Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar 24. febrúar 2025 16:32 Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Alvarleg atlaga var gerð að því fyrir nokkrum árum að koma málefninu upp úr hjólförunum. Sú vinna byrjaði á því að skipuleggja eitt þúsund manna borgarafund um málið. Þar voru kosningabærir landsmenn valdir af handahófi. Þeir settu fram á fundinum þau meginatriði sem þeim fannst að ný stjórnarskrá ætti að byggjast á. Þau enduðu í stjórnlagaráði sem í voru þeir sem þjóðin hafði kosið til verksins. Það vann úr þeim og setti fram tillögu að nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra. Tillögurnar byggðust bæði á lagfæringum á stjórnarskránni og nokkrum ákveðnum breytingatillögum. Þær kristölluðust að ýmsu leyti í nokkrum ákveðnum breytingum. Kosið var um þær í almennum kosningum sem sýndu að mikill stuðningur var við þær enda var grunnuppsetningin miðuð við að þar kæmi þjóðarviljinn fram. Áberandi var að því var slegið föstu að þjóðin ætti auðlindirnar, unnt yrði að kjósa einstaklinga til Alþingis en ekki einungis flokkslista og gildi atkvæða í alþingiskosningum ætti að vera sem allra jafnast á landinu öllu. Tillögurnar voru lagðar fyrir Alþingi þar sem málið hefur setið fast síðan. Sumir segja að Alþingi hafi hafnað þeim. Augljóst virðist að hagsmunasamtök ráða langmestu þar um. Einkum virðast hér vera um að ræða samtök útgerðarfyrirtækja og yfirstéttina í landinu. Einnig virðast sumir lögspekingar telja hana sitt einkamál. Reyndar hefur síðar verið reynt að þynna út meginatriðin þannig að henti betur þessum aðilum. Lýðræðið hefur þá beðið mikinn hnekki ef hagsmunaaðilar eiga að ráða. Því miður er hætt við því að stjórnarskráin sé einmitt eins og hún er vegna þess að hagsmunahópunum finnst hún henta sér. Sérstaklega er hættulegt ef ákvæðið um auðlindirnar er þynnt út þannig að möguleiki sé á því að þær hverfi til frambúðar úr eigu þjóðarinnar til hagsmunahópa. Þá væri hún rænd sinni réttmætu eign. Það að Alþingi eigi að hafa lokaákvörðunina hvað varðar nýja stjórnarskrá virðist stafa af úreltum lögum frá þeim tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðslur voru miklu veigameira verkefni en nú er og upplýsingaþjóðfélagið miklu skemmra á veg komið. Um er að ræða sjálft frumegg þjóðarinnar sem stjórna á allri lagasetningu hennar. Þarna á að vera að finna þá vernd sem almenningur telur sig þurfa gagnvart valdhöfum almennt þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn. Almennar kosningar eiga því að skera úr um hana. Þar á Alþingi ekki að koma nærri. Ef svo væri, væri það bæði að hlutast til um grunninn að lagasetningunni og lagasetninguna sjálfa. Einnig fjallar stjórnarskráin að töluverðu leyti um Alþingi og ríkisstjórn. Er eðlilegt að þessar stofnanir séu að fjalla um málefni þeirra sjálfra og vernd almennings gegn þeim sjálfum. Sama er að segja um svokallaða lögspekinga. Einhverjir þeirra virðast telja að þeir eigi einkum að vera með puttana í málinu. Hér gildir það sama og um alþingismenn. Lögspekingarnir skýra lögin sem Alþingi setur eða dæma eftir þeim. Hvers vegna eiga þeir einnig að mynda grunninn fyrir Alþingi? Hvers vegna eiga þeir að stýra því hvernig stjórnarskráin eigi að vera? Þeir ásamt alþingismönnum eru einungis míkróskópískur hluti þjóðarinnar og geta trauðla myndað þann reynslu- og þekkingargrunn sem til þarf. Þá væri auk þess hætta á að stjórnarskráin eins og lagasetningin fjarlægðist enn meira veruleika þjóðarinnar en orðið er. Þegar er nóg að gert. Hér tel ég að öll þjóðin verði að koma að borðinu í einhverri mynd. Gerð nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera heilagur réttur hennar. Hún á að stýra löggjöfinni í þá átt að vera fyrir hana sjálfa en ekki fyrir þrönga hagsmunahópa. Málið virðist ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Eru þeir flokkar sem reyndu að koma breytingum í gegn búnir að gefast upp fyrir hagsmunaöflunum? Ég er hræddur um að svo sé. Nauðsyn ber til að koma þessu máli aftur á dagskrá. Í því sambandi þarf að gera breytingar á löggjöfinni í þá átt að þjóðin kjósi um hana en ekki Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Alvarleg atlaga var gerð að því fyrir nokkrum árum að koma málefninu upp úr hjólförunum. Sú vinna byrjaði á því að skipuleggja eitt þúsund manna borgarafund um málið. Þar voru kosningabærir landsmenn valdir af handahófi. Þeir settu fram á fundinum þau meginatriði sem þeim fannst að ný stjórnarskrá ætti að byggjast á. Þau enduðu í stjórnlagaráði sem í voru þeir sem þjóðin hafði kosið til verksins. Það vann úr þeim og setti fram tillögu að nýrri stjórnarskrá á grundvelli þeirra. Tillögurnar byggðust bæði á lagfæringum á stjórnarskránni og nokkrum ákveðnum breytingatillögum. Þær kristölluðust að ýmsu leyti í nokkrum ákveðnum breytingum. Kosið var um þær í almennum kosningum sem sýndu að mikill stuðningur var við þær enda var grunnuppsetningin miðuð við að þar kæmi þjóðarviljinn fram. Áberandi var að því var slegið föstu að þjóðin ætti auðlindirnar, unnt yrði að kjósa einstaklinga til Alþingis en ekki einungis flokkslista og gildi atkvæða í alþingiskosningum ætti að vera sem allra jafnast á landinu öllu. Tillögurnar voru lagðar fyrir Alþingi þar sem málið hefur setið fast síðan. Sumir segja að Alþingi hafi hafnað þeim. Augljóst virðist að hagsmunasamtök ráða langmestu þar um. Einkum virðast hér vera um að ræða samtök útgerðarfyrirtækja og yfirstéttina í landinu. Einnig virðast sumir lögspekingar telja hana sitt einkamál. Reyndar hefur síðar verið reynt að þynna út meginatriðin þannig að henti betur þessum aðilum. Lýðræðið hefur þá beðið mikinn hnekki ef hagsmunaaðilar eiga að ráða. Því miður er hætt við því að stjórnarskráin sé einmitt eins og hún er vegna þess að hagsmunahópunum finnst hún henta sér. Sérstaklega er hættulegt ef ákvæðið um auðlindirnar er þynnt út þannig að möguleiki sé á því að þær hverfi til frambúðar úr eigu þjóðarinnar til hagsmunahópa. Þá væri hún rænd sinni réttmætu eign. Það að Alþingi eigi að hafa lokaákvörðunina hvað varðar nýja stjórnarskrá virðist stafa af úreltum lögum frá þeim tíma þegar þjóðaratkvæðagreiðslur voru miklu veigameira verkefni en nú er og upplýsingaþjóðfélagið miklu skemmra á veg komið. Um er að ræða sjálft frumegg þjóðarinnar sem stjórna á allri lagasetningu hennar. Þarna á að vera að finna þá vernd sem almenningur telur sig þurfa gagnvart valdhöfum almennt þar á meðal Alþingi og ríkisstjórn. Almennar kosningar eiga því að skera úr um hana. Þar á Alþingi ekki að koma nærri. Ef svo væri, væri það bæði að hlutast til um grunninn að lagasetningunni og lagasetninguna sjálfa. Einnig fjallar stjórnarskráin að töluverðu leyti um Alþingi og ríkisstjórn. Er eðlilegt að þessar stofnanir séu að fjalla um málefni þeirra sjálfra og vernd almennings gegn þeim sjálfum. Sama er að segja um svokallaða lögspekinga. Einhverjir þeirra virðast telja að þeir eigi einkum að vera með puttana í málinu. Hér gildir það sama og um alþingismenn. Lögspekingarnir skýra lögin sem Alþingi setur eða dæma eftir þeim. Hvers vegna eiga þeir einnig að mynda grunninn fyrir Alþingi? Hvers vegna eiga þeir að stýra því hvernig stjórnarskráin eigi að vera? Þeir ásamt alþingismönnum eru einungis míkróskópískur hluti þjóðarinnar og geta trauðla myndað þann reynslu- og þekkingargrunn sem til þarf. Þá væri auk þess hætta á að stjórnarskráin eins og lagasetningin fjarlægðist enn meira veruleika þjóðarinnar en orðið er. Þegar er nóg að gert. Hér tel ég að öll þjóðin verði að koma að borðinu í einhverri mynd. Gerð nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera heilagur réttur hennar. Hún á að stýra löggjöfinni í þá átt að vera fyrir hana sjálfa en ekki fyrir þrönga hagsmunahópa. Málið virðist ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Eru þeir flokkar sem reyndu að koma breytingum í gegn búnir að gefast upp fyrir hagsmunaöflunum? Ég er hræddur um að svo sé. Nauðsyn ber til að koma þessu máli aftur á dagskrá. Í því sambandi þarf að gera breytingar á löggjöfinni í þá átt að þjóðin kjósi um hana en ekki Alþingi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun