Hinn 25 ára gamli Solomon, sem er á láni frá Tottenham Hotpsur, er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsfólki félagsins. Hann hefur áður lýst yfir ást sinni á heimalandi sínu og sagt að Ísrael eigi rétt á að verja sig.
Í laginu sem um er ræðir segir að Solomon hati Palestínu. Söng stuðningsfólks Leeds má heyra í myndbandinu hér að neðan.
Leeds United hefur nú gefið út að lagið muni ekki viðgangast lengur og það stuðningsfólk sem heyrist syngja lagið verði bannað frá Elland Road, heimavelli liðsins.
Ástæðan er sú að fjöldi stuðningsfólk félagsins hefur kvartað yfir laginu sem það finnst ekki vera boðlegt. Félagið hefur áður biðlað til þeirra sem syngja að hætta því en þar sem það hefur ekki gengið hefur Leeds ákveðið að grípa til örþrifaráða.
Leeds United er í 2. sæti ensku B-deildarinnar með 69 stig en getur tyllt sér á toppinn með sigri á Sunderland, sem situr í 4. sæti, á mánudaginn kemur.