Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. febrúar 2025 23:58 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. EPA/NEIL HALL Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. Samkvæmt heimildum The Guardian hefur ráðamönnum Þýskalands, Ítalíu, Bretlands og Póllands verið boðið á fundinn ásamt Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ráðamennirnir eru nú saman komnir á öryggisráðstefnu í München þar sem friður milli Úkraínu og Rússlands hefur mikið verið ræddur. Keith Kellogg, erindreki Donalds Trump, er einnig þar staddur en í ræðu sinni fyrr í dag sagði hann það ólíklegt að evrópsk lönd fengju sæti við borðið í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands. Þá hafa Trump og Vladimir Pútín talað saman í síma þar sem þeir sammæltust um að hefja fljótt friðarviðræður. Á blaðamannafundi eftir símtalið sagði Trump að Úkraína stæði ekki jafnfætis Bandaríkjamönnum og Rússum í friðarviðræðunum. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa munu hátt settir embættismenn Hvíta hússins hitta samningamenn Rússa og Úkraínumanna í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á öryggisráðstefnunni í München í dag að Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Selenskí hefur áður sagt að hann óttaðist að Úkraínumenn yrðu skyldir út undan í friðarviðræðum og virðast evrópsku ráðamennirnir deila þeim ótta. Sjá nánar: „Kallar eftir evrópskum her“ Þá hafa Bandaríkjamenn beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða í öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, svo sem vopn og fjölda hermanna. Ónefndur diplómati sagði í umfjöllun The Guardian að það liti út fyrir að Evrópa ætti að sjá um að viðhalda frið milli ríkjanna en fái ekkert að hafa með samkomulagið að gera. Á meðan fengi Donald Trump helming af öllum fágætum steintegundum frá Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Samkvæmt heimildum The Guardian hefur ráðamönnum Þýskalands, Ítalíu, Bretlands og Póllands verið boðið á fundinn ásamt Mark Rutte, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Ráðamennirnir eru nú saman komnir á öryggisráðstefnu í München þar sem friður milli Úkraínu og Rússlands hefur mikið verið ræddur. Keith Kellogg, erindreki Donalds Trump, er einnig þar staddur en í ræðu sinni fyrr í dag sagði hann það ólíklegt að evrópsk lönd fengju sæti við borðið í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands. Þá hafa Trump og Vladimir Pútín talað saman í síma þar sem þeir sammæltust um að hefja fljótt friðarviðræður. Á blaðamannafundi eftir símtalið sagði Trump að Úkraína stæði ekki jafnfætis Bandaríkjamönnum og Rússum í friðarviðræðunum. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa munu hátt settir embættismenn Hvíta hússins hitta samningamenn Rússa og Úkraínumanna í Sádí-Arabíu á næstu dögum. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á öryggisráðstefnunni í München í dag að Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Selenskí hefur áður sagt að hann óttaðist að Úkraínumenn yrðu skyldir út undan í friðarviðræðum og virðast evrópsku ráðamennirnir deila þeim ótta. Sjá nánar: „Kallar eftir evrópskum her“ Þá hafa Bandaríkjamenn beðið ráðamenn í Evrópu um ítarlegt yfirlit yfir það hvað ríkin hafi fram að bjóða í öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, svo sem vopn og fjölda hermanna. Ónefndur diplómati sagði í umfjöllun The Guardian að það liti út fyrir að Evrópa ætti að sjá um að viðhalda frið milli ríkjanna en fái ekkert að hafa með samkomulagið að gera. Á meðan fengi Donald Trump helming af öllum fágætum steintegundum frá Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Bandaríkin Bretland Úkraína Rússland Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira