Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 14:08 „Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Fjölmiðlar og hlaðvarpsstjórnendur fara mikinn í að þylja upp svo kallað „Gullafólk“ (stuðningsmenn Guðlaugs Þórs) sem er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Ég er stoltur stuðningsmaður Guðrúnar og hef þekkt hana síðan ég hjálpaði henni í prófkjöri í Suðurkjördæmi 2021. Þar kynntist ég konu með mikin eldmóð og einlægan vilja til að gera íslenskt samfélag enn betra. Ég kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi, þar lýsti Guðrún sjálf yfir stuðningi við Bjarna sem var í framboði á móti sjálfum Guðlaugi Þór. En samkvæmt fjölmiðlum er ég nú hluti af „Gullafólki“ sem ég er ekki alveg átta mig á hvers vegna þar sem hann er ekki í framboði og ég hef aldrei nokkurn tímann kosið manninn! Á komandi landsfundi verð ég í hópi með fleiri hundruð sjálfstæðismönnum sem kusu Bjarna á síðasta landsfundi og ætlum að greiða Guðrúnu atkvæði á komandi landsfundi. Ég fyrir mitt leyti styð Guðrúnu því hún er með alveg ómótstæðilega reynslu utan pólitíkarinnar sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Kjöríss og síðan einn besti dómsmálaráðherra sem Ísland hefur haft. Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi. Ég þekki Guðrúnu og allir sem þekkja hana vita að hún er utan fylkinga. Það var augljóst á framboðsfundinum að hún höfðaði til sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið á öllum aldri. Í framboði eru tveir öflugir kandídatar sem ferðast nú um landið til að kynna sig og ná mikilvægu samtali við sjálfstæðismenn sem bíða spenntir eftir komandi landsfund. Guðrún höfðar til fólks sem hefur í gegnum tíðina stutt Guðlaug Þór, Þórdísi Kolbrúnu, Bjarna Benediktsson og já líka Áslaugu Örnu. Guðrún höfðar til þeirra sem eru örvhentir og þeirra sem eru rétthentir. Í grunninn þá höfðar hún til allra sjálfstæðismanna og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það skiptir ekki máli hvað fólk kaus á síðasta landsfundi eða á landsfundinum þar á undan. Allir sem sóttu þá fundi vilja flokknum vel sama hvað þeir kusu og allir í grasrótinni eru ómetanlegir. Hættum að setja okkar eigin flokksbræður í fylkingar, sameinum flokkinn og beinum spjótum okkar að óvinum frelsisins. Ég tel að Guðrún sé best til þess fallin að leiða það verkefni og því mun ég kjósa hana. Höfundur er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
„Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Fjölmiðlar og hlaðvarpsstjórnendur fara mikinn í að þylja upp svo kallað „Gullafólk“ (stuðningsmenn Guðlaugs Þórs) sem er búinn að gefa það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Ég er stoltur stuðningsmaður Guðrúnar og hef þekkt hana síðan ég hjálpaði henni í prófkjöri í Suðurkjördæmi 2021. Þar kynntist ég konu með mikin eldmóð og einlægan vilja til að gera íslenskt samfélag enn betra. Ég kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi, þar lýsti Guðrún sjálf yfir stuðningi við Bjarna sem var í framboði á móti sjálfum Guðlaugi Þór. En samkvæmt fjölmiðlum er ég nú hluti af „Gullafólki“ sem ég er ekki alveg átta mig á hvers vegna þar sem hann er ekki í framboði og ég hef aldrei nokkurn tímann kosið manninn! Á komandi landsfundi verð ég í hópi með fleiri hundruð sjálfstæðismönnum sem kusu Bjarna á síðasta landsfundi og ætlum að greiða Guðrúnu atkvæði á komandi landsfundi. Ég fyrir mitt leyti styð Guðrúnu því hún er með alveg ómótstæðilega reynslu utan pólitíkarinnar sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins, forstjóri Kjöríss og síðan einn besti dómsmálaráðherra sem Ísland hefur haft. Þetta er svo sannarlega ekki tæmandi listi. Ég þekki Guðrúnu og allir sem þekkja hana vita að hún er utan fylkinga. Það var augljóst á framboðsfundinum að hún höfðaði til sjálfstæðismanna vítt og breitt um landið á öllum aldri. Í framboði eru tveir öflugir kandídatar sem ferðast nú um landið til að kynna sig og ná mikilvægu samtali við sjálfstæðismenn sem bíða spenntir eftir komandi landsfund. Guðrún höfðar til fólks sem hefur í gegnum tíðina stutt Guðlaug Þór, Þórdísi Kolbrúnu, Bjarna Benediktsson og já líka Áslaugu Örnu. Guðrún höfðar til þeirra sem eru örvhentir og þeirra sem eru rétthentir. Í grunninn þá höfðar hún til allra sjálfstæðismanna og það er nákvæmlega það sem við þurfum. Það skiptir ekki máli hvað fólk kaus á síðasta landsfundi eða á landsfundinum þar á undan. Allir sem sóttu þá fundi vilja flokknum vel sama hvað þeir kusu og allir í grasrótinni eru ómetanlegir. Hættum að setja okkar eigin flokksbræður í fylkingar, sameinum flokkinn og beinum spjótum okkar að óvinum frelsisins. Ég tel að Guðrún sé best til þess fallin að leiða það verkefni og því mun ég kjósa hana. Höfundur er stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem kaus Bjarna Benediktsson á síðasta landsfundi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun