Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar 26. febrúar 2025 12:32 Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót. Hlíðarendahverfið var þar tekið sem „gott“ dæmi um hve ljótar og illa skipulagðar nýbyggingar séu. Páll Jakob Líndal, annar þessara herramanna, sagði að umhverfið væri hvorki uppbyggilegt né heilsusamlegt. Var hann reiðubúinn til þess að vísa í ýmsar skýrslur sínu máli til stuðnings, en aldrei gerði hann það í þessu viðtali né kom efnislega inn á það hvað væri óuppbyggilegt við hverfið eða óheilsusamlegt. Hver tenging þessara manna er við hverfið veit ég ekki, en þessu viðhorfi til hverfisins er haldið uppi af fólki sem hefur litla sem enga tengingu við það. Hlíðarendahverfið er skipulagt á hugmyndinni um stífa randbyggð, á ensku útleggst það sem „urban block“ eða „perimeter-block“. Í sögulegu samhengi er þetta byggðamynstur ríkjandi síðan borgarmyndun hófst frá örófi alda allt fram á miðja 20. öld. Skýrasta dæmið hér á landi um stífa randbyggð eru verkamannabústaðirnir við Hringbraut I og II áfangi. Það sem einkennir randbyggðina er að húsin eru staðsett á jaðri lóðarinnar fast upp við götu. Samband húsanna við göturýmið er því mjög sterkt og möguleiki er á að jarðhæðir verði lifandi með verslun og þjónustu, líkt og er víða í Hlíðarendahverfinu. Það skemmtilegasta við randbyggðina eru að tækifæri skapast fyrir skemmtilega inngarða (eða húsagarða). Sem íbúi í Hlíðarendahverfinu tekur maður eftir að umfjöllun sú sem hefur verið keyrð áfram af Páli Jakobi Líndal er þess efnis, að við búum í dimmu, ósmekklegu og óheilsusamlegu hverfi sem sverji sig í ætt við ömurlegar aðstæður í 19. aldar verkamannahverfum evrópskra iðnaðarborga. Þetta er alls ekki í takt við upplifun íbúa. Aldrei eru kostir og gæði hverfisins dregin fram sem eru til að mynda augljós nálægð við bestu útivistarsvæði Reykjavíkur, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Miðbærinn með öllu sínu menningarlífi er í göngufjarlægð og mjög auðvelt er að notfæra sér almenningssamgöngur þar sem stoppistöð með fjölförnustu strætóleiðunum stoppa innan við 250m frá hverfinu. Að því sögðu er það besta við hverfið hins vegar inngarðarnir og það líf sem þeim fylgir. Undantekningarlaust eru börn þar úti að leik, eitthvað sem er sjaldséð sjón nú til dags á öðrum leikvöllum borgarinnar. Inngarðarnir er snertipunkturinn við nágrannana og húsfélögin. Húsfélagið á mínum reit hefur verið mjög öflugt í að nýta garðinn í þágu íbúa og gesta með viðburðum. Er sumarhátíð orðinn árviss viðburður (sem Stöð 2 hefur sýnt frá í fréttatímum sínum), garðurinn er skreyttur af metnaði á Hrekkjavöku og svo er haldin jólagleði fyrir börnin og kveikt á ljósum á veglegu jólatré í inngarðinum. Hverfið er vissulega enn í uppbyggingu og líður ef til vill fyrir að því fylgir iðulega drasl. Þá hefur Valur ekki lokið frágangi á sinni lóð sem er á íþróttasvæði þeirra og er í raun nýtt sem bílastæði af byggingarverkamönnum. Það er þó upplifun mín og annarra sem hér búa að hverfið sé gott og ánægja mikil meðal íbúa. Ég get því engan veginn tekið undir það að hverfið sé óuppbyggilegt, því hvergi hef ég fundið fyrir jafn sterkri samfélagskennd og í þessu hverfi. Og ekki get ég sagt að hverfið sé sérstaklega óheilsusamlegt þar sem mjög auðvelt er að lifa hér bíllausum lífsstíl þar sem stutt er í flest alla þjónustu og nálægð við almenningssamgöngur og hjólastíga mikil. Ekkert hverfi er fullkomið. Gæði Hlíðarendahverfisins liggja í góðum og vel notuðum inngörðum. Þessi neikvæða og einhliða umræða frá utanaðkomandi aðilum er ekki í samræmi við upplifun okkar íbúa. Verið því öll velkomin í húsagarðana í Hlíðarenda og upplifið þetta sjálf. Höfundur er borgarfræðingur og íbúi í Hlíðarendahverfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2, þann 24. febrúar sl. stóðu tveir herramenn á horni Smyrilshlíðar og Haukahlíðar og ofbauð hvað Reykjavík væri orðin ljót. Hlíðarendahverfið var þar tekið sem „gott“ dæmi um hve ljótar og illa skipulagðar nýbyggingar séu. Páll Jakob Líndal, annar þessara herramanna, sagði að umhverfið væri hvorki uppbyggilegt né heilsusamlegt. Var hann reiðubúinn til þess að vísa í ýmsar skýrslur sínu máli til stuðnings, en aldrei gerði hann það í þessu viðtali né kom efnislega inn á það hvað væri óuppbyggilegt við hverfið eða óheilsusamlegt. Hver tenging þessara manna er við hverfið veit ég ekki, en þessu viðhorfi til hverfisins er haldið uppi af fólki sem hefur litla sem enga tengingu við það. Hlíðarendahverfið er skipulagt á hugmyndinni um stífa randbyggð, á ensku útleggst það sem „urban block“ eða „perimeter-block“. Í sögulegu samhengi er þetta byggðamynstur ríkjandi síðan borgarmyndun hófst frá örófi alda allt fram á miðja 20. öld. Skýrasta dæmið hér á landi um stífa randbyggð eru verkamannabústaðirnir við Hringbraut I og II áfangi. Það sem einkennir randbyggðina er að húsin eru staðsett á jaðri lóðarinnar fast upp við götu. Samband húsanna við göturýmið er því mjög sterkt og möguleiki er á að jarðhæðir verði lifandi með verslun og þjónustu, líkt og er víða í Hlíðarendahverfinu. Það skemmtilegasta við randbyggðina eru að tækifæri skapast fyrir skemmtilega inngarða (eða húsagarða). Sem íbúi í Hlíðarendahverfinu tekur maður eftir að umfjöllun sú sem hefur verið keyrð áfram af Páli Jakobi Líndal er þess efnis, að við búum í dimmu, ósmekklegu og óheilsusamlegu hverfi sem sverji sig í ætt við ömurlegar aðstæður í 19. aldar verkamannahverfum evrópskra iðnaðarborga. Þetta er alls ekki í takt við upplifun íbúa. Aldrei eru kostir og gæði hverfisins dregin fram sem eru til að mynda augljós nálægð við bestu útivistarsvæði Reykjavíkur, Öskjuhlíðina og Nauthólsvík. Miðbærinn með öllu sínu menningarlífi er í göngufjarlægð og mjög auðvelt er að notfæra sér almenningssamgöngur þar sem stoppistöð með fjölförnustu strætóleiðunum stoppa innan við 250m frá hverfinu. Að því sögðu er það besta við hverfið hins vegar inngarðarnir og það líf sem þeim fylgir. Undantekningarlaust eru börn þar úti að leik, eitthvað sem er sjaldséð sjón nú til dags á öðrum leikvöllum borgarinnar. Inngarðarnir er snertipunkturinn við nágrannana og húsfélögin. Húsfélagið á mínum reit hefur verið mjög öflugt í að nýta garðinn í þágu íbúa og gesta með viðburðum. Er sumarhátíð orðinn árviss viðburður (sem Stöð 2 hefur sýnt frá í fréttatímum sínum), garðurinn er skreyttur af metnaði á Hrekkjavöku og svo er haldin jólagleði fyrir börnin og kveikt á ljósum á veglegu jólatré í inngarðinum. Hverfið er vissulega enn í uppbyggingu og líður ef til vill fyrir að því fylgir iðulega drasl. Þá hefur Valur ekki lokið frágangi á sinni lóð sem er á íþróttasvæði þeirra og er í raun nýtt sem bílastæði af byggingarverkamönnum. Það er þó upplifun mín og annarra sem hér búa að hverfið sé gott og ánægja mikil meðal íbúa. Ég get því engan veginn tekið undir það að hverfið sé óuppbyggilegt, því hvergi hef ég fundið fyrir jafn sterkri samfélagskennd og í þessu hverfi. Og ekki get ég sagt að hverfið sé sérstaklega óheilsusamlegt þar sem mjög auðvelt er að lifa hér bíllausum lífsstíl þar sem stutt er í flest alla þjónustu og nálægð við almenningssamgöngur og hjólastíga mikil. Ekkert hverfi er fullkomið. Gæði Hlíðarendahverfisins liggja í góðum og vel notuðum inngörðum. Þessi neikvæða og einhliða umræða frá utanaðkomandi aðilum er ekki í samræmi við upplifun okkar íbúa. Verið því öll velkomin í húsagarðana í Hlíðarenda og upplifið þetta sjálf. Höfundur er borgarfræðingur og íbúi í Hlíðarendahverfinu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun