Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2025 11:46 Steinn Jóhannsson sviðstjóri segir borgina virða skuldbindingu sína frá 2022 um að aðstoða Hjalla við að finna nýtt húsnæði. Samsett Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vinna að því með Hjallastefnunni að tryggja að skólastarf haldi áfram í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík næsta haust. Nokkrar staðsetningar eru til skoðunar fyrir starfsemi skólans. Skólinn hélt neyðarfund í gær með starfsfólki og foreldrum þar sem foreldrar voru hvattir til að sækja um fyrir börn sín í aðra leikskóla og flytja þau í hverfisskóla sína. Húsnæði skólans í Skógarhlíð væri sprungið og þörf á nýju húsnæði. Skólinn hefur verið í Skógarhlíð frá 2022 en átti aðeins að vera þar tímabundið. Um 400 börn eru í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Skógarhlíð. Bjartsýn á að finna lausn „Ég hef verið í sambandi við Margréti Pálu til að tryggja að skólahald haldi áfram með eðlilegum hætti næsta haust. Það er í algjörum forgangi,“ segir Steinn í samtali við fréttastofu og á þá við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar á Íslandi. Hann segir borgina hafa skuldbundið sig að því árið 2022 að aðstoða Hjalla við að finna framtíðarlausn fyrir skólann. Borgin muni virða þá skuldbindingu. „Við erum bjartsýn á að finna lausn,“ segir Steinn. Nokkrar staðsetningar séu til skoðunar en vill þó ekki greina frá því eins og stendur hvar þær eru. Hjalli vegi og meti með borginni alla möguleika. Hann segir það hag allra að finna farsæla lausn. Það yrði til dæmis ekki létt að leysa það að koma 200 börnum fyrir aukalega í leikskóla borgarinnar. „Við erum að leita að lausn með til að tryggja að það komist ekki rót á skólastarf.“ Rétt að halda neyðarfund Þó að unnið sé að málinu telur hann það rétt af skólanum að hafa haldið fund með foreldrum og starfsfólki í gær. „Það var rétt hjá þeim að upplýsa starfsfólk og foreldra um stöðuna. Það er varúðarráðstöfun sem þau ákváðu að ráðast í. Upplýsingaskylda þeirra gagnvart foreldrum er auðvitað mikil ef eitthvað breytist hjá þeim.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03 Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Skólinn hélt neyðarfund í gær með starfsfólki og foreldrum þar sem foreldrar voru hvattir til að sækja um fyrir börn sín í aðra leikskóla og flytja þau í hverfisskóla sína. Húsnæði skólans í Skógarhlíð væri sprungið og þörf á nýju húsnæði. Skólinn hefur verið í Skógarhlíð frá 2022 en átti aðeins að vera þar tímabundið. Um 400 börn eru í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Skógarhlíð. Bjartsýn á að finna lausn „Ég hef verið í sambandi við Margréti Pálu til að tryggja að skólahald haldi áfram með eðlilegum hætti næsta haust. Það er í algjörum forgangi,“ segir Steinn í samtali við fréttastofu og á þá við Margréti Pálu Ólafsdóttur, stofnanda Hjallastefnunnar á Íslandi. Hann segir borgina hafa skuldbundið sig að því árið 2022 að aðstoða Hjalla við að finna framtíðarlausn fyrir skólann. Borgin muni virða þá skuldbindingu. „Við erum bjartsýn á að finna lausn,“ segir Steinn. Nokkrar staðsetningar séu til skoðunar en vill þó ekki greina frá því eins og stendur hvar þær eru. Hjalli vegi og meti með borginni alla möguleika. Hann segir það hag allra að finna farsæla lausn. Það yrði til dæmis ekki létt að leysa það að koma 200 börnum fyrir aukalega í leikskóla borgarinnar. „Við erum að leita að lausn með til að tryggja að það komist ekki rót á skólastarf.“ Rétt að halda neyðarfund Þó að unnið sé að málinu telur hann það rétt af skólanum að hafa haldið fund með foreldrum og starfsfólki í gær. „Það var rétt hjá þeim að upplýsa starfsfólk og foreldra um stöðuna. Það er varúðarráðstöfun sem þau ákváðu að ráðast í. Upplýsingaskylda þeirra gagnvart foreldrum er auðvitað mikil ef eitthvað breytist hjá þeim.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03 Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Starfsemi Hjallastefnunnar flyst tímabundið í Skógarhlíð Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar. 22. júlí 2022 16:03
Hjallastefnan flytur úr húsnæðinu í Öskjuhlíð og óvissa um framhaldið Askja, leikskóli Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík, mun þurfa að flytja úr núverandi húsnæði sumarið 2022. Eftir að hafa undanfarin ár fengið leyfi til starfsins framlengd um takmarkaðan tíma í senn er nú óhjákvæmilegt fyrir leikskólann að rýma lóðina sem um ræðir, Nauthólsveg 87. 14. maí 2021 11:32
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43