Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 12:13 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir gamaldagskreddutal hafa orðið til þess að slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins í borgarstjórn. Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum. „Það voru vonbrigði þegar við vorum farin að hefja þessar viðræður, og þær gengu vel. Það bar hvergi skugga á það samtal og málefnalegur samhljomur alger, þá kemur þetta manni i opna skjöldu,“ segir Hildur í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það ekki málefnalegt ósamræmi sem beri ábyrgð á því. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta varðar ekki borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins að neinu. Þetta varðar eitthvað annað, og einhver önnur sjónarmið,“ segir hún. Gamaldags kreddutal „Mér finnst þetta svolítið kreddutal og svolítið gamaldags. Að tala eins og það sé algerlega ótækt að starfa með stjórnmálaflokki sem hefur nánast engu stjórnað í höfuðborginni í þrjátíu ár. Mér finnst það svolítið sérkennilegt,“ segir Hildur. Hildur segist ekki hugsa Morgunblaðsmönnum þegjandi þörfina vegna mögulegra áhrifa umfjöllunar þeirra á samstarfsvilja Flokks fólksins heldur þurfi flokkurinn að venjast því að vera tekinn fyrir. „Við sjálfstæðismenn þekkjum auðvitað vel að vera skotspónn í fjölmiðlaumræðu. Það er kannski eitthvað sem Flokkur fólksins þarf nú að venjast,“ segir hún. Hæglama meirihlutaviðræður Hildur sakar oddvita vinstri flokkanna um seinagang í meirihlutaviðræðum. „Ég verð að segja að það vekur furðu hjá mér hvað þetta samtal þeirra tekur langan tíma. Mér finnst vera knýjandi þörf á því að ganga svolítið hratt og rösklega til verks því nú er stuttur tími eftir af kjörtímabilinu og málin eru alveg skýr.“ Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi í borginni. Einar gerði tilraun til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Flokki fólksins en boð að ofan frá stjórn Flokks fólksins urðu til þess að ekkert varð úr þeim viðræðum. „Það voru vonbrigði þegar við vorum farin að hefja þessar viðræður, og þær gengu vel. Það bar hvergi skugga á það samtal og málefnalegur samhljomur alger, þá kemur þetta manni i opna skjöldu,“ segir Hildur í viðtali á Sprengisandi í dag. Hún segir það ekki málefnalegt ósamræmi sem beri ábyrgð á því. „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta varðar ekki borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins að neinu. Þetta varðar eitthvað annað, og einhver önnur sjónarmið,“ segir hún. Gamaldags kreddutal „Mér finnst þetta svolítið kreddutal og svolítið gamaldags. Að tala eins og það sé algerlega ótækt að starfa með stjórnmálaflokki sem hefur nánast engu stjórnað í höfuðborginni í þrjátíu ár. Mér finnst það svolítið sérkennilegt,“ segir Hildur. Hildur segist ekki hugsa Morgunblaðsmönnum þegjandi þörfina vegna mögulegra áhrifa umfjöllunar þeirra á samstarfsvilja Flokks fólksins heldur þurfi flokkurinn að venjast því að vera tekinn fyrir. „Við sjálfstæðismenn þekkjum auðvitað vel að vera skotspónn í fjölmiðlaumræðu. Það er kannski eitthvað sem Flokkur fólksins þarf nú að venjast,“ segir hún. Hæglama meirihlutaviðræður Hildur sakar oddvita vinstri flokkanna um seinagang í meirihlutaviðræðum. „Ég verð að segja að það vekur furðu hjá mér hvað þetta samtal þeirra tekur langan tíma. Mér finnst vera knýjandi þörf á því að ganga svolítið hratt og rösklega til verks því nú er stuttur tími eftir af kjörtímabilinu og málin eru alveg skýr.“
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira