Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2025 15:56 Soffía Ámundadóttir er með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í stjórnun menntastofnana. Soffía hefur starfað í 30 ár í skólum og nú síðast í Brúarskóla sem er skóli fyrir börn með tilfinninga- og hegðunarvanda. Soffía starfar einnig á neyðarvistun Stuðla og hefur kennt námskeið um ofbeldi og hegðunarvanda nemenda víða um land. Kennari sem hefur mikla reynslu af börnum með hegðunarvanda segir skort á fjármagni og fagfólki ástæðuna fyrir því að ekki sé unnið rétt með hópinn. Stokka þurfi kerfinu upp. Tvö sveitarfélög á öllu landinu bjóði upp á úrræði fyrir börn sem glími við slíkar áskoranir en biðlistinn sé langur. Kostnaður samfélagsins verði miklu meiri vegna brotinna einstaklingar útskrifast úr grunnskóla. Ofbeldi í skólum hefur verið til umræðu meðal foreldra og kennara undanfarnar vikur og má að stórum hluta rekja til frásagnar foreldra í Breiðholtsskóla. Faðir segir stórslys í uppsiglingu í skólanum verði ekki brugðist við. Soffía Ámundadóttir var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hafa verið of mikla þöggun um ástandið í skólunum og ljóst að skóli án aðgreiningar henti alls ekki öllum börnum. Mikilvægt sé að grípa snemma inn í til að beina börnunum á rétta braut. Dæmin sýni að þegar bugaðir foreldrar sjái börnin sín komast í viðeigandi úrræði þá taki þeir gleði sína á ný og verði virkir þátttakendur í ferlinu. Ekki auðveldasta umræðuefnið Soffía virðist hafa mikla yfirsýn um stöðuna í leik- og grunnskólum landsins. Hún hefur starfað í Brúarskóla í Reykjavík sem er skóli fyrir fyrir börn sem kljást við alvarleg geðræn-, hegðunar eða félagsleg vandamál auk þess að starfa á Stuðlum. Þá hefur hún kennt hjá Endurmenntun HÍ undanfarin ár og í gegnum kennsluna hitt um þrjú þúsund starfsmenn skóla um allt land. Þar mæti henni einatt þakklæti á meðan hún hlustar á sögur. Hún segir dæmi að kennarar sem endi í örorku eftir ofbeldi nemenda. Hún upplifir nokkrar óvinsældir í sinn garð við að halda umræðunni á lofti og veltir því fyrir sér hvort hefði ekki verið auðveldara að skrifa um farsæld eða læsi en ofbeldi barna í grunnskólum í meistaranámi sínu í Stjórnun menntastofnana. Brotið bakland „Ástríða mín eftir að ég kynntist þessum nemendahóp eru þessir nemendur,“ segir Soffía og á við nemendur í áhættuhóp, með brotið bakland sem hafa ekki fengið góð spil á hendi. „Við þurfum sem samfélag að koma betur til móts við þarfir þeirra. Þau eru ekki að fá þá hjálp sem þau þurfa.“ Þar skorti fjármagn. Annars vegar sé Brúarskóli í Reykjavík og síðan Hlíðaskóli á Akureyri. Á tíu árum hafi úrræðum fyrir börn með hegðunarvanda fækkað úr tíu í tvö. „Ég skil ekki hvernig við sem samfélag sjáum það ganga upp að setja alltaf minni og minni peninga í þetta, fækka úrræðum en halda svo að þessi hópur haldi áfram að láta sér ganga vel. Ég skil ekki hvernig þetta á að ganga upp.“ Þurfi minni hópa Það sé tilfinning hennar að málefnum barnanna sé sópað undir teppið. „Við sjáum það svart á hvítu og verðum að tala um það. Við sjáum viðbrögð Skóla- og frístundasviðs við þeim málum sem hafa komið upp núna. Hvað eru þau að gera annað en að sópa þessu undir teppið? Það koma viðtöl við þau og þau vilja benda á allt sem vel er gert. Við vitum það, kennarar þessa lands vita hvað er vel gert í skólakerfinu. Við erum að gera það á hverjum einasta degi allt skólaárið. Foreldrar vita það í gegnum börnin sín.“ Það þurfi ekkert að ræða það. Þetta sé brotin sjálfsmynd. „Tölum um það sem þarf að laga í skólakerfinu. Að koma betur til móts við börn sem fúnkera ekki í skóla án aðgreiningar. Þau geta ekki verið inni í tuttugu, þrjátíu, fjörutíu, sextíu manna samkennslubekkjum. Þau þurfa minni einingar,“ segir Soffía. „Við sem höfum verið að vinna í þessum fáu úrræðum sem til eru sjáum þau svo koma í litlar einingar og blómstra. Jafnvel skapa sér framtíðarsýn. Þau verða hamingjusamari í lífinu.“ Soffía vitnar í bréf sem fyrrverandi nemandi í Brúarskóla sendi starfsfólkinu við útskrift í 10. bekk. Sá hafi verið í þrjú ár, átt mjög erfitt en algjörlega snúið við blaðinu. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að hann hefði ekki talið sig geta lifað grunnskólann af. „Hvað eru mörg börn sem að líður svona? Við erum að setja þau í mjög erfiðar aðstæður. Eiginlega vonlausar aðstæður þar sem þeim mun mistakast. Þetta er allt of krefjandi fyrir þau.“ Foreldrarnir hvekktir en taki við sér Heyrst hefur í umræðunni að stór hluti vandans sé foreldravandi. Áhugaleysi foreldra. Soffía segir erfitt að breyta fullorðnu fólki. Þau hafi ekki lagt upp með að ná til foreldranna í Brúarskóla. „Þegar við erum að vinna með börnin eru foreldrar að sjálfsögðu lykilbreyta og skipta miklu máli. En þegar þau sjá starfið, það góða sem gert er, koma þau mjög fljótt inn í af fullum krafti. Af því þau sjá börnin sín blómstra.“ Viðkomandi foreldrar séu á stundum dálítið hvekktir. Eðlilega. Þeir hafi fengið mikið af upplýsingum um hvað megi fara betur. Hvað sé að barninu þeirra og hvað gangi ekki upp. „Þegar maður fær endalaust svona upplýsingar þá fer maður í vörn,“ segir Soffía. Foreldrarnir upplifi að þeir geti ekki gert neitt rétt. „Þetta er ekki rétta leiðin til að komast að foreldrunum. Það er miklu frekar að setja börnin í úrræði sem að henta þeim vel.“ Stokka þurfi kerfið upp Grunnhugmyndin um skóla án aðgreiningar sé mjög falleg sýn en virki ekki. Einfaldlega því ekki hafi verið sett nægt fjármagn í verkefnið. „Öllum þessum úrræðum var lokað, allir settir í sama pott og þá sparaðist auðvitað fullt af peningum,“ segir Soffía. Fara þurfi í algjöra U-beygju með menntamálin. Stokka kerfið upp. „Mér finnst að það verði að líta á fjölbreytileika barnanna. Ég vil sjá hvert og eitt sveitarfélag vera með sitt úrræði fyrir þessa nemendur. Við erum að létta þá heilmikið á skólakerfinu,“ segir Soffía og þar líði börnunum betur. Það megi ekki fara í vörn þegar þessir hlutir, sem verði að bæta úr, séu ræddir. Og vísa til alls hins góða í skólakerfinu. Fleiri sveitarfélög þurfi að vakna „Við eigum að vera betra samfélag, hlúa að hamingju og velferð. Við gerum það með því að mæta þörfum þessara barna og áhugasviði,“ segir Soffía. Það skipti máli að skila börnunum út í samfélagið sem einstaklingum sem eru ekki brotnar. Hún skorar á önnur sveitarfélög að opna sín úrræði. Þá bætist við vandinn er varðar kjaramál kennara og virðingarleysi gagnvart starfinu. Kennarar séu svo mikilvægur einstaklingar í lífi barnanna, sem mennti og aðstoði við að ala upp börnin. „Það er enginn á mínu heimili sem þorir að hallmæla kennurum. Þetta eru hetjur og við þurfum að gefa þeim rétt verkfæri í hendur til að leysa þessi mál. Það gera þau ekki inni í 25 eða 30 manna bekkjum. Það er ekki hægt.“ Snemmtæk íhlutun mikilvæg Reykjavík og Akureyri séu einu sveitarfélögin sem bjóði úrræði. Tvíefla þyrfti þau úrræði og stækka til að taka á móti fleirum. Þar eru sérfræðingar sem viti nákvæmlega hvernig eigi að vinna með börnunum. „Þetta strandar alltaf á biðlistum.“ Það vanti fjármagn. Það þýði ekkert að setja fallega skólastefnu, falleg lög og ætlast til að allt leysi sig sjálft. Þá verði að hafa í huga hve margfalt meiri kostnaður samfélagsins verði ef ekki er tekið á vandanum í tíma. „Maður sér erfiðustu myndina á Stuðlum. Maður hugsar oft snemmtæk íhlutun. Af hverju var ekki eitthvað gert fyrr? Á hverju hoppuðum við ekki inn í sem sérfræðingar bara í leikskóla? Oft eiga þessi börn langa langa sögu.“ Auk skorts á fjármagni vanti fagfólk. Til dæmis á leikskólunum þar sem sé hending ef fleiri en tveir eða þrír menntaðir leikskólakennarar standi vaktina. „Nú er ég ekki að hallmæla fólkinu sem er að vinna og er ekki með fagmenntun. Það getur verið alveg frábært fólk. En við þurfum á fagfólki að halda. Þurfum á öllum þessum úrræðum að halda,“ segir Soffía og telur upp sálfræðinga, talmeinafræðinga, hegðunarráðgjafa og alla sem komi að þessum börnum. „En það er bara tíu mánaða bið.“ Eftir þá biðröð taki við önnur biðröð. Á meðan vaxi vandinn og barnið, og foreldrarnir auðvitað, fá ekki hjálp. Hún skilji að foreldrar verði hvekktir. „Þér þykir ekki meira vænt um neitt í heiminum en börnin. En þú færð ekki hjálp fagfólks því það er bara biðröð.“ Því fyrr, því betra Soffía segir leikskólaskólastjóra úti á landi meðal þeirra sem hafi sótt námskeið hjá henni í Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið hafi verið fyrir grunnskóla en fjöldi úr leikskólum sótt það. Leikskólastjórinn hafi haft áhyggjur af barni í erfiðri stöðu sem átti aðeins tvo til þrjá mánuði eftir af skólanum. En vildi gera allt sem hún gat gert og sótti ráðgjöf til Soffíu. Hún dáðist að skólastjóranum því margir hefðu metið sem svo að ekki hefði tekið því að vinna í barninu sem yrði fljótlega vandamál grunnskólans. „Hún áttaði sig á snemmtækri íhlutun og hve miklu máli skiptir að grípa inn í strax. Það eru hugrakkar hetjur sem þora og við sem samfélag verðum að fara að ákveða hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Soffía sem er þakklát umræðunni í fjölmiðlum sem sé lykilatriði til að ná fram breytingum. Hún nefnir atburðinn hörmulega á Menningarnótt í fyrrasumar sem dæmi um það sem geti gerst sé ekki nógu fljótt gripið inn í. Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Bítið Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Ofbeldi í skólum hefur verið til umræðu meðal foreldra og kennara undanfarnar vikur og má að stórum hluta rekja til frásagnar foreldra í Breiðholtsskóla. Faðir segir stórslys í uppsiglingu í skólanum verði ekki brugðist við. Soffía Ámundadóttir var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir hafa verið of mikla þöggun um ástandið í skólunum og ljóst að skóli án aðgreiningar henti alls ekki öllum börnum. Mikilvægt sé að grípa snemma inn í til að beina börnunum á rétta braut. Dæmin sýni að þegar bugaðir foreldrar sjái börnin sín komast í viðeigandi úrræði þá taki þeir gleði sína á ný og verði virkir þátttakendur í ferlinu. Ekki auðveldasta umræðuefnið Soffía virðist hafa mikla yfirsýn um stöðuna í leik- og grunnskólum landsins. Hún hefur starfað í Brúarskóla í Reykjavík sem er skóli fyrir fyrir börn sem kljást við alvarleg geðræn-, hegðunar eða félagsleg vandamál auk þess að starfa á Stuðlum. Þá hefur hún kennt hjá Endurmenntun HÍ undanfarin ár og í gegnum kennsluna hitt um þrjú þúsund starfsmenn skóla um allt land. Þar mæti henni einatt þakklæti á meðan hún hlustar á sögur. Hún segir dæmi að kennarar sem endi í örorku eftir ofbeldi nemenda. Hún upplifir nokkrar óvinsældir í sinn garð við að halda umræðunni á lofti og veltir því fyrir sér hvort hefði ekki verið auðveldara að skrifa um farsæld eða læsi en ofbeldi barna í grunnskólum í meistaranámi sínu í Stjórnun menntastofnana. Brotið bakland „Ástríða mín eftir að ég kynntist þessum nemendahóp eru þessir nemendur,“ segir Soffía og á við nemendur í áhættuhóp, með brotið bakland sem hafa ekki fengið góð spil á hendi. „Við þurfum sem samfélag að koma betur til móts við þarfir þeirra. Þau eru ekki að fá þá hjálp sem þau þurfa.“ Þar skorti fjármagn. Annars vegar sé Brúarskóli í Reykjavík og síðan Hlíðaskóli á Akureyri. Á tíu árum hafi úrræðum fyrir börn með hegðunarvanda fækkað úr tíu í tvö. „Ég skil ekki hvernig við sem samfélag sjáum það ganga upp að setja alltaf minni og minni peninga í þetta, fækka úrræðum en halda svo að þessi hópur haldi áfram að láta sér ganga vel. Ég skil ekki hvernig þetta á að ganga upp.“ Þurfi minni hópa Það sé tilfinning hennar að málefnum barnanna sé sópað undir teppið. „Við sjáum það svart á hvítu og verðum að tala um það. Við sjáum viðbrögð Skóla- og frístundasviðs við þeim málum sem hafa komið upp núna. Hvað eru þau að gera annað en að sópa þessu undir teppið? Það koma viðtöl við þau og þau vilja benda á allt sem vel er gert. Við vitum það, kennarar þessa lands vita hvað er vel gert í skólakerfinu. Við erum að gera það á hverjum einasta degi allt skólaárið. Foreldrar vita það í gegnum börnin sín.“ Það þurfi ekkert að ræða það. Þetta sé brotin sjálfsmynd. „Tölum um það sem þarf að laga í skólakerfinu. Að koma betur til móts við börn sem fúnkera ekki í skóla án aðgreiningar. Þau geta ekki verið inni í tuttugu, þrjátíu, fjörutíu, sextíu manna samkennslubekkjum. Þau þurfa minni einingar,“ segir Soffía. „Við sem höfum verið að vinna í þessum fáu úrræðum sem til eru sjáum þau svo koma í litlar einingar og blómstra. Jafnvel skapa sér framtíðarsýn. Þau verða hamingjusamari í lífinu.“ Soffía vitnar í bréf sem fyrrverandi nemandi í Brúarskóla sendi starfsfólkinu við útskrift í 10. bekk. Sá hafi verið í þrjú ár, átt mjög erfitt en algjörlega snúið við blaðinu. Hann hafi útskýrt fyrir þeim að hann hefði ekki talið sig geta lifað grunnskólann af. „Hvað eru mörg börn sem að líður svona? Við erum að setja þau í mjög erfiðar aðstæður. Eiginlega vonlausar aðstæður þar sem þeim mun mistakast. Þetta er allt of krefjandi fyrir þau.“ Foreldrarnir hvekktir en taki við sér Heyrst hefur í umræðunni að stór hluti vandans sé foreldravandi. Áhugaleysi foreldra. Soffía segir erfitt að breyta fullorðnu fólki. Þau hafi ekki lagt upp með að ná til foreldranna í Brúarskóla. „Þegar við erum að vinna með börnin eru foreldrar að sjálfsögðu lykilbreyta og skipta miklu máli. En þegar þau sjá starfið, það góða sem gert er, koma þau mjög fljótt inn í af fullum krafti. Af því þau sjá börnin sín blómstra.“ Viðkomandi foreldrar séu á stundum dálítið hvekktir. Eðlilega. Þeir hafi fengið mikið af upplýsingum um hvað megi fara betur. Hvað sé að barninu þeirra og hvað gangi ekki upp. „Þegar maður fær endalaust svona upplýsingar þá fer maður í vörn,“ segir Soffía. Foreldrarnir upplifi að þeir geti ekki gert neitt rétt. „Þetta er ekki rétta leiðin til að komast að foreldrunum. Það er miklu frekar að setja börnin í úrræði sem að henta þeim vel.“ Stokka þurfi kerfið upp Grunnhugmyndin um skóla án aðgreiningar sé mjög falleg sýn en virki ekki. Einfaldlega því ekki hafi verið sett nægt fjármagn í verkefnið. „Öllum þessum úrræðum var lokað, allir settir í sama pott og þá sparaðist auðvitað fullt af peningum,“ segir Soffía. Fara þurfi í algjöra U-beygju með menntamálin. Stokka kerfið upp. „Mér finnst að það verði að líta á fjölbreytileika barnanna. Ég vil sjá hvert og eitt sveitarfélag vera með sitt úrræði fyrir þessa nemendur. Við erum að létta þá heilmikið á skólakerfinu,“ segir Soffía og þar líði börnunum betur. Það megi ekki fara í vörn þegar þessir hlutir, sem verði að bæta úr, séu ræddir. Og vísa til alls hins góða í skólakerfinu. Fleiri sveitarfélög þurfi að vakna „Við eigum að vera betra samfélag, hlúa að hamingju og velferð. Við gerum það með því að mæta þörfum þessara barna og áhugasviði,“ segir Soffía. Það skipti máli að skila börnunum út í samfélagið sem einstaklingum sem eru ekki brotnar. Hún skorar á önnur sveitarfélög að opna sín úrræði. Þá bætist við vandinn er varðar kjaramál kennara og virðingarleysi gagnvart starfinu. Kennarar séu svo mikilvægur einstaklingar í lífi barnanna, sem mennti og aðstoði við að ala upp börnin. „Það er enginn á mínu heimili sem þorir að hallmæla kennurum. Þetta eru hetjur og við þurfum að gefa þeim rétt verkfæri í hendur til að leysa þessi mál. Það gera þau ekki inni í 25 eða 30 manna bekkjum. Það er ekki hægt.“ Snemmtæk íhlutun mikilvæg Reykjavík og Akureyri séu einu sveitarfélögin sem bjóði úrræði. Tvíefla þyrfti þau úrræði og stækka til að taka á móti fleirum. Þar eru sérfræðingar sem viti nákvæmlega hvernig eigi að vinna með börnunum. „Þetta strandar alltaf á biðlistum.“ Það vanti fjármagn. Það þýði ekkert að setja fallega skólastefnu, falleg lög og ætlast til að allt leysi sig sjálft. Þá verði að hafa í huga hve margfalt meiri kostnaður samfélagsins verði ef ekki er tekið á vandanum í tíma. „Maður sér erfiðustu myndina á Stuðlum. Maður hugsar oft snemmtæk íhlutun. Af hverju var ekki eitthvað gert fyrr? Á hverju hoppuðum við ekki inn í sem sérfræðingar bara í leikskóla? Oft eiga þessi börn langa langa sögu.“ Auk skorts á fjármagni vanti fagfólk. Til dæmis á leikskólunum þar sem sé hending ef fleiri en tveir eða þrír menntaðir leikskólakennarar standi vaktina. „Nú er ég ekki að hallmæla fólkinu sem er að vinna og er ekki með fagmenntun. Það getur verið alveg frábært fólk. En við þurfum á fagfólki að halda. Þurfum á öllum þessum úrræðum að halda,“ segir Soffía og telur upp sálfræðinga, talmeinafræðinga, hegðunarráðgjafa og alla sem komi að þessum börnum. „En það er bara tíu mánaða bið.“ Eftir þá biðröð taki við önnur biðröð. Á meðan vaxi vandinn og barnið, og foreldrarnir auðvitað, fá ekki hjálp. Hún skilji að foreldrar verði hvekktir. „Þér þykir ekki meira vænt um neitt í heiminum en börnin. En þú færð ekki hjálp fagfólks því það er bara biðröð.“ Því fyrr, því betra Soffía segir leikskólaskólastjóra úti á landi meðal þeirra sem hafi sótt námskeið hjá henni í Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið hafi verið fyrir grunnskóla en fjöldi úr leikskólum sótt það. Leikskólastjórinn hafi haft áhyggjur af barni í erfiðri stöðu sem átti aðeins tvo til þrjá mánuði eftir af skólanum. En vildi gera allt sem hún gat gert og sótti ráðgjöf til Soffíu. Hún dáðist að skólastjóranum því margir hefðu metið sem svo að ekki hefði tekið því að vinna í barninu sem yrði fljótlega vandamál grunnskólans. „Hún áttaði sig á snemmtækri íhlutun og hve miklu máli skiptir að grípa inn í strax. Það eru hugrakkar hetjur sem þora og við sem samfélag verðum að fara að ákveða hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Soffía sem er þakklát umræðunni í fjölmiðlum sem sé lykilatriði til að ná fram breytingum. Hún nefnir atburðinn hörmulega á Menningarnótt í fyrrasumar sem dæmi um það sem geti gerst sé ekki nógu fljótt gripið inn í.
Leikskólar Grunnskólar Framhaldsskólar Bítið Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira