Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar 17. febrúar 2025 15:03 Ég sit við tölvuna mína og skrifa. Ég er reið, ég er sár, mér er óglatt. Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Það er árið 2025 og kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Ég skrifa um reiði kvenna, ég skrifa um ofbeldi í garð kvenna, en tölvan reynir samt að leiðrétta „Þær“ í „Þeir“. Minn líkami, en ekki mitt val. Ég má ekki hafa hátt, þá er ég á túr, en ef hann hefur hátt þá er hann fyrirmynd. Umræðan um manninn eða björninn situr fast í mér. Ég mun alltaf kjósa björninn, því hann lætur mig allavega vera þegar ég er orðin að ösku. En það skiptir ekki máli hvort ég kýs björninn eða manninn, því maðurinn fær að heyra mig öskra sama hvað og þá fær hann það sem hann vill. Ég fæ hvort sem er ekki að kjósa. En fyrir ofan Marilyn Monroe liggur maður, með andlitið niður svo hann geti horft á hana að eilífu. Hún fær aldrei frið. Enga ró. Því karlmaður keypti bilið fyrir ofan hana, því hún er ekkert nema fallegur hlutur til að horfa á. Þegar minn tími kemur, viltu brenna mig? Dreifa öskunni minni í vindinn, engan legstein og enga gröf. Því ég vil vera frjáls. Ég vil draga minn síðasta andardrátt og vera loksins frjáls og mín eigin. Þú segir ekki allir karlmenn, en það eru allar konur. Allar konur sem þú þekkir, og munt einhvern tímann kynnast, hafa verið beittar ofbeldi, rétt sloppið við ofbeldi, eða haldið í hendina á konu sem hefur verið beitt ofbeldi. Konur eru ekki skrifaðar í blindraletri, þú þarft ekki að koma við þær. Þú segir ekki allir karlmenn beita ofbeldi, en ekki allir snákar eru eitraðir og ekki allar byssur drepa. En myndi þér samt ekki finnast óþægilegt ef einhver miðaði byssu á þig? Myndiru ekki vera með lyklana á milli hnúana á meðan þú labbar heim á kvöldin, bara til öryggis? Hann segir að hann myndi aldrei skaða neinn, og að hann fordæmi ofbeldi, en sami maður hlær að vini sínum sem reynir við 16 ára stelpur. Sami maður hvetur vin sinn til að kaupa fleiri skot handa stelpunni á djamminu, því kannski breytist svarið hennar með hækkandi áfengismagni í blóði. Sami maður ver vin sinn og segir „hann var líka fullur“ og „hún var að reyna við hann líka“ og „afhverju klæddi hún sig þá svona?“. Sami maður segir „saklaus uns sekt er sönnuð“ og stendur frekar með fræga karlmanninum en konunum, sama hversu margar þær eru. Allt sem karlmenn þurfa að gera er ekki neitt, og ef allir karlmenn gera ekki neitt þá sigra þeir. Líkurnar á að vera bitin af hákarli er einn á móti 3,7 milljónum. Líkurnar á að mér verði nauðgað er einn á móti sex, en ég má vera hrædd við hákarla en ekki við karlmenn? Þú ert hræddur um að vera ranglega ásakaður, en ég er hrædd um að vera myrt á fyrsta stefnumótinu, eða á tónleikum, eða bara þegar ég labba heim á kvöldin. Karlmaður er 230 sinnum líklegri til að vera nauðgað en að vera ranglega ásakaður um nauðgun. Þú segir ekki allir karlmenn, og það er alveg satt, en allar konur. Allar konur eru hræddar. Við vitum ekki hvaða karlmenn, því þessir menn eru vinir okkar, þeir eru bræður og feður og frændur og kennarar og prestar og og og og og. Mér var aldrei kennt að deila staðsetningunni í símanum mínum með vinkonum mínum þegar ég fer út. Mér var aldrei kennt að þykjast vera í símanum þegar ég mæti mönnum. Þetta er innbyggt í okkur. Mér var hins vegar kennt að öskra ELDUR en ekki HJÁLP ef ég er áreitt því fleiri bregðast við eldsvoða en ofbeldi. Mér var kennt að segja þeim að ég eigi kærasta frekar en að ég hafi ekki áhuga, því þeir virða aðra karlmenn frekar en mitt svar. Í of mörgum löndum mega konur ekki kjósa. Þær mega ekki fara í skóla. Þær mega jafnvel ekki einu sinni tala. En ég má tala, og ég má öskra, og ég mun öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ég mun taka pláss, ég skal taka pláss. Ég er frek og stjórnsöm og reið. Því hversu margar Einstein hafa eytt ævinni í eldhúsinu en ekki í skóla? Hversu margar Mozart og Beethoven hafa eytt ævinni með saumavélinni en ekki hljóðfærum? Bara afþví að þær gerðu þau mistök að fæðast ekki karlmenn? Hversu margar í viðbót? Hvenær er nóg komið? Konur hafa staðið í stríði frá upphafi alda, hversu margar hafa verið myrtar í þessu stríði? Lengsta stríðið í mannkynssögunni, sem konur hafa mörgum sinnum unnið en aldrei nóg. Það er alltaf einhver þarna sem vill taka af okkur réttindin og taka af okkur lífið. Við eigum bara að vera í eldhúsinu og vera heima og þrífa og halda kjafti. Við getum ekki bara setið á okkur, við getum ekki horft upp á þetta stríð og ekki tekið þátt í því. Við megum ekki vera blinduð af okkar forréttindum, við þurfum að standa upp og sýna heiminum hvernig þetta á að vera. Konur eiga rétt á að vera til, þær eiga rétt á að taka pláss og hafa hátt. Þegar ein kona verður fyrir árás, þá verða allar konur fyrir árás. Við stöndum saman í þessu. Nú er nóg komið. Höfundur er kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit við tölvuna mína og skrifa. Ég er reið, ég er sár, mér er óglatt. Kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Það er árið 2025 og kvenréttindi eru ekki sjálfsagður hlutur. Ég skrifa um reiði kvenna, ég skrifa um ofbeldi í garð kvenna, en tölvan reynir samt að leiðrétta „Þær“ í „Þeir“. Minn líkami, en ekki mitt val. Ég má ekki hafa hátt, þá er ég á túr, en ef hann hefur hátt þá er hann fyrirmynd. Umræðan um manninn eða björninn situr fast í mér. Ég mun alltaf kjósa björninn, því hann lætur mig allavega vera þegar ég er orðin að ösku. En það skiptir ekki máli hvort ég kýs björninn eða manninn, því maðurinn fær að heyra mig öskra sama hvað og þá fær hann það sem hann vill. Ég fæ hvort sem er ekki að kjósa. En fyrir ofan Marilyn Monroe liggur maður, með andlitið niður svo hann geti horft á hana að eilífu. Hún fær aldrei frið. Enga ró. Því karlmaður keypti bilið fyrir ofan hana, því hún er ekkert nema fallegur hlutur til að horfa á. Þegar minn tími kemur, viltu brenna mig? Dreifa öskunni minni í vindinn, engan legstein og enga gröf. Því ég vil vera frjáls. Ég vil draga minn síðasta andardrátt og vera loksins frjáls og mín eigin. Þú segir ekki allir karlmenn, en það eru allar konur. Allar konur sem þú þekkir, og munt einhvern tímann kynnast, hafa verið beittar ofbeldi, rétt sloppið við ofbeldi, eða haldið í hendina á konu sem hefur verið beitt ofbeldi. Konur eru ekki skrifaðar í blindraletri, þú þarft ekki að koma við þær. Þú segir ekki allir karlmenn beita ofbeldi, en ekki allir snákar eru eitraðir og ekki allar byssur drepa. En myndi þér samt ekki finnast óþægilegt ef einhver miðaði byssu á þig? Myndiru ekki vera með lyklana á milli hnúana á meðan þú labbar heim á kvöldin, bara til öryggis? Hann segir að hann myndi aldrei skaða neinn, og að hann fordæmi ofbeldi, en sami maður hlær að vini sínum sem reynir við 16 ára stelpur. Sami maður hvetur vin sinn til að kaupa fleiri skot handa stelpunni á djamminu, því kannski breytist svarið hennar með hækkandi áfengismagni í blóði. Sami maður ver vin sinn og segir „hann var líka fullur“ og „hún var að reyna við hann líka“ og „afhverju klæddi hún sig þá svona?“. Sami maður segir „saklaus uns sekt er sönnuð“ og stendur frekar með fræga karlmanninum en konunum, sama hversu margar þær eru. Allt sem karlmenn þurfa að gera er ekki neitt, og ef allir karlmenn gera ekki neitt þá sigra þeir. Líkurnar á að vera bitin af hákarli er einn á móti 3,7 milljónum. Líkurnar á að mér verði nauðgað er einn á móti sex, en ég má vera hrædd við hákarla en ekki við karlmenn? Þú ert hræddur um að vera ranglega ásakaður, en ég er hrædd um að vera myrt á fyrsta stefnumótinu, eða á tónleikum, eða bara þegar ég labba heim á kvöldin. Karlmaður er 230 sinnum líklegri til að vera nauðgað en að vera ranglega ásakaður um nauðgun. Þú segir ekki allir karlmenn, og það er alveg satt, en allar konur. Allar konur eru hræddar. Við vitum ekki hvaða karlmenn, því þessir menn eru vinir okkar, þeir eru bræður og feður og frændur og kennarar og prestar og og og og og. Mér var aldrei kennt að deila staðsetningunni í símanum mínum með vinkonum mínum þegar ég fer út. Mér var aldrei kennt að þykjast vera í símanum þegar ég mæti mönnum. Þetta er innbyggt í okkur. Mér var hins vegar kennt að öskra ELDUR en ekki HJÁLP ef ég er áreitt því fleiri bregðast við eldsvoða en ofbeldi. Mér var kennt að segja þeim að ég eigi kærasta frekar en að ég hafi ekki áhuga, því þeir virða aðra karlmenn frekar en mitt svar. Í of mörgum löndum mega konur ekki kjósa. Þær mega ekki fara í skóla. Þær mega jafnvel ekki einu sinni tala. En ég má tala, og ég má öskra, og ég mun öskra af öllum lífs og sálarkröftum. Ég mun taka pláss, ég skal taka pláss. Ég er frek og stjórnsöm og reið. Því hversu margar Einstein hafa eytt ævinni í eldhúsinu en ekki í skóla? Hversu margar Mozart og Beethoven hafa eytt ævinni með saumavélinni en ekki hljóðfærum? Bara afþví að þær gerðu þau mistök að fæðast ekki karlmenn? Hversu margar í viðbót? Hvenær er nóg komið? Konur hafa staðið í stríði frá upphafi alda, hversu margar hafa verið myrtar í þessu stríði? Lengsta stríðið í mannkynssögunni, sem konur hafa mörgum sinnum unnið en aldrei nóg. Það er alltaf einhver þarna sem vill taka af okkur réttindin og taka af okkur lífið. Við eigum bara að vera í eldhúsinu og vera heima og þrífa og halda kjafti. Við getum ekki bara setið á okkur, við getum ekki horft upp á þetta stríð og ekki tekið þátt í því. Við megum ekki vera blinduð af okkar forréttindum, við þurfum að standa upp og sýna heiminum hvernig þetta á að vera. Konur eiga rétt á að vera til, þær eiga rétt á að taka pláss og hafa hátt. Þegar ein kona verður fyrir árás, þá verða allar konur fyrir árás. Við stöndum saman í þessu. Nú er nóg komið. Höfundur er kona.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun