Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 19:00 Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Vísir/Bjarni Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. Fyrirtaka var í héraðsdómi í gær í máli piltsins sem sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra. Hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum, en önnur stúlka og piltur særðust einnig. Líkt og greint var frá í Kompás fylgdist árásarmaðurinn, sem er fyrrverandi kærasti stúlkunnar sem lifði af, með ferðum hennar í gegnum staðsetningarforritið Live360 kvöldið örlagaríka. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði pilturinn skoðað staðsetningu stúlkunnar 148 sinnum daginn sem árásin var framin. Samkvæmt farsímagögnum var Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Sjá einnig: Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir stúlkunni að þau hafi deilt staðsetningu sinni með hvort öðru í appinu á meðan þau voru í sambandi. Enn hafi verið opið fyrir aðgang að upplýsingunum eftir að sambandinu lauk. Foreldrar þurfi einnig að þekkja hætturnar Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að afar almennt er meðal ungmenna að nýta sambærileg forrit til að deila staðsetningu sinni með öðrum og þykir jafnvel ekkert tiltöku mál. Það geti verið þægilegt að vita hvar vinirnir eru og jafnvel veitt ákveðið öryggi þegar staðsetningu er deilt með vinum og fjölskyldu sem viðkomandi treystir. Helga Þórisdóttir, forstjóri persónuverndar segir erindi sem tengjast slíkum forritum ekki hafa borist til stofnunarinnar. Þróunin sé hins vegar áhyggjuefni. „Við viljum náttúrlega öryggi barna sem mest. Þarna held ég að sé aðallega kannski hættan að börn séu ekki að láta of stóran hóp til dæmis vita hvar þau ætli að vera. Vegna þess að það gefur náttúrlega augaleið að það getur boðið hættunni heim að einhver, fyrir utan foreldra og forráðamenn, viti hvar barnið er,“ segir Helga. Foreldrar nýta tæknina einmitt einnig í auknum mæli til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni. Það segir Helga ekki hættulaust heldur. „Þú ert búinn að búa til einhverja rás í rauninni þannig að þú getir fylgst með barninu þínu. En þá er þarna komin rás fyrir kannski kunnáttufólk að komast inn í þau samskipti. Það hefur sýnt sig til dæmis að með því að nota ákveðin öpp í farsímanum, þá ert þú í rauninni búinn að búa til ákveðið aðgengi, jafnvel óprúttinna aðila og þeirra sem hafa ekki gott í hyggju,“ segir Helga. Samfélagsmiðlar Persónuvernd Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Símanotkun barna Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Fyrirtaka var í héraðsdómi í gær í máli piltsins sem sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra. Hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum, en önnur stúlka og piltur særðust einnig. Líkt og greint var frá í Kompás fylgdist árásarmaðurinn, sem er fyrrverandi kærasti stúlkunnar sem lifði af, með ferðum hennar í gegnum staðsetningarforritið Live360 kvöldið örlagaríka. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði pilturinn skoðað staðsetningu stúlkunnar 148 sinnum daginn sem árásin var framin. Samkvæmt farsímagögnum var Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Sjá einnig: Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir stúlkunni að þau hafi deilt staðsetningu sinni með hvort öðru í appinu á meðan þau voru í sambandi. Enn hafi verið opið fyrir aðgang að upplýsingunum eftir að sambandinu lauk. Foreldrar þurfi einnig að þekkja hætturnar Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að afar almennt er meðal ungmenna að nýta sambærileg forrit til að deila staðsetningu sinni með öðrum og þykir jafnvel ekkert tiltöku mál. Það geti verið þægilegt að vita hvar vinirnir eru og jafnvel veitt ákveðið öryggi þegar staðsetningu er deilt með vinum og fjölskyldu sem viðkomandi treystir. Helga Þórisdóttir, forstjóri persónuverndar segir erindi sem tengjast slíkum forritum ekki hafa borist til stofnunarinnar. Þróunin sé hins vegar áhyggjuefni. „Við viljum náttúrlega öryggi barna sem mest. Þarna held ég að sé aðallega kannski hættan að börn séu ekki að láta of stóran hóp til dæmis vita hvar þau ætli að vera. Vegna þess að það gefur náttúrlega augaleið að það getur boðið hættunni heim að einhver, fyrir utan foreldra og forráðamenn, viti hvar barnið er,“ segir Helga. Foreldrar nýta tæknina einmitt einnig í auknum mæli til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni. Það segir Helga ekki hættulaust heldur. „Þú ert búinn að búa til einhverja rás í rauninni þannig að þú getir fylgst með barninu þínu. En þá er þarna komin rás fyrir kannski kunnáttufólk að komast inn í þau samskipti. Það hefur sýnt sig til dæmis að með því að nota ákveðin öpp í farsímanum, þá ert þú í rauninni búinn að búa til ákveðið aðgengi, jafnvel óprúttinna aðila og þeirra sem hafa ekki gott í hyggju,“ segir Helga.
Samfélagsmiðlar Persónuvernd Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Símanotkun barna Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira