Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2025 09:12 Leyniþjónusta danska hersins varar við hættunni sem stafar af herskáum stjórnarherrum í Kreml. Vísir/EPA Rússar gætu verið tilbúnir að hefja stórstríð á meginlandi Evrópu á næstu fimm árum telji þeir Atlantshafsbandalagið veiklað eða sundrað, að mati dönsku leyniþjónustunnar. Bandaríkjastjórn hefur sagt að varnir Evrópu séu henni ekki efst í huga. Leyniþjónustan uppfærði hættumat sitt í skýrslu sem birtist í vikunni. Í henni kemur fram það mat að Rússar séu líklegri til þess að beita hervaldi gegn einu eða fleiri NATO-ríkjum ef þeir telji að bandalagið sé hernaðarlega veikt eða pólitískt sundrað, að því er kemur fram í frétt blaðsins Politico. „Þetta á sérstaklega við ef Rússland metur það þannig að Bandaríkin annað hvort geti ekki eða vilji ekki styðja evrópsku NATO-ríkin í stríði við Rússland,“ segir í skýrslunni. Rússar byggi nú upp hernaðarstyrk sinn fyrir mögulegt stríð við NATO. Margt bendir til þess að Bandaríkin undir forystu Repúblikanaflokksins hafi lítinn áhuga á að virða stofnsáttmála NATO sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði evrópskum leiðtogum í gær að varnir Evrópu væru ekki lengur í fyrirrúmi hjá stjórn hans. Bandaríski forsetinn hefur ítrekað gefið í skyn að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO. Árið 2024 sagðist hann myndu hvetja Rússa til þess að ráðast á NATO-ríki sem hann teldi að verðu ekki nægilega miklu fé til varnarmála. Þá kröfðust leiðtogar helstu Evrópuríkja þess að þeir fengju sæti við samningaborðið eftir að forseta Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þrjár sviðsmyndir ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað Danska leyniþjónustan dregur upp þrjár sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað tímabundið. Innan sex mánaða telur hún að Rússar yrðu tilbúnir til að hefja stríð við nágrannaríki og innan tveggja ára við Eystrasaltsríkin. Innan fimm ára gætu Rússar haft getu til þess að hefja meiriháttar hernaðarárás á Evrópu að því gefnu að Bandaríkin gripu ekki inn í. Stjórnvöld í nokkrum norrænum ríkjum hafa nýlega uppfærð ráðleggingar til borgara sinna í neyðarástandi með leiðbeiningum um undirbúning ef stríð brýst út. Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði nýleg að Svíar ættu hvorki í stríði né byggju þeir við frið. Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Leyniþjónustan uppfærði hættumat sitt í skýrslu sem birtist í vikunni. Í henni kemur fram það mat að Rússar séu líklegri til þess að beita hervaldi gegn einu eða fleiri NATO-ríkjum ef þeir telji að bandalagið sé hernaðarlega veikt eða pólitískt sundrað, að því er kemur fram í frétt blaðsins Politico. „Þetta á sérstaklega við ef Rússland metur það þannig að Bandaríkin annað hvort geti ekki eða vilji ekki styðja evrópsku NATO-ríkin í stríði við Rússland,“ segir í skýrslunni. Rússar byggi nú upp hernaðarstyrk sinn fyrir mögulegt stríð við NATO. Margt bendir til þess að Bandaríkin undir forystu Repúblikanaflokksins hafi lítinn áhuga á að virða stofnsáttmála NATO sem kveður á um að árás á eitt aðildarríki jafngildi árás á þau öll. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði evrópskum leiðtogum í gær að varnir Evrópu væru ekki lengur í fyrirrúmi hjá stjórn hans. Bandaríski forsetinn hefur ítrekað gefið í skyn að hann gæti dregið Bandaríkin út úr NATO. Árið 2024 sagðist hann myndu hvetja Rússa til þess að ráðast á NATO-ríki sem hann teldi að verðu ekki nægilega miklu fé til varnarmála. Þá kröfðust leiðtogar helstu Evrópuríkja þess að þeir fengju sæti við samningaborðið eftir að forseta Bandaríkjanna og Rússlands ákváðu að hefja viðræður um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Þrjár sviðsmyndir ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað Danska leyniþjónustan dregur upp þrjár sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef stríðið í Úkraínu verður stöðvað tímabundið. Innan sex mánaða telur hún að Rússar yrðu tilbúnir til að hefja stríð við nágrannaríki og innan tveggja ára við Eystrasaltsríkin. Innan fimm ára gætu Rússar haft getu til þess að hefja meiriháttar hernaðarárás á Evrópu að því gefnu að Bandaríkin gripu ekki inn í. Stjórnvöld í nokkrum norrænum ríkjum hafa nýlega uppfærð ráðleggingar til borgara sinna í neyðarástandi með leiðbeiningum um undirbúning ef stríð brýst út. Forsætisráðherra Svíþjóðar sagði nýleg að Svíar ættu hvorki í stríði né byggju þeir við frið.
Danmörk Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira