Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2025 20:00 Magnús Skúlason arkitekt og Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, vilja breytingar við hönnun byggðar. Vísir/Stefán Reykjavík er að verða að ljótri borg segir arkitekt. Hann kallar eftir aukinni fegurð við hönnun bygginga. Umhverfissálfræðingur segir fjárhagslegar forsendur vega of þungt við íbúðauppbyggingu. Þverfaglegur hópur tíu sérfræðinga í hönnun byggðar hefur stofnað undirskriftalista þar sem kallað er eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis. „Við erum á þeirri stund og stað að okkur ofbýður algjörlega hvað er að gerast í byggð Reykjavíkur. Hún er að verða svo ljót að okkur ofbýður algjörlega og við erum að kalla eftir fegurð,“ segir Magnús Skúlason arkitekt. „Fjárhagslegar og efnahagslegar forsendur eru að vega allt of þungt og á kostnað almannaheillar. Við erum ekki að hanna umhverfi sem er að mæta þörfum fólks, hvernig við erum að skynja okkar umhverfi, hvernig við upplifum okkar umhverfi, hvað er gott fyrir heilsu okkar og velferð. Þannig við viljum að það sé staldrað við og við förum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við getum gert öðruvísi en við erum að gera núna,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Byggingarstíllinn hafi breyst gríðarlega í Reykjavík síðustu ár. Allflest nýjar byggingar séu ljótar og illa skipulagðar. Hlíðarendahverfið sé gott dæmi um það. „Að okkar mati, og ég get líka vísað til sálfræðilegra rannsókna og á samspili fólks og umhverfi, er þetta ekki umhverfi sem hentar okkur. Þetta er ekki uppbyggilegt, þetta er ekki heilsusamlegt umhverfi á svo margan hátt,“ segir Páll. Þá séu flestar nýbyggingar allt of háar. „Við getum varla byggt mikið hærra en þrjá og hálfa hæð. Ef við byggjum upp fyrir það kemur vindurinn og truflar allt. hann ruglast og fer að blása í allar áttir, fara eftir götunum og trufla fólk. Þannig við verðum að passa upp á þessar húsahæðir,“ segir Magnús. Arkitektúr Tíska og hönnun Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Heilsa Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira
Þverfaglegur hópur tíu sérfræðinga í hönnun byggðar hefur stofnað undirskriftalista þar sem kallað er eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis. „Við erum á þeirri stund og stað að okkur ofbýður algjörlega hvað er að gerast í byggð Reykjavíkur. Hún er að verða svo ljót að okkur ofbýður algjörlega og við erum að kalla eftir fegurð,“ segir Magnús Skúlason arkitekt. „Fjárhagslegar og efnahagslegar forsendur eru að vega allt of þungt og á kostnað almannaheillar. Við erum ekki að hanna umhverfi sem er að mæta þörfum fólks, hvernig við erum að skynja okkar umhverfi, hvernig við upplifum okkar umhverfi, hvað er gott fyrir heilsu okkar og velferð. Þannig við viljum að það sé staldrað við og við förum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við getum gert öðruvísi en við erum að gera núna,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Byggingarstíllinn hafi breyst gríðarlega í Reykjavík síðustu ár. Allflest nýjar byggingar séu ljótar og illa skipulagðar. Hlíðarendahverfið sé gott dæmi um það. „Að okkar mati, og ég get líka vísað til sálfræðilegra rannsókna og á samspili fólks og umhverfi, er þetta ekki umhverfi sem hentar okkur. Þetta er ekki uppbyggilegt, þetta er ekki heilsusamlegt umhverfi á svo margan hátt,“ segir Páll. Þá séu flestar nýbyggingar allt of háar. „Við getum varla byggt mikið hærra en þrjá og hálfa hæð. Ef við byggjum upp fyrir það kemur vindurinn og truflar allt. hann ruglast og fer að blása í allar áttir, fara eftir götunum og trufla fólk. Þannig við verðum að passa upp á þessar húsahæðir,“ segir Magnús.
Arkitektúr Tíska og hönnun Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Heilsa Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira