Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 08:38 Fólk má ekki skíra börnin sín Kjartann, en Kjartan er í lagi. Getty Mannanafnanefnd samþykkti síðastliðinn fimmtudag fimm ný eiginnöfn og féllst á nýjar föðurkenningar. Hins vegar hafnaði nefndin einu nafni, Kjartann. Eiginnöfnin sem voru samþykkt eru kvenmannsnöfnin Ingirún, Yrkja, Hannah og Ástý og karlmannsnafnið Stormar. Þá var fallist á föðurkenningarnar Evgeníusdóttir og Evgeníusson, sem og móðurkenninguna Agnesardóttir. Líkt og áður segir hafnaði mannanafnanefnd beiðni um karlmannsnafnið Kjartann. Í úrskurði nefndarinnar er bent á að Kjartann sé ritháttarafbrigði rótgróna nafnsins Kjartan „eða eftir atvikum afbökun á því“. Því segir að rétt væri að samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því. Í úrskurðinum er vísað til vinnureglna þar sem að segir: Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða: Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum; Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri; Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri; Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr); Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands ber enginn nafnið Kjartann. Þó kemur nafnið fyrir í tveimur manntölum, annars vegar 1910 og hins vegar 1920. Þó segir að skilyrði reglnanna „um að hefð nafns, sem kemur fyrir í manntölum, hafi ekki rofnað, er ekki uppfyllt hér“. Þá virðist enginn hafa borið nafnið Kjartann í þjóðskrá, en þeir menn sem nefndir eru Kjartann í manntölum voru skráðir sem Kjartan í þjóðskrá. „Ekki getur talist hefð fyrir rithættinum og beiðninni hafnað,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Mannanöfn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Eiginnöfnin sem voru samþykkt eru kvenmannsnöfnin Ingirún, Yrkja, Hannah og Ástý og karlmannsnafnið Stormar. Þá var fallist á föðurkenningarnar Evgeníusdóttir og Evgeníusson, sem og móðurkenninguna Agnesardóttir. Líkt og áður segir hafnaði mannanafnanefnd beiðni um karlmannsnafnið Kjartann. Í úrskurði nefndarinnar er bent á að Kjartann sé ritháttarafbrigði rótgróna nafnsins Kjartan „eða eftir atvikum afbökun á því“. Því segir að rétt væri að samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því. Í úrskurðinum er vísað til vinnureglna þar sem að segir: Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða: Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum; Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri; Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri; Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr); Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands ber enginn nafnið Kjartann. Þó kemur nafnið fyrir í tveimur manntölum, annars vegar 1910 og hins vegar 1920. Þó segir að skilyrði reglnanna „um að hefð nafns, sem kemur fyrir í manntölum, hafi ekki rofnað, er ekki uppfyllt hér“. Þá virðist enginn hafa borið nafnið Kjartann í þjóðskrá, en þeir menn sem nefndir eru Kjartann í manntölum voru skráðir sem Kjartan í þjóðskrá. „Ekki getur talist hefð fyrir rithættinum og beiðninni hafnað,“ segir í úrskurði nefndarinnar.
Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða: Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum; Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri; Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri; Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr); Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár.
Mannanöfn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira