Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 13:02 Mótmælunum lauk um klukkan níu í morgun. Þá voru margir farnir til vinnu en þessi voru enn á staðnum þegar ljósmyndari Vísis leit við. Vísir/Vilhelm Kennarar eru vonsviknir eftir atburðarásina fyrir helgi þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram sem kennarar höfðu samþykkt. Í gær var hluti heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga í ólagi og var ekki hægt að nálgast fundagerðir stjórnar sambandsins en nú hafa þær að nýju verið birtar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS, hefur látið hafa eftir sér að hún væri hlynnt tillögunni. Þess sér þó hvergi stað í fundargerðum Sambandsins þar sem fjallað er um afstöðu stjórnar. En klukkan þrjú í dag koma kennarar og viðsemjendur saman til fundar hjá ríkissáttasemjara og í morgun mættu hátt í sjötíu kennarar í Garðabæ í Sveinatungu á Garðatorgi þar sem fundur bæjarráðs fór fram. Ragnheiður Stephensen, kennari í Garðaskóla, var þar á meðal. „Við vildum bara í kjölfar þessara atburða sem urðu síðasta föstudag ítreka óánægju okkar með stöðu mála.“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri hafi tjáð henni að bæjarráð hefði ályktað um að brýnt væri að samningum yrði náð sem fyrst. Óttast orðin tóm Ragnheiður segir að kennarar séu reynslunni ríkari eftir samkomulag frá 2016 og geti því ekki tekið loforðum sem gætu reynst orðin tóm. Virðismatsvegferðin sé enn á teikniborðinu en hún sé óútfærð sem skipti máli í þessu sambandi. „Því ef þú viðurkennir ekki að það að vera með umsjón með risastórum hópi nemenda jafngildi að vera með mannaforráð á opinbera markaðnum þá kemur engin jöfnun fram. Það er nefnilega ennþá þetta viðhorf að eftir því sem þú kennir og vinnur með yngri börnum því minna áttu að fá launað. Sem foreldrar hljóta þeir að átta sig á því að þeir vilja hafa jafn hæfa einstaklinga til að hugsa um lítil börn, meðalstór börn og stór börn.“ Ragnheiður var spurð að því hvort hún hefði skilning á erfiðri stöðu sveitarfélaganna því þau eru missterk fjárhagslega. „Ríkið verður að sjálfsögðu að stíga inn og endurskoða skiptingu kökunnar. en það er ekki eitthvað sem kennaraforystan getur verið að hafa áhyggjur af. Sveitarfélögin og ríkið verða að ráða fram úr því.“ Garðabær Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05 „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Í gær var hluti heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga í ólagi og var ekki hægt að nálgast fundagerðir stjórnar sambandsins en nú hafa þær að nýju verið birtar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður SÍS, hefur látið hafa eftir sér að hún væri hlynnt tillögunni. Þess sér þó hvergi stað í fundargerðum Sambandsins þar sem fjallað er um afstöðu stjórnar. En klukkan þrjú í dag koma kennarar og viðsemjendur saman til fundar hjá ríkissáttasemjara og í morgun mættu hátt í sjötíu kennarar í Garðabæ í Sveinatungu á Garðatorgi þar sem fundur bæjarráðs fór fram. Ragnheiður Stephensen, kennari í Garðaskóla, var þar á meðal. „Við vildum bara í kjölfar þessara atburða sem urðu síðasta föstudag ítreka óánægju okkar með stöðu mála.“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri hafi tjáð henni að bæjarráð hefði ályktað um að brýnt væri að samningum yrði náð sem fyrst. Óttast orðin tóm Ragnheiður segir að kennarar séu reynslunni ríkari eftir samkomulag frá 2016 og geti því ekki tekið loforðum sem gætu reynst orðin tóm. Virðismatsvegferðin sé enn á teikniborðinu en hún sé óútfærð sem skipti máli í þessu sambandi. „Því ef þú viðurkennir ekki að það að vera með umsjón með risastórum hópi nemenda jafngildi að vera með mannaforráð á opinbera markaðnum þá kemur engin jöfnun fram. Það er nefnilega ennþá þetta viðhorf að eftir því sem þú kennir og vinnur með yngri börnum því minna áttu að fá launað. Sem foreldrar hljóta þeir að átta sig á því að þeir vilja hafa jafn hæfa einstaklinga til að hugsa um lítil börn, meðalstór börn og stór börn.“ Ragnheiður var spurð að því hvort hún hefði skilning á erfiðri stöðu sveitarfélaganna því þau eru missterk fjárhagslega. „Ríkið verður að sjálfsögðu að stíga inn og endurskoða skiptingu kökunnar. en það er ekki eitthvað sem kennaraforystan getur verið að hafa áhyggjur af. Sveitarfélögin og ríkið verða að ráða fram úr því.“
Garðabær Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Tengdar fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52 Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05 „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. 25. febrúar 2025 09:52
Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag. 25. febrúar 2025 09:05
„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun. 24. febrúar 2025 19:35