Lífið

Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaup­manna­höfn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Nanna Kristín og Kristín Lovísa voru í stuði.
Nanna Kristín og Kristín Lovísa voru í stuði. Aðsend

Áhrifavaldar og fjölmiðlafólk sótti teiti í boði 66°Norður á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Tískuvikan fór fram í febrúar.

Bjarney Harðardóttir og Helgi R. Óskarsson, eigendur 66°Norður voru í veislunni sem og Elísabet Gunnarsdóttir og Andrea Magnúsdóttir. Einnig mætti þær Sissa og Steinunn frá Andrá Reykjavík. Í teitinu voru auk þess þekktir danskir áhrifavaldar eins og Amalie Bladt, Thalia og Luiza.

Thalia, Luiza, Amalie Bladt í veislunni.Aðsend

Sýning 66°Norður á Tískuvikunni fór fram á Rådhuspladsen 37 og vakti mikla athygli en alls rúmlega eitt þúsund gestir mættu og sáu fyrirsætur sýna fatnað íslenska merkisins á tískupöllunum.

Í tilkynningu segir að áhersla fyrirtækisins sé á tímalausa hönnun en flíkur í hönnun fyrirtækisins frá 1950 til 2025 voru sýndar við mikla hrifningu gesta.

Juliane Halskov og Maryam dressaðar í 66 Norður.

Á sýningunni voru til sýningar fjölmargar sögulegar flíkur, sumar allt að 70 ára gamlar. Þar má til að mynda nefna fyrsta sjóstakkinn og fatnað frá Ólympíuleikum.

Sissa og Steinunn í Kaupmannahöfn.Aðsend

Á sýningunni var boðið upp á snertiskynjun, hljóðupplifun og íslenskan foss auk þess sem gestum var gefin innsýn í hönnunarferli og handverk fyrirtækisins.

Misio





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.