Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar 20. febrúar 2025 13:03 Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar. Stækkum kökuna til að standa undir aukinni velferð Það var því ánægjulegt að heyra nýbakaðan umhverfisráðherra lýsa því yfir með tilþrifum í beinni útsendingu á dögunum, að markmið nýrrar ríkisstjórnar væri að tryggja verðmætasköpun og stækka kökuna til þess að standa undir velferðinni í landinu. Þarna erum við að dansa! Leyfum atvinnulífinu að blómstra enda er það svo að þegar vel gengur í atvinnulífinu, skilar það sér umsvifalaust í ríkulegu tekjustreymi til hins opinbera. En sporin hræða, því miður. Aðgerðir séu í takt við yfirlýsingar Við höfum heyrt svona fallegar yfirlýsingar ótal sinnum áður. Oftast hafa þær reynst orðin tóm og við fengið yfir okkur úrval sértækra skatta síðustu ár eða hækkanir á þeim sem fyrir voru - í algjöru tillits- og ábyrgðarleysi gagnvart greininni. Má þar nefna tvöföldun á gistináttaskatti á síðasta ári, hækkun þess sama skatts í skjóli nætur og innleiðingu innviðagjalds á skemmtiferðaskipin núna um síðustu áramót. Innviðagjaldið hefur valdið miklum usla rétt eins og tvöföldun gistináttaskattsins. Síðan er yfirvofandi innleiðing kílómetragjalda á bílaleigubíla og hópferðabíla. Í því samhengi er það skýlaus krafa greinarinnar að sú innleiðing verði gerð í samvinnu við bílaleigurnar og ferðaþjónustuna alla og með eðlilegum aðlögunartíma fyrir fyrirtæki með þúsundir ökutækja á forræði sínu. Á meðan á þessu öllu hefur gengið, hefur farið af stað stjórnlaus innheimta á allskonar aðstöðugjöldum og bílastæðagjöldum við náttúruperlur um land allt bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila. Aukin óvissa í boði stjórnvalda Ný ríkisstjórn segist í stefnuyfirlýsingu sinni ætla að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Þar segir líka að vinsælustu ferðamannastaðir landsins séu í eigu þjóðarinnar og að ríkisstjórnin hyggist taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að vinsælustu áfangastöðum landsins. Á meðan þessi óljósa og að því er virðist ómarkvissa aðgerð er í smíðum, verði sett á komugjöld á ferðamenn. Við fögnum því að stuðla eigi að verðmætasköpun í greininni. Þar eru möguleikarnir óþrjótandi. Það verður aftur á móti ekki gert með nýjum sköttum og gjöldum enda skapa nýjar álögur ekki ný verðmæti. Þá er það svo að stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér verulega aukna óvissu sem kemur niður á rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem hvorki er vitað hvenær boðuð auðlindagjöld eigi að taka gildi né með hvaða hætti þau eiga að vera. Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin tryggi ferðaþjónustunni fyrirsjáanleika í þessum efnum sem allra fyrst, hvort sem um er að ræða auðlindagjöld, kílómetragjöld eða önnur gjöld. Mikilvægt að draga ekki úr samkeppnishæfni Við erum að sjálfsögðu tilbúin að setjast niður með stjórnvöldum og ræða þætti þessarar stefnuyfirlýsingar. Markmiðið þarf þó augljóslega að vera að allar þær breytingar sem kunna að verða á gjaldtöku af ferðamönnum, dragi ekki úr samkeppnishæfni landsins og þar með verðmætasköpun sem myndi þegar upp er staðið bitna á okkur öllum. Það er ljóst að íslensk ferðaþjónusta heldur uppi mikilvægum kerfum og innviðum í okkar samfélagi, og skilar gríðarlegum verðmætum í skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga á hverju ári, líkt og sjá má meðal annars á skattspori hennar sem var 184 milljarðar króna árið 2023. Við verðum að standa vörð um og tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, enda er hún meginforsenda sjálfbærrar framtíðar greinarinnar og þar með áframhaldandi tekjustreymis í opinbera sjóði. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við í ferðaþjónustunni erum þaulvön að ræða skatta- eða gjaldamál greinarinnar, enda hafa þau verið í eldlínunni síðustu misserin. Við viljum vera samkeppnishæf og öflug atvinnugrein sem skilar – með sanngjörnum hætti – hluta af þeim verðmætum sem við sköpum, aftur til samfélagsins sem við störfum í. Enda gerum við það nú þegar með myndarlegum hætti, bæði í krónum og aurum og ekki síður í formi aukinna lífsgæða víða um land, sem ekki verða öll mæld með aðferðum hagfræðinnar. Stækkum kökuna til að standa undir aukinni velferð Það var því ánægjulegt að heyra nýbakaðan umhverfisráðherra lýsa því yfir með tilþrifum í beinni útsendingu á dögunum, að markmið nýrrar ríkisstjórnar væri að tryggja verðmætasköpun og stækka kökuna til þess að standa undir velferðinni í landinu. Þarna erum við að dansa! Leyfum atvinnulífinu að blómstra enda er það svo að þegar vel gengur í atvinnulífinu, skilar það sér umsvifalaust í ríkulegu tekjustreymi til hins opinbera. En sporin hræða, því miður. Aðgerðir séu í takt við yfirlýsingar Við höfum heyrt svona fallegar yfirlýsingar ótal sinnum áður. Oftast hafa þær reynst orðin tóm og við fengið yfir okkur úrval sértækra skatta síðustu ár eða hækkanir á þeim sem fyrir voru - í algjöru tillits- og ábyrgðarleysi gagnvart greininni. Má þar nefna tvöföldun á gistináttaskatti á síðasta ári, hækkun þess sama skatts í skjóli nætur og innleiðingu innviðagjalds á skemmtiferðaskipin núna um síðustu áramót. Innviðagjaldið hefur valdið miklum usla rétt eins og tvöföldun gistináttaskattsins. Síðan er yfirvofandi innleiðing kílómetragjalda á bílaleigubíla og hópferðabíla. Í því samhengi er það skýlaus krafa greinarinnar að sú innleiðing verði gerð í samvinnu við bílaleigurnar og ferðaþjónustuna alla og með eðlilegum aðlögunartíma fyrir fyrirtæki með þúsundir ökutækja á forræði sínu. Á meðan á þessu öllu hefur gengið, hefur farið af stað stjórnlaus innheimta á allskonar aðstöðugjöldum og bílastæðagjöldum við náttúruperlur um land allt bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila. Aukin óvissa í boði stjórnvalda Ný ríkisstjórn segist í stefnuyfirlýsingu sinni ætla að stuðla að verðmætasköpun, öryggi og álagsstýringu í ferðaþjónustu. Þar segir líka að vinsælustu ferðamannastaðir landsins séu í eigu þjóðarinnar og að ríkisstjórnin hyggist taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að vinsælustu áfangastöðum landsins. Á meðan þessi óljósa og að því er virðist ómarkvissa aðgerð er í smíðum, verði sett á komugjöld á ferðamenn. Við fögnum því að stuðla eigi að verðmætasköpun í greininni. Þar eru möguleikarnir óþrjótandi. Það verður aftur á móti ekki gert með nýjum sköttum og gjöldum enda skapa nýjar álögur ekki ný verðmæti. Þá er það svo að stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér verulega aukna óvissu sem kemur niður á rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem hvorki er vitað hvenær boðuð auðlindagjöld eigi að taka gildi né með hvaða hætti þau eiga að vera. Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin tryggi ferðaþjónustunni fyrirsjáanleika í þessum efnum sem allra fyrst, hvort sem um er að ræða auðlindagjöld, kílómetragjöld eða önnur gjöld. Mikilvægt að draga ekki úr samkeppnishæfni Við erum að sjálfsögðu tilbúin að setjast niður með stjórnvöldum og ræða þætti þessarar stefnuyfirlýsingar. Markmiðið þarf þó augljóslega að vera að allar þær breytingar sem kunna að verða á gjaldtöku af ferðamönnum, dragi ekki úr samkeppnishæfni landsins og þar með verðmætasköpun sem myndi þegar upp er staðið bitna á okkur öllum. Það er ljóst að íslensk ferðaþjónusta heldur uppi mikilvægum kerfum og innviðum í okkar samfélagi, og skilar gríðarlegum verðmætum í skatttekjur til ríkis og sveitarfélaga á hverju ári, líkt og sjá má meðal annars á skattspori hennar sem var 184 milljarðar króna árið 2023. Við verðum að standa vörð um og tryggja samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, enda er hún meginforsenda sjálfbærrar framtíðar greinarinnar og þar með áframhaldandi tekjustreymis í opinbera sjóði. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun