Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar 18. febrúar 2025 10:31 Á dagskrá fundar borgarstjórnar í dag eru mörg mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili. Málaskráin varpar meðal annars ljósi á tillögur sem fulltrúar flokksins hafa hingað til lagt fram svo að hægt sé að ná tökum á rekstri Reykjavíkurborgar. Bæði er um að ræða tillögur að hagræðingu í rekstri og sölu eigna. Öllum þessum málum verður án efa frestað þar eð fæðingarhríðir nýs meirihluta eru í gangi, flokka lengst til vinstri, frá Sósíalistaflokki Íslands til Flokks fólksins. Flokkur fólksins og fjármál borgarinnar Hingað til á kjörtímabilinu hefur verið mikil málefnaleg samstaða milli Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um fjármál borgarinnar. Sérstaklega hafa flokkarnir verið sammála um nauðsyn þess að leggja niður Stafrænt ráð og endurskipuleggja starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar. Fráfarandi borgarfulltrúi Flokks fólksins og núverandi fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins hafa verið óþreytandi að benda á há útgjöld við margvíslega tilraunastarfsemi við framkvæmd stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar. Árangurinn af tilraunastarfseminni hefur verið umdeildur og á fundum borgarstjórnar hafa reglulega átt sér stað hörð orðaskipti um þessi tæknimál borgarinnar á milli fulltrúa Flokks fólksins og pírata. En fljótt skipast veður í lofti og er fulltrúum Flokks fólksins í borgarstjórn óskað velgengni í væntanlegu meirihlutasamstarfi, meðal annars í því að taka til í tæknimálunum. Hver er skuldastaðan? Fyrir ófáa kjósendur getur umræða um fjármál sveitarfélaga verið álíka áhugaverð eins og að sjá málningu þorna. Þess vegna er auðvelt fyrir sleipa þátttakendur í stjórnmálum að dreifa villandi upplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. Nýlegt dæmi um það er færsla prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á samfélagsmiðlum. Viðkomandi prófessor er núverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ásamt því að hafa starfað sem ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013. Sem sagt, prófessorinn taldi í færslu sinni upplýsandi að spyrja gervigreindarforritið chatGTP um skuldastöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var oddviti Samfylkingarinnar í borginni fljót til að dreifa færslu prófessorsins. Þessi sérstaka færsla prófessorsins, sem hefur alla burði sjálfur til að rýna í fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sýnir að það getur verið flókið að ræða um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á málefnalegum forsendum. Hins vegar, ef skuldastaða Reykjavíkurborgar sé sérstaklega tekin til skoðunar, er óumdeilt að langtímaskuldir A-hluta borgarinnar (sá hluti sem er rekinn aðallega fyrir skattfé) eru alltof háar og eru til þess fallnar að valda rekstrinum búsifjum í formi hárra afborgana af lánum og greiðslu vaxta. Séu slíkar skuldir reiknaðar, sem hlutfall af eigin fé, þá voru þær 164,8% af eigin fé hinn 30. september 2024 en í árslok 2014 var sambærilegt hlutfall 43,1%. Þessi þróun, ein og sér, gefur til kynna hversu mikil óráðsía undanfarinn áratug hefur verið í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar. Veitir hrein vinstri-stjórn í Reykjavík vonir um betri stjórn fjármála? Engin ástæða er til að ætla að rekstur A-hluta borgarinnar taki jákvæðum breytingum undir stjórn væntanlegs meirihluta í borgarstjórn. Þvert á móti má reikna með að það halli enn frekar undir fæti enda hefur það jafnan verið reynslan af hreinum vinstri-stjórnum. Helsta framlag væntanlegs meirihluti verður sjálfsagt í því fólgið að bæta og fjölga kryddum í skuldasúpu Reykjavíkurborgar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Á dagskrá fundar borgarstjórnar í dag eru mörg mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili. Málaskráin varpar meðal annars ljósi á tillögur sem fulltrúar flokksins hafa hingað til lagt fram svo að hægt sé að ná tökum á rekstri Reykjavíkurborgar. Bæði er um að ræða tillögur að hagræðingu í rekstri og sölu eigna. Öllum þessum málum verður án efa frestað þar eð fæðingarhríðir nýs meirihluta eru í gangi, flokka lengst til vinstri, frá Sósíalistaflokki Íslands til Flokks fólksins. Flokkur fólksins og fjármál borgarinnar Hingað til á kjörtímabilinu hefur verið mikil málefnaleg samstaða milli Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um fjármál borgarinnar. Sérstaklega hafa flokkarnir verið sammála um nauðsyn þess að leggja niður Stafrænt ráð og endurskipuleggja starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar. Fráfarandi borgarfulltrúi Flokks fólksins og núverandi fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins hafa verið óþreytandi að benda á há útgjöld við margvíslega tilraunastarfsemi við framkvæmd stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar. Árangurinn af tilraunastarfseminni hefur verið umdeildur og á fundum borgarstjórnar hafa reglulega átt sér stað hörð orðaskipti um þessi tæknimál borgarinnar á milli fulltrúa Flokks fólksins og pírata. En fljótt skipast veður í lofti og er fulltrúum Flokks fólksins í borgarstjórn óskað velgengni í væntanlegu meirihlutasamstarfi, meðal annars í því að taka til í tæknimálunum. Hver er skuldastaðan? Fyrir ófáa kjósendur getur umræða um fjármál sveitarfélaga verið álíka áhugaverð eins og að sjá málningu þorna. Þess vegna er auðvelt fyrir sleipa þátttakendur í stjórnmálum að dreifa villandi upplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. Nýlegt dæmi um það er færsla prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á samfélagsmiðlum. Viðkomandi prófessor er núverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ásamt því að hafa starfað sem ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013. Sem sagt, prófessorinn taldi í færslu sinni upplýsandi að spyrja gervigreindarforritið chatGTP um skuldastöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var oddviti Samfylkingarinnar í borginni fljót til að dreifa færslu prófessorsins. Þessi sérstaka færsla prófessorsins, sem hefur alla burði sjálfur til að rýna í fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sýnir að það getur verið flókið að ræða um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á málefnalegum forsendum. Hins vegar, ef skuldastaða Reykjavíkurborgar sé sérstaklega tekin til skoðunar, er óumdeilt að langtímaskuldir A-hluta borgarinnar (sá hluti sem er rekinn aðallega fyrir skattfé) eru alltof háar og eru til þess fallnar að valda rekstrinum búsifjum í formi hárra afborgana af lánum og greiðslu vaxta. Séu slíkar skuldir reiknaðar, sem hlutfall af eigin fé, þá voru þær 164,8% af eigin fé hinn 30. september 2024 en í árslok 2014 var sambærilegt hlutfall 43,1%. Þessi þróun, ein og sér, gefur til kynna hversu mikil óráðsía undanfarinn áratug hefur verið í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar. Veitir hrein vinstri-stjórn í Reykjavík vonir um betri stjórn fjármála? Engin ástæða er til að ætla að rekstur A-hluta borgarinnar taki jákvæðum breytingum undir stjórn væntanlegs meirihluta í borgarstjórn. Þvert á móti má reikna með að það halli enn frekar undir fæti enda hefur það jafnan verið reynslan af hreinum vinstri-stjórnum. Helsta framlag væntanlegs meirihluti verður sjálfsagt í því fólgið að bæta og fjölga kryddum í skuldasúpu Reykjavíkurborgar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun