Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2025 10:04 Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirrituðu samkomulagið. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafa undirritað samstarfssamning fyrir árin 2025 til 2027 með það að markmiði að hátíðin verði áfram árlegur viðburður í bænum um páskahátíðina. Tilkynnt er um þetta á vef tónlistarhátíðarinnar og að Ísafjarðarbær styrki Aldrei fór ég suður árlega um tíu milljónir króna. Áfram verði sérstök áhersla lögð á að kynna tónlistarfólk með tengsl við Ísafjarðarbæ. „Þetta er risastór viljayfirlýsing bæjaryfirvalda, og vonandi bæjarbúa einnig, sem undirstrikar þá staðreynd að páskarnir eiga áfram heima á Ísafirði,“ er haft eftir Kristjáni Frey, rokkstjóra hátíðarinnar í tilefni af þessu. „Þetta eru vissulega stórir peningar sem gera okkur kleift að standa að hátíðinni með sóma sem aldrei fyrr. Aldrei fór ég suður er ekki hagnaðardrifin hátíð að neinu leyti og mun þessi fjárhæð skila sér rakleiðis en í samfélagið hér vestra.“ Gestir óttuðust að hátíðin sneri ekki aftur Þrálátur orðrómur var uppi um það að hátíðin í fyrra kæmi til með að verða sú síðasta og gáfu skipuleggjendur þá óskýr svör um framhaldið. Aldrei fór ég suður fagnaði þá tuttugu ára afmæli og segir Kristján að við það tilefni hafi aðstandendur ákveðið að staldra aðeins við og skoða betur hvernig hátíðin gæti þróast og haldið áfram. „Ein af niðurstöðum þeirrar naflaskoðunar var að við fundum að við þurftum að styrkja stoðirnar svo um munar til að sjá til þess að upplifun og öryggi allra sem að hátíðinni koma væri sem best,“ segir í Kristján Freyr í tilkynningu. „Með þéttara samstarfi við Ísafjarðarbæ, góðum áframhaldandi stuðningi annarra bakhjarla hátíðarinnar og með aðstoð okkar stórkostlega sjálfboðahóps er okkur ekkert að vanbúnaði að halda áfram að bjóða upp á metnaðarfulla tónlistarhátíð í heimabæ páskanna.“ Haft er eftir Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að samfélagslegur ávinningur nýja samningsins sé mikill. „Aldrei fór ég suður er ekki bara tónlistarhátíð, heldur mikilvægur samfélagslegur viðburður sem styrkir menningarlíf, eflir samstöðu íbúa og laðar gesti til bæjarins,“ segir Sigríður. „Við erum stolt af því að styðja hátíðina áfram svo hún haldi áfram að blómstra og fylla bæinn af fjöri um páskana.“ Ísafjarðarbær Tónlist Aldrei fór ég suður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Tilkynnt er um þetta á vef tónlistarhátíðarinnar og að Ísafjarðarbær styrki Aldrei fór ég suður árlega um tíu milljónir króna. Áfram verði sérstök áhersla lögð á að kynna tónlistarfólk með tengsl við Ísafjarðarbæ. „Þetta er risastór viljayfirlýsing bæjaryfirvalda, og vonandi bæjarbúa einnig, sem undirstrikar þá staðreynd að páskarnir eiga áfram heima á Ísafirði,“ er haft eftir Kristjáni Frey, rokkstjóra hátíðarinnar í tilefni af þessu. „Þetta eru vissulega stórir peningar sem gera okkur kleift að standa að hátíðinni með sóma sem aldrei fyrr. Aldrei fór ég suður er ekki hagnaðardrifin hátíð að neinu leyti og mun þessi fjárhæð skila sér rakleiðis en í samfélagið hér vestra.“ Gestir óttuðust að hátíðin sneri ekki aftur Þrálátur orðrómur var uppi um það að hátíðin í fyrra kæmi til með að verða sú síðasta og gáfu skipuleggjendur þá óskýr svör um framhaldið. Aldrei fór ég suður fagnaði þá tuttugu ára afmæli og segir Kristján að við það tilefni hafi aðstandendur ákveðið að staldra aðeins við og skoða betur hvernig hátíðin gæti þróast og haldið áfram. „Ein af niðurstöðum þeirrar naflaskoðunar var að við fundum að við þurftum að styrkja stoðirnar svo um munar til að sjá til þess að upplifun og öryggi allra sem að hátíðinni koma væri sem best,“ segir í Kristján Freyr í tilkynningu. „Með þéttara samstarfi við Ísafjarðarbæ, góðum áframhaldandi stuðningi annarra bakhjarla hátíðarinnar og með aðstoð okkar stórkostlega sjálfboðahóps er okkur ekkert að vanbúnaði að halda áfram að bjóða upp á metnaðarfulla tónlistarhátíð í heimabæ páskanna.“ Haft er eftir Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar að samfélagslegur ávinningur nýja samningsins sé mikill. „Aldrei fór ég suður er ekki bara tónlistarhátíð, heldur mikilvægur samfélagslegur viðburður sem styrkir menningarlíf, eflir samstöðu íbúa og laðar gesti til bæjarins,“ segir Sigríður. „Við erum stolt af því að styðja hátíðina áfram svo hún haldi áfram að blómstra og fylla bæinn af fjöri um páskana.“
Ísafjarðarbær Tónlist Aldrei fór ég suður Tónleikar á Íslandi Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”