Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 16:33 Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því. Undanfarin ár hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fjarlægst okkur sem tilheyrum millistétt landsins. Mér hefur, og reyndar mörgum öðrum, fundist hugtakið stétt með stétt hafa þynnst út og við fjarlægst hvert annað. Ég segi það sannast sagna að ég sakna flokksins sem ég tilheyrði svo sannarlega. Ég er 57 ára gamall blikksmiður, búsettur á Akranesi en alinn upp í Kópavogi, á Skógarströnd og Snæfellsnesi. Foreldrar mínir, Jón Hilberg Sigurðsson frá Stykkishólmi og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum Skógarströnd, voru ekki pólitískt fólk. Það var móðurafi minn hins vegar, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einn fárra í sveitinni sem lét ekki segja sér hvar hann ætti að versla sínar nauðsynjavörur - þó svo að kaupfélagið hafi lagt hart að honum. Ég lærði blikksmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem blikksmiður árið 1990. Í dag rek ég Blikksmiðju Guðmundar, sem stofnuð var af Guðmundi J. Hallgrímssyni árið 1975 og verður því 50 ára, 1 apríl n.k. Fljótlega eftir að ég keypti blikksmiðjuna settist ég í stjórn Félags blikksmiðjueigenda og tók svo við sem formaður þess félags árið 2010 og sinnti því embætti þar til á síðasta ári. Að halda utan um svona félag krefst oft útsjónarsemi og kænsku. Þetta er lítið félag sem tilheyrði stórum félagsskap sem hluti af Samtökum iðnaðarins (SI). Mjög oft heyrði ég þær raddir að við, sem lítið félag, ættum ekkert erindi í slík samtök og var ég svo sem oft sammála því. Árið 2014 tók hins vegar við formaður í SI, sem var tiltölulega ný sest í stjórn samtakanna, og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka enda með ótvíræða stjórnunar- og leiðtogahæfileika. Formaður sem kom einmitt úr frekar litlu fyrirtæki og hafði svipaða sýn á lífið og tilveruna og við hin sem í félaginu vorum. Þessi nýi formaður hét einmitt Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún lét verkin tala og heillaði nánast alla með jákvæðni, orku og vilja - vilja til þess að sameina og sýna skilning. Á þeim tíma sem Guðrún var formaður heyrði ég nánast aldrei nokkuð tal um sundrung eða óánægju. Guðrún hefur ótrúlega hæfileika til að leiða og sameina mjög mismunandi aðila, bæði stóra og smáa. Guðrún hefur líka sýnt okkur, í starfi sínu sem dómsmálaráðherra, að hún getur tekist á við erfið verkefni fyrir land og þjóð og nýtir til þess þá miklu reynslu sem hún hefur í farteskinu. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum og þar með að taka að sér það hlutverk að leiða og sameina flokkinn. Ég treysti Guðrúnu í þetta verkefni enda er hún einmitt manneskjan sem getur og hefur tengt saman fjölbreyttan hóp - stétt með stétt. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir en ekki staðið við. Ég vona innilega að þú, kæri landsfundarmaður, styðjir Guðrúnu Hafsteinsdóttur til góðra verka, til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kjósir hana til formanns Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins er í ykkar höndum! Höfundur er blikksmiður og fyrrverandi formaður Félags blikksmiðjueigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég viljað vera sjálfstæðismaður og tilheyra flokki sem leggur áherslu á stétt með stétt. Flokki þar sem áherslan er á að allir þeir sem vilja vinna að bættum lífskjörum, sem vilja starfa sjálfstætt, skapa verðmæti og byggja upp á eigin verðleikum, hafi kost á því. Undanfarin ár hefur mér fundist Sjálfstæðisflokkurinn hafa fjarlægst okkur sem tilheyrum millistétt landsins. Mér hefur, og reyndar mörgum öðrum, fundist hugtakið stétt með stétt hafa þynnst út og við fjarlægst hvert annað. Ég segi það sannast sagna að ég sakna flokksins sem ég tilheyrði svo sannarlega. Ég er 57 ára gamall blikksmiður, búsettur á Akranesi en alinn upp í Kópavogi, á Skógarströnd og Snæfellsnesi. Foreldrar mínir, Jón Hilberg Sigurðsson frá Stykkishólmi og Kristjana Emilía Guðmundsdóttir frá Dröngum Skógarströnd, voru ekki pólitískt fólk. Það var móðurafi minn hins vegar, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum. Hann var mikill sjálfstæðismaður og einn fárra í sveitinni sem lét ekki segja sér hvar hann ætti að versla sínar nauðsynjavörur - þó svo að kaupfélagið hafi lagt hart að honum. Ég lærði blikksmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem blikksmiður árið 1990. Í dag rek ég Blikksmiðju Guðmundar, sem stofnuð var af Guðmundi J. Hallgrímssyni árið 1975 og verður því 50 ára, 1 apríl n.k. Fljótlega eftir að ég keypti blikksmiðjuna settist ég í stjórn Félags blikksmiðjueigenda og tók svo við sem formaður þess félags árið 2010 og sinnti því embætti þar til á síðasta ári. Að halda utan um svona félag krefst oft útsjónarsemi og kænsku. Þetta er lítið félag sem tilheyrði stórum félagsskap sem hluti af Samtökum iðnaðarins (SI). Mjög oft heyrði ég þær raddir að við, sem lítið félag, ættum ekkert erindi í slík samtök og var ég svo sem oft sammála því. Árið 2014 tók hins vegar við formaður í SI, sem var tiltölulega ný sest í stjórn samtakanna, og átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka enda með ótvíræða stjórnunar- og leiðtogahæfileika. Formaður sem kom einmitt úr frekar litlu fyrirtæki og hafði svipaða sýn á lífið og tilveruna og við hin sem í félaginu vorum. Þessi nýi formaður hét einmitt Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún lét verkin tala og heillaði nánast alla með jákvæðni, orku og vilja - vilja til þess að sameina og sýna skilning. Á þeim tíma sem Guðrún var formaður heyrði ég nánast aldrei nokkuð tal um sundrung eða óánægju. Guðrún hefur ótrúlega hæfileika til að leiða og sameina mjög mismunandi aðila, bæði stóra og smáa. Guðrún hefur líka sýnt okkur, í starfi sínu sem dómsmálaráðherra, að hún getur tekist á við erfið verkefni fyrir land og þjóð og nýtir til þess þá miklu reynslu sem hún hefur í farteskinu. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum og þar með að taka að sér það hlutverk að leiða og sameina flokkinn. Ég treysti Guðrúnu í þetta verkefni enda er hún einmitt manneskjan sem getur og hefur tengt saman fjölbreyttan hóp - stétt með stétt. Eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir en ekki staðið við. Ég vona innilega að þú, kæri landsfundarmaður, styðjir Guðrúnu Hafsteinsdóttur til góðra verka, til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kjósir hana til formanns Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins er í ykkar höndum! Höfundur er blikksmiður og fyrrverandi formaður Félags blikksmiðjueigenda
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun