Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 10:04 Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirrituðu samkomulagið. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafa undirritað samstarfssamning fyrir árin 2025 til 2027 með það að markmiði að hátíðin verði áfram árlegur viðburður í bænum um páskahátíðina. Tilkynnt er um þetta á vef tónlistarhátíðarinnar og að Ísafjarðarbær styrki Aldrei fór ég suður árlega um tíu milljónir króna. Áfram verði sérstök áhersla lögð á að kynna tónlistarfólk með tengsl við Ísafjarðarbæ. „Þetta er risastór viljayfirlýsing bæjaryfirvalda, og vonandi bæjarbúa einnig, sem undirstrikar þá staðreynd að páskarnir eiga áfram heima á Ísafirði,“ er haft eftir Kristjáni Frey, rokkstjóra hátíðarinnar í tilefni af þessu. „Þetta eru vissulega stórir peningar sem gera okkur kleift að standa að hátíðinni með sóma sem aldrei fyrr. Aldrei fór ég suður er ekki hagnaðardrifin hátíð að neinu leyti og mun þessi fjárhæð skila sér rakleiðis en í samfélagið hér vestra.“ Gestir óttuðust að hátíðin sneri ekki aftur Þrálátur orðrómur var uppi um það að hátíðin í fyrra kæmi til með að verða sú síðasta og gáfu skipuleggjendur þá óskýr svör um framhaldið. Aldrei fór ég suður fagnaði þá tuttugu ára afmæli og segir Kristján að við það tilefni hafi aðstandendur ákveðið að staldra aðeins við og skoða betur hvernig hátíðin gæti þróast og haldið áfram. „Ein af niðurstöðum þeirrar naflaskoðunar var að við fundum að við þurftum að styrkja stoðirnar svo um munar til að sjá til þess að upplifun og öryggi allra sem að hátíðinni koma væri sem best,“ segir í Kristján Freyr í tilkynningu. „Með þéttara samstarfi við Ísafjarðarbæ, góðum áframhaldandi stuðningi annarra bakhjarla hátíðarinnar og með aðstoð okkar stórkostlega sjálfboðahóps er okkur ekkert að vanbúnaði að halda áfram að bjóða upp á metnaðarfulla tónlistarhátíð í heimabæ páskanna.“ Haft er eftir Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að samfélagslegur ávinningur nýja samningsins sé mikill. „Aldrei fór ég suður er ekki bara tónlistarhátíð, heldur mikilvægur samfélagslegur viðburður sem styrkir menningarlíf, eflir samstöðu íbúa og laðar gesti til bæjarins,“ segir Sigríður. „Við erum stolt af því að styðja hátíðina áfram svo hún haldi áfram að blómstra og fylla bæinn af fjöri um páskana.“ Ísafjarðarbær Tónlist Aldrei fór ég suður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Tilkynnt er um þetta á vef tónlistarhátíðarinnar og að Ísafjarðarbær styrki Aldrei fór ég suður árlega um tíu milljónir króna. Áfram verði sérstök áhersla lögð á að kynna tónlistarfólk með tengsl við Ísafjarðarbæ. „Þetta er risastór viljayfirlýsing bæjaryfirvalda, og vonandi bæjarbúa einnig, sem undirstrikar þá staðreynd að páskarnir eiga áfram heima á Ísafirði,“ er haft eftir Kristjáni Frey, rokkstjóra hátíðarinnar í tilefni af þessu. „Þetta eru vissulega stórir peningar sem gera okkur kleift að standa að hátíðinni með sóma sem aldrei fyrr. Aldrei fór ég suður er ekki hagnaðardrifin hátíð að neinu leyti og mun þessi fjárhæð skila sér rakleiðis en í samfélagið hér vestra.“ Gestir óttuðust að hátíðin sneri ekki aftur Þrálátur orðrómur var uppi um það að hátíðin í fyrra kæmi til með að verða sú síðasta og gáfu skipuleggjendur þá óskýr svör um framhaldið. Aldrei fór ég suður fagnaði þá tuttugu ára afmæli og segir Kristján að við það tilefni hafi aðstandendur ákveðið að staldra aðeins við og skoða betur hvernig hátíðin gæti þróast og haldið áfram. „Ein af niðurstöðum þeirrar naflaskoðunar var að við fundum að við þurftum að styrkja stoðirnar svo um munar til að sjá til þess að upplifun og öryggi allra sem að hátíðinni koma væri sem best,“ segir í Kristján Freyr í tilkynningu. „Með þéttara samstarfi við Ísafjarðarbæ, góðum áframhaldandi stuðningi annarra bakhjarla hátíðarinnar og með aðstoð okkar stórkostlega sjálfboðahóps er okkur ekkert að vanbúnaði að halda áfram að bjóða upp á metnaðarfulla tónlistarhátíð í heimabæ páskanna.“ Haft er eftir Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að samfélagslegur ávinningur nýja samningsins sé mikill. „Aldrei fór ég suður er ekki bara tónlistarhátíð, heldur mikilvægur samfélagslegur viðburður sem styrkir menningarlíf, eflir samstöðu íbúa og laðar gesti til bæjarins,“ segir Sigríður. „Við erum stolt af því að styðja hátíðina áfram svo hún haldi áfram að blómstra og fylla bæinn af fjöri um páskana.“
Ísafjarðarbær Tónlist Aldrei fór ég suður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira