Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 11:10 Ásthildur Lóa missir þó ekki af þingfundi á morgun vegna málsins. Aðalmeðferðinni á að ljúka um hádegisbil en þing kemur svo saman klukkan 15. Vísir/vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Ásthildur Lóa hefur tjáð sig um málið í tilkynningum og skoðanagreinum sem þingmaður Flokks fólksins. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Mistökin hafi falist í því að fulltrúinn tók ekki tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefði hæglega mátt leiðrétta, það hafi ekki verið gert og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Þá hafi kerfið farið í vörn, slegið hlífisskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. „Hann hreinlega gaf Arion banka 10,7 milljónir af peningum gerðarþola og það brot hans vörðu dómstólar, „kerfið“, með lygum og undanskotum í gegnum öll réttarúrræði á Íslandi,“ sagði Ásthildur Lóa síðastliðið sumar. „Landsréttur hreinlega laug í dómsorði með því að vísa frá málsástæðunni um fyrningu vaxta með því að segja að hún hefði ekki komið fram nógu snemma, þó að fyrning vaxta hefði verið eina málsástæðan frá upphafi,“ sagði Ásthildur Lóa. „Hæstiréttur tók ekkert efnislega á fyrningu vaxta heldur hafnaði málskotsbeiðninni sem gerði að verkum að það fékkst aldrei úrlausn á æðra stigi til að leiðrétta þá rangfærslu Landsréttar að málsástæðan um fyrningu vaxta hefði komið of seint fram. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum eigi Hæstiréttur einmitt að geta veitt kæruleyfi ef dómur Landsréttar er bersýnilega rangur.“ Þá hafi endurupptökunefnd legið á málinu í rúma níu mánuði þó að einn dómarinn í Landsrétti hefði verið „ólöglegur“ sem hefði átt að nægja til tafarlausrar endurupptöku. „Allt þar til Arion banki setti það sem skilyrði að endurupptökukrafan þar væri dregin til baka þegar við náðum (nauðar)samningum við hann um að bjarga því sem bjargað varð. Sá úrskurður kom því aldrei. ALDREI, aldrei nokkurn tímann í þessu ferli, var úrskurðað um einu málsástæðuna, fyrningu vaxta.“ Hún fór hörðum orðum um íslenska dómskerfið. „Ef dómstólar hefðu gert það hefðu þeir bara getað úrskurðað á einn veg, okkur í hag, sem var gegn hagsmunum þeirra sem þeir vinna fyrir, þannig að þeir einfaldlega töluðu bara um eitthvað annað og/eða lugu.“ Ásthildur Lóa var formaður Hagsmunasamtaka heimilanna allt þar til í janúar þegar hún lét af formennsku eftir að hafa verið skipuð mennta- og barnamálaráðherra. Ásthildur Lóa sagði í viðtali við RÚV um helgina að málið hefði engin áhrif á hæfi hennar sem ráðherra. Brotið hefði verið á henni löngu áður en hún settist á þing. Hún hafi fullan rétt til að sækja rétt sinn. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Ásthildur Lóa hefur tjáð sig um málið í tilkynningum og skoðanagreinum sem þingmaður Flokks fólksins. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Mistökin hafi falist í því að fulltrúinn tók ekki tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefði hæglega mátt leiðrétta, það hafi ekki verið gert og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Þá hafi kerfið farið í vörn, slegið hlífisskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. „Hann hreinlega gaf Arion banka 10,7 milljónir af peningum gerðarþola og það brot hans vörðu dómstólar, „kerfið“, með lygum og undanskotum í gegnum öll réttarúrræði á Íslandi,“ sagði Ásthildur Lóa síðastliðið sumar. „Landsréttur hreinlega laug í dómsorði með því að vísa frá málsástæðunni um fyrningu vaxta með því að segja að hún hefði ekki komið fram nógu snemma, þó að fyrning vaxta hefði verið eina málsástæðan frá upphafi,“ sagði Ásthildur Lóa. „Hæstiréttur tók ekkert efnislega á fyrningu vaxta heldur hafnaði málskotsbeiðninni sem gerði að verkum að það fékkst aldrei úrlausn á æðra stigi til að leiðrétta þá rangfærslu Landsréttar að málsástæðan um fyrningu vaxta hefði komið of seint fram. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum eigi Hæstiréttur einmitt að geta veitt kæruleyfi ef dómur Landsréttar er bersýnilega rangur.“ Þá hafi endurupptökunefnd legið á málinu í rúma níu mánuði þó að einn dómarinn í Landsrétti hefði verið „ólöglegur“ sem hefði átt að nægja til tafarlausrar endurupptöku. „Allt þar til Arion banki setti það sem skilyrði að endurupptökukrafan þar væri dregin til baka þegar við náðum (nauðar)samningum við hann um að bjarga því sem bjargað varð. Sá úrskurður kom því aldrei. ALDREI, aldrei nokkurn tímann í þessu ferli, var úrskurðað um einu málsástæðuna, fyrningu vaxta.“ Hún fór hörðum orðum um íslenska dómskerfið. „Ef dómstólar hefðu gert það hefðu þeir bara getað úrskurðað á einn veg, okkur í hag, sem var gegn hagsmunum þeirra sem þeir vinna fyrir, þannig að þeir einfaldlega töluðu bara um eitthvað annað og/eða lugu.“ Ásthildur Lóa var formaður Hagsmunasamtaka heimilanna allt þar til í janúar þegar hún lét af formennsku eftir að hafa verið skipuð mennta- og barnamálaráðherra. Ásthildur Lóa sagði í viðtali við RÚV um helgina að málið hefði engin áhrif á hæfi hennar sem ráðherra. Brotið hefði verið á henni löngu áður en hún settist á þing. Hún hafi fullan rétt til að sækja rétt sinn.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira