Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Brynhildur Einarsdóttir, Guðrún Ingadóttir, G. Sirrý Ágústsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Jónas Kári Eiríksson, Júlíus Guðni Antonsson, Ragnhildur Eva Jónsdóttir og Róbert Smári Gunnarsson skrifa 26. febrúar 2025 14:31 Það voru tíðindi þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í upphafi árs að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Um leið markaði það upphaf tímamóta og kaflaskila í sögu Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um næstu helgi sem er jafnframt stærsta samkoma stjórnmálaafls í landinu. Þar koma saman rúmlega tvö þúsund Sjálfstæðismenn af öllu landinu til að móta stefnu flokksins og kjósa sér nýja forystu. Nú hafa tveir öflugir frambjóðendur boðið sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Annar þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og geta flokksmenn svo sannarlega fagnað framboðinu því hér fer fram einn kraftmesti, atorkusamasti og duglegasti þingmaður okkar Íslendinga. Árangurinn sem hún hefur náð á vettvangi stjórnmálanna síðastliðinn áratug er aðdáunarverður. Við í Norðvesturkjördæmi getum sérstaklega fagnað framboðinu því fáir ráðherrar hafa sinnt landsbyggðinni af jafn miklum krafti og Áslaug Arna gerði í ráðherratíð sinni. Hún hefur verið iðin við að færa starfsemi skrifstofunnar sinnar um land allt ólíkt öðrum ráðherrum. Fyrir vikið þekkir hún vel tækifæri og áskoranir hvers svæðis fyrir sig. Hún er í góðum tengslum við grasrótina í flokknum í öllum landshlutum og hefur þar byggt upp mikið traust. Áslaug Arna hefur sett sig inn í málefni fjölskyldna og fyrirtækja, hún hefur alla tíð talað máli atvinnulífs og vill einfalda rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt því að efla uppbyggingu nýsköpunar á landsvísu. Í störfum sínum hefur hún lagt mikla áherslu á málefni háskólanna og aukið tækifæri fólks á landsbyggðinni til að sækja sér menntun og eflt þannig byggðir landsins. Áslaug Arna vill sameina Sjálfstæðisflokkinn og hún býr yfir þeim einstöku hæfileikum að leiða ólíkt fólk saman. Hún vill einfalda og straumlínulaga flokksstarfið og færa það nær félögum og sveitarstjórnarfólki um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sækja fram og styrkjast. Til þess þarf traustan leiðtoga sem þekkir ólík svæði utan síns kjördæmis. Þetta er einmitt sú þekking sem Áslaug Arna hefur aflað sér með ótal mörgum heimsóknum sínum um landið, í öll kjördæmi. Áslaug Arna er með skýra framtíðarsýn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf um land allt. Það eru nýir og spennandi tímar framundan í Sjálfstæðisflokknum og það er enginn betri til að leiða flokkinn áfram en Áslaug Arna. Við treystum Áslaugu Örnu. Höfundar eru Sjálfstæðismenn úr Norðvesturkjördæmi. Auður Kjartansdóttir, Snæfellsbæ Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Vesturbyggð Brynhildur Einarsdóttir, Flateyri Guðrún Ingadóttir, Borgarbyggð G. Sirrý Ágústsdóttir, Bíldudal Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði Jónas Kári Eiríksson, Akranesi Júlíus Guðni Antonsson, Húnaþingi vestra Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Borgarbyggð Róbert Smári Gunnarsson, Skagafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það voru tíðindi þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í upphafi árs að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Um leið markaði það upphaf tímamóta og kaflaskila í sögu Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um næstu helgi sem er jafnframt stærsta samkoma stjórnmálaafls í landinu. Þar koma saman rúmlega tvö þúsund Sjálfstæðismenn af öllu landinu til að móta stefnu flokksins og kjósa sér nýja forystu. Nú hafa tveir öflugir frambjóðendur boðið sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Annar þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og geta flokksmenn svo sannarlega fagnað framboðinu því hér fer fram einn kraftmesti, atorkusamasti og duglegasti þingmaður okkar Íslendinga. Árangurinn sem hún hefur náð á vettvangi stjórnmálanna síðastliðinn áratug er aðdáunarverður. Við í Norðvesturkjördæmi getum sérstaklega fagnað framboðinu því fáir ráðherrar hafa sinnt landsbyggðinni af jafn miklum krafti og Áslaug Arna gerði í ráðherratíð sinni. Hún hefur verið iðin við að færa starfsemi skrifstofunnar sinnar um land allt ólíkt öðrum ráðherrum. Fyrir vikið þekkir hún vel tækifæri og áskoranir hvers svæðis fyrir sig. Hún er í góðum tengslum við grasrótina í flokknum í öllum landshlutum og hefur þar byggt upp mikið traust. Áslaug Arna hefur sett sig inn í málefni fjölskyldna og fyrirtækja, hún hefur alla tíð talað máli atvinnulífs og vill einfalda rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt því að efla uppbyggingu nýsköpunar á landsvísu. Í störfum sínum hefur hún lagt mikla áherslu á málefni háskólanna og aukið tækifæri fólks á landsbyggðinni til að sækja sér menntun og eflt þannig byggðir landsins. Áslaug Arna vill sameina Sjálfstæðisflokkinn og hún býr yfir þeim einstöku hæfileikum að leiða ólíkt fólk saman. Hún vill einfalda og straumlínulaga flokksstarfið og færa það nær félögum og sveitarstjórnarfólki um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sækja fram og styrkjast. Til þess þarf traustan leiðtoga sem þekkir ólík svæði utan síns kjördæmis. Þetta er einmitt sú þekking sem Áslaug Arna hefur aflað sér með ótal mörgum heimsóknum sínum um landið, í öll kjördæmi. Áslaug Arna er með skýra framtíðarsýn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf um land allt. Það eru nýir og spennandi tímar framundan í Sjálfstæðisflokknum og það er enginn betri til að leiða flokkinn áfram en Áslaug Arna. Við treystum Áslaugu Örnu. Höfundar eru Sjálfstæðismenn úr Norðvesturkjördæmi. Auður Kjartansdóttir, Snæfellsbæ Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Vesturbyggð Brynhildur Einarsdóttir, Flateyri Guðrún Ingadóttir, Borgarbyggð G. Sirrý Ágústsdóttir, Bíldudal Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði Jónas Kári Eiríksson, Akranesi Júlíus Guðni Antonsson, Húnaþingi vestra Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Borgarbyggð Róbert Smári Gunnarsson, Skagafirði
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun