Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 13:31 Reyn segir tilskipanir Trumps hafa vakið ugg hjá mörgu hinsegin fólki. Vísir/Getty Forseti Trans Íslands segir marga veigra sér við því að ferðast til Bandaríkjanna, sérstaklega kynsegin fólk og þeir sem eru sýnilega hinsegin. Íslendingar þurfi að vera vakandi fyrir bakslagi og berjast gegn áhrifum frá Bandaríkjunum. Hinsegin kórinn hefur ákveðið að taka ekki þátt í World Pride í Washington D.C. Í Bandaríkjunum í sumar þrátt fyrir að hafa þegið boð. Kórinn er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og efast að kynsegin einstaklingum verð yfir höfuð hleypt inn í landið. Donald Trump forseti Bandaríkjanna undirritaði forsetatilskipun um kynjatvíhyggju stjórnvalda á fyrstu dögum í embætti og hefur þegar verið hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá verða aðeins gefin út vegabréf merkt karl eða kona, sem ræðst eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. „Það er mikill uggur í fólki yfir stöðunni vestanhafs og við höfum horft upp á bandrískt trans fólk lenda í vandræðum með að fá vegabréf, eða fá nýútgefin vegabréf með eldri kynskráningu eftir að hafa breytt henni. Það gerir það að verkum að þau eru kannski ekki með vegabréf sem passar við útlit þeirra,“ segir Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands. Áhyggjur af því að bandarísk orðræða smitist Íslenskt hinsegin fólk hafi áhyggjur af því að vera illa tekið á landamærunum. „Sérstaklega fólk sem er með vegabréf með hlutlausri kynskráningu héðan. Það er hreinlega óvissa með það hvort því verði hleypt inn í landið.“ Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. Reyn segir það hafa verið sérstaklega áberandi síðustu þrjú ár. Straumhvörf í Bandaríkjunum hafi áhrif á öll. „Við erum mjög tengd, tengdari en við höfum nokkru sinni verið sem heimur. Ísland hefur verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bandaríkjunum þannig að það eru áhyggjur af því að þessi orðræða sé að smitast til Íslands.“ Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Hinsegin kórinn hefur ákveðið að taka ekki þátt í World Pride í Washington D.C. Í Bandaríkjunum í sumar þrátt fyrir að hafa þegið boð. Kórinn er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og efast að kynsegin einstaklingum verð yfir höfuð hleypt inn í landið. Donald Trump forseti Bandaríkjanna undirritaði forsetatilskipun um kynjatvíhyggju stjórnvalda á fyrstu dögum í embætti og hefur þegar verið hætt að taka við umsóknum um vegabréf merkt X. Héðan í frá verða aðeins gefin út vegabréf merkt karl eða kona, sem ræðst eftir líffræðilegu kyni umsækjanda. „Það er mikill uggur í fólki yfir stöðunni vestanhafs og við höfum horft upp á bandrískt trans fólk lenda í vandræðum með að fá vegabréf, eða fá nýútgefin vegabréf með eldri kynskráningu eftir að hafa breytt henni. Það gerir það að verkum að þau eru kannski ekki með vegabréf sem passar við útlit þeirra,“ segir Reyn Alpha Magnúsdóttir, forseti Trans Íslands. Áhyggjur af því að bandarísk orðræða smitist Íslenskt hinsegin fólk hafi áhyggjur af því að vera illa tekið á landamærunum. „Sérstaklega fólk sem er með vegabréf með hlutlausri kynskráningu héðan. Það er hreinlega óvissa með það hvort því verði hleypt inn í landið.“ Umræða hefur verið um það síðustu ár að bakslag hafi orðið í baráttu hinsegin fólks. Reyn segir það hafa verið sérstaklega áberandi síðustu þrjú ár. Straumhvörf í Bandaríkjunum hafi áhrif á öll. „Við erum mjög tengd, tengdari en við höfum nokkru sinni verið sem heimur. Ísland hefur verið undir mjög miklum menningarlegum áhrifum frá Bandaríkjunum þannig að það eru áhyggjur af því að þessi orðræða sé að smitast til Íslands.“
Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34 Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Hinsegin kórnum hafði þegið boð um að koma fram á World Pride í Washington D.C. í Bandaríkjunum í sumar en er hættur við. Hinsegin fólk er uggandi vegna öryggis trans fólks vestanhafs og hvort kynsegin einstaklingum verði yfir höfuð hleypt inn í landið. 21. febrúar 2025 08:34
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17