Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 11:18 Hverfið sem hýsir heimili fræga fólksins í Beverly Hills myndi ekki fara varhluta af áformunum ef af yrði. Hugmyndirnar eru þó settar fram í gamni og ólíklegt að þær verði að veruleika. Getty Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. Öllu alvarlegri undirtónn er í áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi en málið verður til umfjöllunar í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Undirskriftasöfnunin hefur hins vegar vakið athygli fréttamiðla á borð við Guardian en danska ríkisútvarpið DR fjallar einnig um málið. „Hefur þú einhvern tímann skoðað kort og hugsað, „veistu hverju Danmörk þarf á að halda? Meira sólskini, pálmatrjám og hjólaskautum.“ Nú erum við með sögulegt tækifæri til að gera þann draum að veruleika. Kaupum Kaliforníu af Donald Trump!“ segir um undirskriftasöfnunina sem er hýst á heimasíðunni denmarkification.com, með vísan til „Danmerkurvæðingar“ á ríkinu sólríka á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hygge til Hollywood Glöggir geta einnig séð að orðin „Gerum Kaliforníu stórkostlega ný“ eru rituð efst á síðunni, á ensku en þó hafa danskir stafir laumað sér inn í textann, „Måke Califørnia Great Ægain”. Farið er alla leið með gamanið og er hugmyndin kynnt sem viðskiptaáætlun með aðgerðum í fjórum liðum og rök færð fyrir því hvers vegna Trump sé líklegur til að selja. Meðal annars verði danska leikfangarisanum Lego falið að leiða samninga með stuðningi aðalleikara úr dönsku sjónvarpsþáttunum Borginni, en fjórða nýjasta sería þáttanna snýst einmitt að miklu leiti um pólitík Danmerkur gagnvart Grænlandi. Smurbrauð er alla jafna allsráðandi við Nýhöfn í Kaupmannahöfn.Getty Þá er því heitið að dönsk gildi verði innleidd í Kaliforníu. „Við munum mæta með hygge til Hollywood, hjólastígar í Beverly Hills, og lífrænt smurbrauð á hvert götuhorn. Laganna reglur, opinbert heilbrigðiskerfi og stjórnmál sem byggja á staðreyndum koma til greina,“ segir meðal annars í aðgerðaáætluninni. Þá er Trump sagður líklegur til að vilja selja þar sem fyrir liggi að Kalifornía sé ekki beinlínis hans uppáhalds ríki sem hann hafi kallað „ónýtasta ríki sambandsins“. Þingnefnd fjallar um Grænland Þótt undirskriftarlistinn sé til gamans gerður sem svar við málflutningi Trump um Grænland er áhugi hans á Grænlandi öllu alvarlegri og raunverulegri. Í dag fer fram fundur í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir yfirskriftinni „Nuuk og Cranny: Horft til Norðurskautsins og mikilvægi landfræðlilega strategískar staðsetningar Grænlands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna.“ Það er öldungardeildarþingmaður Repúblikana Ted Cruz sem fer fyrir umræðunum en hann er formaður þingnefndar um viðskipti, vísindi og flutninga. Yfirskrift fundarins rímar vel við þær áherslur Trumps um það hvers vegna hann vill eignast Grænland. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira
Öllu alvarlegri undirtónn er í áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi en málið verður til umfjöllunar í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Undirskriftasöfnunin hefur hins vegar vakið athygli fréttamiðla á borð við Guardian en danska ríkisútvarpið DR fjallar einnig um málið. „Hefur þú einhvern tímann skoðað kort og hugsað, „veistu hverju Danmörk þarf á að halda? Meira sólskini, pálmatrjám og hjólaskautum.“ Nú erum við með sögulegt tækifæri til að gera þann draum að veruleika. Kaupum Kaliforníu af Donald Trump!“ segir um undirskriftasöfnunina sem er hýst á heimasíðunni denmarkification.com, með vísan til „Danmerkurvæðingar“ á ríkinu sólríka á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hygge til Hollywood Glöggir geta einnig séð að orðin „Gerum Kaliforníu stórkostlega ný“ eru rituð efst á síðunni, á ensku en þó hafa danskir stafir laumað sér inn í textann, „Måke Califørnia Great Ægain”. Farið er alla leið með gamanið og er hugmyndin kynnt sem viðskiptaáætlun með aðgerðum í fjórum liðum og rök færð fyrir því hvers vegna Trump sé líklegur til að selja. Meðal annars verði danska leikfangarisanum Lego falið að leiða samninga með stuðningi aðalleikara úr dönsku sjónvarpsþáttunum Borginni, en fjórða nýjasta sería þáttanna snýst einmitt að miklu leiti um pólitík Danmerkur gagnvart Grænlandi. Smurbrauð er alla jafna allsráðandi við Nýhöfn í Kaupmannahöfn.Getty Þá er því heitið að dönsk gildi verði innleidd í Kaliforníu. „Við munum mæta með hygge til Hollywood, hjólastígar í Beverly Hills, og lífrænt smurbrauð á hvert götuhorn. Laganna reglur, opinbert heilbrigðiskerfi og stjórnmál sem byggja á staðreyndum koma til greina,“ segir meðal annars í aðgerðaáætluninni. Þá er Trump sagður líklegur til að vilja selja þar sem fyrir liggi að Kalifornía sé ekki beinlínis hans uppáhalds ríki sem hann hafi kallað „ónýtasta ríki sambandsins“. Þingnefnd fjallar um Grænland Þótt undirskriftarlistinn sé til gamans gerður sem svar við málflutningi Trump um Grænland er áhugi hans á Grænlandi öllu alvarlegri og raunverulegri. Í dag fer fram fundur í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir yfirskriftinni „Nuuk og Cranny: Horft til Norðurskautsins og mikilvægi landfræðlilega strategískar staðsetningar Grænlands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna.“ Það er öldungardeildarþingmaður Repúblikana Ted Cruz sem fer fyrir umræðunum en hann er formaður þingnefndar um viðskipti, vísindi og flutninga. Yfirskrift fundarins rímar vel við þær áherslur Trumps um það hvers vegna hann vill eignast Grænland.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Sjá meira