Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 11:29 Kjaraviðræður kennara hafa staðið í marga mánuði. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila, það er kennara og svo sveitarfélaga og ríkisins. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær en sáttasemjari sagði ríki og sveitarfélögin hafa til tíu um kvöldið til að svara tilboðinu. Yrði það samþykkt yrði um að ræða kjarasamning til fjögurra ára og öllu verkfallsaðgerðum yrði frestað. Sveitarfélögin óskuðu í gærkvöldi eftir fresti til að svara tilboðinu til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum dagsins. Kennarar höfnuðu því og eru verkföll nú skollin á. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf í beinni útsendingu. Þar upplýsti hann að svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefði borist klukkan 11:59 og rýndi í það á síma sínum í samtali við fréttamann. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því hún feli tillagan í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún rennur út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. Þá sagði Ástráður að ríkið hefði svarað tillögunni á þá leið að ekki væri ástæða að taka afstöðu til hennar fyrst sveitarfélögin hefðu hafnað henni. Ástráður segir niðurstöðuna vonbrigði. Þó sé ljóst að komin sé sátt um meginatriði. Algjört sammæli aðila um aðferðarfræði sem eigi að nota til að leysa úr málinu. Eftir sitji atriði sem enn sé deilt um; hver innspýtingin eigi að vera í virðismatsaðgerðinni og hins vegar hvort að sé fræðilega mögulegt að henni ljúki áður en samningstíminn rennur út. Nú verði haldið áfram. Þessi vegferð hafi leitt aðila áfram og nálgast niðurstöðu mikið. Vinna verði áfram á þei grundvelli og nota tímann vel. Verkföll séu hafin og það sé ástand sem geti tekið á sig ýmsar myndir, haft neikvæð áhrif á samtöl aðila. Nota næstu daga vel og leiða málið til lykta. Vísir fylgist með gangi mála í deilunni í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki strax þarf mögulega að endurhlaða síðunni.
Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila, það er kennara og svo sveitarfélaga og ríkisins. Leik- og grunnskólar heyra undir sveitarfélögin en framhaldsskólar undir ríkið. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær en sáttasemjari sagði ríki og sveitarfélögin hafa til tíu um kvöldið til að svara tilboðinu. Yrði það samþykkt yrði um að ræða kjarasamning til fjögurra ára og öllu verkfallsaðgerðum yrði frestað. Sveitarfélögin óskuðu í gærkvöldi eftir fresti til að svara tilboðinu til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum dagsins. Kennarar höfnuðu því og eru verkföll nú skollin á. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari var til viðtals í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf í beinni útsendingu. Þar upplýsti hann að svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefði borist klukkan 11:59 og rýndi í það á síma sínum í samtali við fréttamann. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því hún feli tillagan í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti í viðræðum í janúar. Hins vegar að þar sé ákvæði um að hægt sé að ljúka virðismatsaðgerðinni en samt möguleiki á að losa samninginn áður en hún rennur út, það sem kallað hefur verið uppsagnarákvæði sem kennarar vilja hafa í samningnum. Líta kennarar á ákvæðið sem tryggingu fyrir því að hið opinbera efni loforð sín. Þá sagði Ástráður að ríkið hefði svarað tillögunni á þá leið að ekki væri ástæða að taka afstöðu til hennar fyrst sveitarfélögin hefðu hafnað henni. Ástráður segir niðurstöðuna vonbrigði. Þó sé ljóst að komin sé sátt um meginatriði. Algjört sammæli aðila um aðferðarfræði sem eigi að nota til að leysa úr málinu. Eftir sitji atriði sem enn sé deilt um; hver innspýtingin eigi að vera í virðismatsaðgerðinni og hins vegar hvort að sé fræðilega mögulegt að henni ljúki áður en samningstíminn rennur út. Nú verði haldið áfram. Þessi vegferð hafi leitt aðila áfram og nálgast niðurstöðu mikið. Vinna verði áfram á þei grundvelli og nota tímann vel. Verkföll séu hafin og það sé ástand sem geti tekið á sig ýmsar myndir, haft neikvæð áhrif á samtöl aðila. Nota næstu daga vel og leiða málið til lykta. Vísir fylgist með gangi mála í deilunni í vaktinni að neðan. Ef hún birtist ekki strax þarf mögulega að endurhlaða síðunni.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira