Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Valur Páll Eiríksson skrifar 12. febrúar 2025 11:01 Dwight McNeil og Harvey Elliott takast á síðast þegar liðin mættust á vellinum, í apríl í fyrra. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images Grannaslagur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld verður sá síðasti milli liðanna tveggja á Goodison Park, heimavelli fyrrnefnda liðsins, sem flytur sig um set í sumar. Búist er við sérstakri stemningu vegna þessa. „Ég býst við öðruvísi stemningu. Ég hef upplifað marga mismunandi grannaslagi en fólk hefur sagt mér að þessi sé sérstakur og honum fylgi mikill ákafi. Ákafinn gæti orðið enn meiri vegna þess að þetta er í síðasta skipti sem liðin spila á Goodison Park,“ segir Arne Slot, þjálfari Liverpool, um leik kvöldsins. Hér verður tekist á í kvöld. Everton flytur á nýjan heimavöll sem liggur við Mersey-ána, í sumar.Peter Byrne/PA Images via Getty Images Fram undan er fyrsti grannaslagur Slot í stjórastól Liverpool en leikur kvöldsins átti að fara fram í desember. Honum var frestað vegna stormsins Darragh sem reið yfir Bretlandseyjar og setti, auk fjölda fótboltaleikja, flugsamgöngur í uppnám og olli töluverðum skemmdum. Everton vann síðasta leik liðanna á vellinum 2-0 í apríl í fyrra. Liverpool vann aðeins tvo af sex leikjum liðsins í þeim mánuði sem gerði út um vonir liðsins um að kveðja þáverandi knattspyrnustjóra Jurgen Klopp með Englandsmeistaratitli. Tomorrow we take our final trip to Goodison Park 👊 pic.twitter.com/qUZRWqvkTk— Liverpool FC (@LFC) February 11, 2025 Alls hafa liðin mæst 119 sinnum á Goodison Park. Hvort um sig hafa Everton og Liverpool unnið 41 sinni og 37 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Liðið sem vinnur í kvöld mun því hafa yfirhöndina í viðureignum liðanna tveggja á vellinum að eilífu. Everton hefur snúið við blaðinu að undanförnu eftir ráðningu Skotans David Moyes. Hann stýrði Everton áður frá 2002 til 2013 en eftir ráðningu hans hefur liðið unnið þrjá leiki af fimm eftir strembið gengi framan af vetri. Everton þarf frekari stig í baráttu liðsins við falldrauginn en Liverpool getur aftur á móti náð níu stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri. Liverpool útbjó sérstakt myndband vegna leiks kvöldsins og sögulegs gildis hans, sem má sjá að ofan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
„Ég býst við öðruvísi stemningu. Ég hef upplifað marga mismunandi grannaslagi en fólk hefur sagt mér að þessi sé sérstakur og honum fylgi mikill ákafi. Ákafinn gæti orðið enn meiri vegna þess að þetta er í síðasta skipti sem liðin spila á Goodison Park,“ segir Arne Slot, þjálfari Liverpool, um leik kvöldsins. Hér verður tekist á í kvöld. Everton flytur á nýjan heimavöll sem liggur við Mersey-ána, í sumar.Peter Byrne/PA Images via Getty Images Fram undan er fyrsti grannaslagur Slot í stjórastól Liverpool en leikur kvöldsins átti að fara fram í desember. Honum var frestað vegna stormsins Darragh sem reið yfir Bretlandseyjar og setti, auk fjölda fótboltaleikja, flugsamgöngur í uppnám og olli töluverðum skemmdum. Everton vann síðasta leik liðanna á vellinum 2-0 í apríl í fyrra. Liverpool vann aðeins tvo af sex leikjum liðsins í þeim mánuði sem gerði út um vonir liðsins um að kveðja þáverandi knattspyrnustjóra Jurgen Klopp með Englandsmeistaratitli. Tomorrow we take our final trip to Goodison Park 👊 pic.twitter.com/qUZRWqvkTk— Liverpool FC (@LFC) February 11, 2025 Alls hafa liðin mæst 119 sinnum á Goodison Park. Hvort um sig hafa Everton og Liverpool unnið 41 sinni og 37 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Liðið sem vinnur í kvöld mun því hafa yfirhöndina í viðureignum liðanna tveggja á vellinum að eilífu. Everton hefur snúið við blaðinu að undanförnu eftir ráðningu Skotans David Moyes. Hann stýrði Everton áður frá 2002 til 2013 en eftir ráðningu hans hefur liðið unnið þrjá leiki af fimm eftir strembið gengi framan af vetri. Everton þarf frekari stig í baráttu liðsins við falldrauginn en Liverpool getur aftur á móti náð níu stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri. Liverpool útbjó sérstakt myndband vegna leiks kvöldsins og sögulegs gildis hans, sem má sjá að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira