Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 28. febrúar 2025 18:31 Haukar eru fallnir. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvík gátu með sigri formlega fellt Hauka niður um deild. Það fór þannig að Njarðvíkingar fóru með virkilega öruggan sigur 103-81. Haukar tóku uppkastið og lögðu af stað í fyrstu sókn. Það voru gestirnir sem settu fyrstu stigin á töfluna og náðu að leiða 2-4 áður en Njarðvíkingar tóku alveg yfir leikinn. Það gekk ekkert hjá Haukum á meðan Njarðvíkingar keyrðu hratt á þá og náðu að byggja upp gott forskot. Njarðvík leiddi 27-13 eftir fyrsta leikhluta. Ekki batnaði þetta hjá Haukum í öðrum leikhluta. Allar þeirra aðgerðir virkuðu mjög erfiðar og það var áþreifanlegt hvað þeim virtist líða bara hálf illa inni á vellinum. Njarðvíkingar gerðu frábærlega og um miðbik leikhlutans blésu heimamenn til skotsýningar þar sem þeir settu hvern þristinn á fætur öðrum. Það virtist sama hver það var sem skaut það fór allt ofan í. Njarðvíkingar fóru að hreyfa bekkinn snemma hjá sér og Patrik Joe Birmingham kom inn og hann setti flottan þrist úr horninu fyrir Njarðvík með fyrsta skoti sínu í leiknum. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans [Brenton Birmingham] setti þó nokkur skot fyrir Njarðvikinga á sínum tíma. Njarðvíkingar fóru með þægilega 29 stiga forystu inn í hálfleikinn 61-32. Þriðji leikhluti var betri frá Haukum. Voru að tikka inn stigum en náðu ekkert að stöðva Njarðvíkinga á móti. Haukar skoruðu 22 stig í þriðja leikhluta eða tíu stigum minna en allan fyrri hálfleikinn. Njarðvíkingar voru með 32 stiga forskot fyrir fjórða leikhluta 86-54. Í fjórða leikhluta voru flestir bara farnir að bíða eftir því að leiknum myndi ljúka. Löngu vitað hver úrslitin yrðu og bara spurning um með hversu miklum mun Njarðvík myndi vinna. Það fór svo að Njarðvíkingar unnu með 22 stigum 103-81. Atvik leiksins Um leið og Njarðvíkingar settu í annan gír í upphafi fyrsta leikhluta var ljóst í hvað stefndi. Öll trú Hauka fór þarna og þetta varð aldrei neinn leikur. Ef eitthvað eitt atvik á að taka þá var ég mjög hrifinn af Air Jordan troðslunni hjá Evans Ganapamo í þriðja leikhluta. Stjörnur og skúrkar Dwayne Lautier-Ogunleye var frábær í liði Njarðvíkur og setti 33 stig. Þetta var mikill liðssigur Njarðvíkinga og margir sem spiluðu vel í kvöld og lögðu í púkkið. Hjá Haukum var De’Sean Parsons stigahæstur með 23 stig. Hann gerði það sem hann gat en Haukar voru afspyrnu slakir í dag. Dómarinn Heilt yfir bara flott frammistaða. Ekkert út á tríóið að setja í kvöld. Ekki erfiður leikur að dæma. Stemingin og umgjörð Umgjörðin í Njarðvík er frábær í þessari nýju höll. JBÓ pípulagnir buðu frítt á völlinn. Stemningin var góð Njarðvíkurmeginn í kvöld. Það var ansi fljótt ljóst hver staðan yrði svo stemningin varð svolítið bara eftir því. „Óþjálfað auga getur alveg séð að þetta vantaði viðleitni“ „Alltaf fúlt að falla en við vorum alveg búnir að sætta okkur við það,“ sagði Kristinn Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar Hauka í kvöld eftir tapið. Haukar byrjaði fyrstu mínútuna ágætlega en um leið og Njarðvíkingar fóru á flug var eins og öll von færi úr liði Hauka. „Ég veit það ekki, ég er náttúrulega ekki þjálfari og ég tek þetta bara á mig. Tilfinningin var bara að menn voru ekki með þá áræðni sem þarf til þess að spila í þessari deild í dag. Það er það sem ég tek frá þessu,“ sagði Kristinn. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka var vant við látinn á varamannabekk Hauka í kvöld en hann var rúmliggjandi heima með flensu. „Það eru bara veikindi. Hann er með flensu og rúmliggjandi í allan dag og við erum ekkert að neyða manninn í þetta verkefni rúmliggjandi,“ Það mátti heyra á Kristni að hann var mjög ósáttur með sitt lið í kvöld. „Mér fannst menn ekki hafa áhuga á að spila vörn. Mér fannst hann [leikurinn] bara fara fljótt þangað. Sóknin var stíf og þeir settu Milka inn í teig sem steig bara frá De’Sean og hann lokaði þá bara öllum opnunum um að menn kæmust inn í teig. Við bara gátum ekki neit. Þú þarft ekki að vera mjög klár til þess að geta greint þennan leik. Þetta var bara lélegt. Óþjálfað auga getur alveg séð að þetta vantaði „effort“ og góðan körfubolta,“ Haukar voru enn í tölfræðilegum möguleika á að bjarga sæti sínu fyrir leikinn í kvöld en áttu afleitan leik og fallið því staðfest. „Það er hundfúlt en við bara nýttum tækifærið og spiluðum mönnum sem munu spila með okkur í fyrstu deild á næsta ári og náðum að gefa þeim smá séns. Þeir hafa ekki fengið þann séns í vetur og þeir verða aðeins að finna hvernig það er að spila í þessari deild og við vonumst til þess að þeir vinni sig upp aftur og kunni þá svolítið að meta það sæti þegar þeir vinna sig upp aftur,“ sagði Kristinn Jónasson að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Haukar Tengdar fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. 28. febrúar 2025 21:42
Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvík gátu með sigri formlega fellt Hauka niður um deild. Það fór þannig að Njarðvíkingar fóru með virkilega öruggan sigur 103-81. Haukar tóku uppkastið og lögðu af stað í fyrstu sókn. Það voru gestirnir sem settu fyrstu stigin á töfluna og náðu að leiða 2-4 áður en Njarðvíkingar tóku alveg yfir leikinn. Það gekk ekkert hjá Haukum á meðan Njarðvíkingar keyrðu hratt á þá og náðu að byggja upp gott forskot. Njarðvík leiddi 27-13 eftir fyrsta leikhluta. Ekki batnaði þetta hjá Haukum í öðrum leikhluta. Allar þeirra aðgerðir virkuðu mjög erfiðar og það var áþreifanlegt hvað þeim virtist líða bara hálf illa inni á vellinum. Njarðvíkingar gerðu frábærlega og um miðbik leikhlutans blésu heimamenn til skotsýningar þar sem þeir settu hvern þristinn á fætur öðrum. Það virtist sama hver það var sem skaut það fór allt ofan í. Njarðvíkingar fóru að hreyfa bekkinn snemma hjá sér og Patrik Joe Birmingham kom inn og hann setti flottan þrist úr horninu fyrir Njarðvík með fyrsta skoti sínu í leiknum. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans [Brenton Birmingham] setti þó nokkur skot fyrir Njarðvikinga á sínum tíma. Njarðvíkingar fóru með þægilega 29 stiga forystu inn í hálfleikinn 61-32. Þriðji leikhluti var betri frá Haukum. Voru að tikka inn stigum en náðu ekkert að stöðva Njarðvíkinga á móti. Haukar skoruðu 22 stig í þriðja leikhluta eða tíu stigum minna en allan fyrri hálfleikinn. Njarðvíkingar voru með 32 stiga forskot fyrir fjórða leikhluta 86-54. Í fjórða leikhluta voru flestir bara farnir að bíða eftir því að leiknum myndi ljúka. Löngu vitað hver úrslitin yrðu og bara spurning um með hversu miklum mun Njarðvík myndi vinna. Það fór svo að Njarðvíkingar unnu með 22 stigum 103-81. Atvik leiksins Um leið og Njarðvíkingar settu í annan gír í upphafi fyrsta leikhluta var ljóst í hvað stefndi. Öll trú Hauka fór þarna og þetta varð aldrei neinn leikur. Ef eitthvað eitt atvik á að taka þá var ég mjög hrifinn af Air Jordan troðslunni hjá Evans Ganapamo í þriðja leikhluta. Stjörnur og skúrkar Dwayne Lautier-Ogunleye var frábær í liði Njarðvíkur og setti 33 stig. Þetta var mikill liðssigur Njarðvíkinga og margir sem spiluðu vel í kvöld og lögðu í púkkið. Hjá Haukum var De’Sean Parsons stigahæstur með 23 stig. Hann gerði það sem hann gat en Haukar voru afspyrnu slakir í dag. Dómarinn Heilt yfir bara flott frammistaða. Ekkert út á tríóið að setja í kvöld. Ekki erfiður leikur að dæma. Stemingin og umgjörð Umgjörðin í Njarðvík er frábær í þessari nýju höll. JBÓ pípulagnir buðu frítt á völlinn. Stemningin var góð Njarðvíkurmeginn í kvöld. Það var ansi fljótt ljóst hver staðan yrði svo stemningin varð svolítið bara eftir því. „Óþjálfað auga getur alveg séð að þetta vantaði viðleitni“ „Alltaf fúlt að falla en við vorum alveg búnir að sætta okkur við það,“ sagði Kristinn Jónasson formaður körfuknattleiksdeildar Hauka í kvöld eftir tapið. Haukar byrjaði fyrstu mínútuna ágætlega en um leið og Njarðvíkingar fóru á flug var eins og öll von færi úr liði Hauka. „Ég veit það ekki, ég er náttúrulega ekki þjálfari og ég tek þetta bara á mig. Tilfinningin var bara að menn voru ekki með þá áræðni sem þarf til þess að spila í þessari deild í dag. Það er það sem ég tek frá þessu,“ sagði Kristinn. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Hauka var vant við látinn á varamannabekk Hauka í kvöld en hann var rúmliggjandi heima með flensu. „Það eru bara veikindi. Hann er með flensu og rúmliggjandi í allan dag og við erum ekkert að neyða manninn í þetta verkefni rúmliggjandi,“ Það mátti heyra á Kristni að hann var mjög ósáttur með sitt lið í kvöld. „Mér fannst menn ekki hafa áhuga á að spila vörn. Mér fannst hann [leikurinn] bara fara fljótt þangað. Sóknin var stíf og þeir settu Milka inn í teig sem steig bara frá De’Sean og hann lokaði þá bara öllum opnunum um að menn kæmust inn í teig. Við bara gátum ekki neit. Þú þarft ekki að vera mjög klár til þess að geta greint þennan leik. Þetta var bara lélegt. Óþjálfað auga getur alveg séð að þetta vantaði „effort“ og góðan körfubolta,“ Haukar voru enn í tölfræðilegum möguleika á að bjarga sæti sínu fyrir leikinn í kvöld en áttu afleitan leik og fallið því staðfest. „Það er hundfúlt en við bara nýttum tækifærið og spiluðum mönnum sem munu spila með okkur í fyrstu deild á næsta ári og náðum að gefa þeim smá séns. Þeir hafa ekki fengið þann séns í vetur og þeir verða aðeins að finna hvernig það er að spila í þessari deild og við vonumst til þess að þeir vinni sig upp aftur og kunni þá svolítið að meta það sæti þegar þeir vinna sig upp aftur,“ sagði Kristinn Jónasson að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Haukar Tengdar fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. 28. febrúar 2025 21:42
„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. 28. febrúar 2025 21:42
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti