Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Vont veður vetur í Reykjavík Skattaleg áhrif helstu greina ferðaþjónustunnar á Íslandi námu allt að 180 milljörðum króna árið 2023. Þar af eru svokölluð þröng skattaleg áhrif metin um 106,5 milljarðar en ef horft er til víðtækari áhrifa ferðaþjónustunnar nema skattaleg áhrif greinarinnar rúmum 180 milljörðum. Miðað við tölur í árslok 2023 voru starfrækt hátt í fimm þúsund fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þá var fjöldi starfsfólks í greininni áætlaður um þrjátíu þúsund og meðallaun fyrir störf í ferðaþjónustu það árið um 657 þúsund krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar sem kynnt er í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Greinin einnig borin uppi af Íslendingum Hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hefur vaxið mikið að því er fram kemur í skýrslunni en árið 2023 var hlutdeild greinarinnar 8,8%. Til samanburðar var hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu aðeins 3,5% árið 2009. „Álykta má sem svo að ferðaþjónustan hér á landi sé í jöfnum og góðum vexti. Það hefur tekist að viðhalda áhuga erlendra ferðamanna á áfangastaðnum Ísland með markvissri kynningu og mörkun landsins,“ segir í skýrslunni. „Þegar horft er á virðiskeðju ferðaþjónustunnar er ljóst að hún snertir fleiri þætti íslensks þjóðlífs en einungis einkennandi greinar ferðaþjónustunnar. Einnig er rétt að taka fram að neysla einkennandi greina ferðaþjónustunnar er einnig borin uppi af innlendum aðilum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Langflestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm Þegar litið er til einstakra greina kemur í ljós samkvæmt skýrslunni að langmestum skattalegum áhrifum skila farþegaflutningar með flugi, þá hótel- og gistiheimili og næst veitingastaðir, ferðaskrifstofur og þjónustustarfsemi tengd flugi. Aðrar ferðaþjónustugreinar á borð við bílaleigur og aðra farþegaflutninga skila minnstum skattalegum áhrifum samkvæmt skýrslunn. „Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa munu stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum,“ segir ennfremur í skýrslunni. Ferðaþjónusta Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Miðað við tölur í árslok 2023 voru starfrækt hátt í fimm þúsund fyrirtæki í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar á Íslandi samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þá var fjöldi starfsfólks í greininni áætlaður um þrjátíu þúsund og meðallaun fyrir störf í ferðaþjónustu það árið um 657 þúsund krónur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar sem kynnt er í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Greinin einnig borin uppi af Íslendingum Hlutdeild ferðaþjónustu af vergri landsframleiðslu hefur vaxið mikið að því er fram kemur í skýrslunni en árið 2023 var hlutdeild greinarinnar 8,8%. Til samanburðar var hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu aðeins 3,5% árið 2009. „Álykta má sem svo að ferðaþjónustan hér á landi sé í jöfnum og góðum vexti. Það hefur tekist að viðhalda áhuga erlendra ferðamanna á áfangastaðnum Ísland með markvissri kynningu og mörkun landsins,“ segir í skýrslunni. „Þegar horft er á virðiskeðju ferðaþjónustunnar er ljóst að hún snertir fleiri þætti íslensks þjóðlífs en einungis einkennandi greinar ferðaþjónustunnar. Einnig er rétt að taka fram að neysla einkennandi greina ferðaþjónustunnar er einnig borin uppi af innlendum aðilum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Langflestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum.Vísir/Vilhelm Þegar litið er til einstakra greina kemur í ljós samkvæmt skýrslunni að langmestum skattalegum áhrifum skila farþegaflutningar með flugi, þá hótel- og gistiheimili og næst veitingastaðir, ferðaskrifstofur og þjónustustarfsemi tengd flugi. Aðrar ferðaþjónustugreinar á borð við bílaleigur og aðra farþegaflutninga skila minnstum skattalegum áhrifum samkvæmt skýrslunn. „Þrátt fyrir að arðsemi greinarinnar hafi batnað á árinu 2023 er hún samt sem áður almennt lægri en í viðskiptahagkerfinu. Án efa munu stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja hafa þetta í huga ásamt því að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum,“ segir ennfremur í skýrslunni.
Ferðaþjónusta Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira