Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2025 09:52 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. „Það er alveg klárt að það er ekki eitthvað sem formaður stjórnar sambandsins kemur að,“ sagði Heiða Björg í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Hún sagði stjórnina hafa fundað með sáttasemjara daginn áður en hann lagði tillöguna fram og það hefði verið ljóst á þeim fundi að stjórninni hugnaðist ekki það sem hann lagði til á fundinum. Heiða segir það hafa komið sér á óvart að tillagan hefði svo farið fram. Þá ávarpaði hún það einnig, sem fram hefur komið, að hún hafi stutt tillöguna. Hún sagði það ekki nýtt að stjórnin væri ekki öll sammála en það væri nýtt að það væru flokkadrættir í stjórn sambandsins og að stjórnin tækist á í fjölmiðlum. Föstudagurinn kennurum erfiður Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, fór einnig yfir það í Silfrinu sem fór fram fyrir helgi. Hann sagði miður hvernig fjölmiðlaumræðan varð í kjölfarið og föstudagurinn hafi verið mörgum kennurum afar erfiður. Hann sagði mikilvægt að klára málið og horfa saman fram á veginn. Hann viðurkenndi að Kennarasambandið hafi haft áhyggjur af því að flokkapólitík hafi haft áhrif á kjaraviðræður. Helgin hafi farið í það að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka. Heiða Björg sagðist í þættinum ekki telja líklegt að aðrir viðsemjendur myndu segja upp sínum samningum yrði þessi tillaga sáttasemjara samþykkt. Hún treysti á skilning þeirra að um sé að ræða vegferð sem þau eru þegar í og myndu því sýna því skilning að Sambandið sé loks búið að fá kennara í þessa sömu vegferð. Ekki góð niðurstaða að Reykjavíkurborg semji ein Hún sagði það „slaka niðurstöðu“ ef Reykjavíkurborg myndi semja eitt við kennara. Það sé betra að heildarsamningar næðust. Magnús Þór sagði kennara hafa samið í góðri trú árið 2016. Það hafi ekki verið staðið við þá samninga og virðismatsvegferðin í raun ekki farið af stað. Hann sagði Kennarasambandið ekki geta gert aðra samninga í góðri trú. Hann hafi miklar áhyggjur af fjöldauppsögnum. Næsti fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga fer fram klukkan 15 í dag hjá ríkissáttasemjara. Hægt er að horfa á Silfrið hér. Kennaraverkfall 2024-25 Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
„Það er alveg klárt að það er ekki eitthvað sem formaður stjórnar sambandsins kemur að,“ sagði Heiða Björg í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Hún sagði stjórnina hafa fundað með sáttasemjara daginn áður en hann lagði tillöguna fram og það hefði verið ljóst á þeim fundi að stjórninni hugnaðist ekki það sem hann lagði til á fundinum. Heiða segir það hafa komið sér á óvart að tillagan hefði svo farið fram. Þá ávarpaði hún það einnig, sem fram hefur komið, að hún hafi stutt tillöguna. Hún sagði það ekki nýtt að stjórnin væri ekki öll sammála en það væri nýtt að það væru flokkadrættir í stjórn sambandsins og að stjórnin tækist á í fjölmiðlum. Föstudagurinn kennurum erfiður Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, fór einnig yfir það í Silfrinu sem fór fram fyrir helgi. Hann sagði miður hvernig fjölmiðlaumræðan varð í kjölfarið og föstudagurinn hafi verið mörgum kennurum afar erfiður. Hann sagði mikilvægt að klára málið og horfa saman fram á veginn. Hann viðurkenndi að Kennarasambandið hafi haft áhyggjur af því að flokkapólitík hafi haft áhrif á kjaraviðræður. Helgin hafi farið í það að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka. Heiða Björg sagðist í þættinum ekki telja líklegt að aðrir viðsemjendur myndu segja upp sínum samningum yrði þessi tillaga sáttasemjara samþykkt. Hún treysti á skilning þeirra að um sé að ræða vegferð sem þau eru þegar í og myndu því sýna því skilning að Sambandið sé loks búið að fá kennara í þessa sömu vegferð. Ekki góð niðurstaða að Reykjavíkurborg semji ein Hún sagði það „slaka niðurstöðu“ ef Reykjavíkurborg myndi semja eitt við kennara. Það sé betra að heildarsamningar næðust. Magnús Þór sagði kennara hafa samið í góðri trú árið 2016. Það hafi ekki verið staðið við þá samninga og virðismatsvegferðin í raun ekki farið af stað. Hann sagði Kennarasambandið ekki geta gert aðra samninga í góðri trú. Hann hafi miklar áhyggjur af fjöldauppsögnum. Næsti fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga fer fram klukkan 15 í dag hjá ríkissáttasemjara. Hægt er að horfa á Silfrið hér.
Kennaraverkfall 2024-25 Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir