„Ég væri mjög til í það. Að mínu mati yrði það þýðingarmeira. Það er meira stolt, meira til að keppa að,“ sagði hinn franski Wembanyama.
„Ég myndi elska það, ó já, ég myndi elska það,“ sagði hinn gríski Antetokounmpo mjög spenntur.

Stjörnuleikurinn fór fram í nótt. Nýtt fyrirkomulag var á, þar sem keppt var lítið fjögurra liða mót. Stjörnuleikmönnum var skipt í þrjú lið, fjórða liðið var síðan lið sem hafði betur í keppni milli nýliða og annars árs leikmanna.
Líkt og oft áður var lítið um varnarleik og leikmenn sýndu lítinn sigurvilja, lokatölur urðu miklar, 211-186.
Áhorf og áhugi á stjörnuleiknum hefur farið snarminnkandi síðustu ár og spurning er hvort NBA deildin fallist á hugmyndirnar sem Wembanyama og Antetokounmpo eru svo hrifnir af.
Það hefur allavega gengið vel í „4 Nations Face-Off” keppninni í íshokkí sem stendur nú yfir. Þrívegis brutust út slagsmál á fyrstu níu sekúndunum í leik Bandaríkjanna og Kanada, greinilega ekki bara verið að leika sér þar.