasemjara um sýn ráðuneytisins á málin.
Ásthildur hafnar því jafnframt að Hafþór hafi verið með bréf til kennara og segist ekki skilja hvaðan sögusagnir þess efnis koma.
Menntamálaráðuneytið hafi farið yfir hugsanlegar lausnir en aldrei borið þær upp við kennara né talað við þá. Hún hafi sjálf ekki talað við formann Kennarasambandsins né nokkur á hennar vegum.