Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Ingólfur Bender skrifa 3. mars 2025 10:45 Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi. Niðurstöðurnar eru sláandi: uppsöfnuð viðhaldsskuld innviða á Íslandi er nú komin upp í 680 milljarða króna. Það sem meira er, lítið hefur gengið að vinna á skuldinni þrátt fyrir fjölda viðvarana undanfarin ár. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri skýrslu sem gefin var út fyrir fjórum árum. Langstærsti hluti þessarar skuldar tengist vegakerfinu, en þar er áætlað að viðhaldsskuldin sé á bilinu 265–290 milljarðar króna. Það þarf því ekki að koma á óvart að samgöngumálin brenni á fólki um allt land; almenningi, stjórnendum fyrirtækja og sveitarstjórnarfólki, enda er ástand vegakerfisins víða ófullnægjandi. Það er mat höfunda innviðaskýrslunnar að ónóg fjárfesting og viðhald á undanförnum árum hafi leitt til versnandi ástands samgönguinnviða. Skuldasöfnun sem bitnar á komandi kynslóðum Viðhaldsskuldin er í raun form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera. Með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi eru ríki og sveitarfélög að velta kostnaðinum yfir á komandi kynslóðir. Afleiðingarnar eru ekki aðeins fjárhagslegar heldur hefur þetta líka áhrif á öryggi vegfarenda og lífsgæði almennings. Afleiðingar þess að sinna viðhaldi ekki eru mjög alvarlegar og kostnaðarsamar. Því lengur sem viðhaldi er slegið á frest, því meiri verður kostnaðurinn þegar loks er ráðist í aðgerðir. Vegir sem ekki fá reglulegt viðhald ganga hraðar úr sér og þurfa dýrari lagfæringar síðar meir. Á meðan uppfyllir vegakerfið ekki lágmarkskröfur, hamlar atvinnulífi, eykur slysahættu og minnkar möguleika fólks til að búa og starfa í dreifðari byggðum. Fagnaðarefni að innviðaráðherra vilji bregðast við Samtök iðnaðarins hafa undanfarið átt fundi með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Á þeim fundum hefur komið skýrt fram að samgöngumálin eru eitt helsta áhyggjuefni sveitarstjórna. Á mörgum svæðum landsins er ástand vegakerfisins þannig að það ógnar jafnvel öryggi og velferð samfélaganna. Í því ljósi er það mikið fagnaðarefni að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, skuli hafa lýst því yfir í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega að hann hyggist óska eftir auknu fjármagni til viðhalds á vegakerfinu. Hann lagði áherslu á að Vegagerðin þurfi meira fjármagn strax í sumar svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlegar lagfæringar. Ráðherra hefur þegar sent erindi á fjármálaráðherra og ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn. Þessi áhersla ráðherra er bæði skynsamleg og tímabær. Ljóst er að núverandi staða samgönguinnviða kallar á tafarlausar aðgerðir og það er mikilvægt að stjórnvöld sýni í verki að þau ætli að bregðast við þessari þróun. Verktakar eru tilbúnir Á meðal þeirra sem kunna að hafa efasemdir um slíka fjárfestingu má heyra raddir sem segja að ekki sé hægt að bæta við fleiri verkefnum í sumar. Það er hins vegar rangt. Íslenskir verktakar hafa fulla burði til að taka að sér aukin verkefni og munu standa klárir ef fjármögnun verður tryggð. Við getum því ekki látið slíkar röksemdir tefja bráðnauðsynlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að bregðast við og það er í höndum stjórnvalda að tryggja að fjármagnið skili sér til Vegagerðarinnar. Við fögnum því að innviðaráðherra hyggist sækja aukið fjármagn til vegaviðhalds og skorum á ríkisstjórnina að fylgja þeim áherslum eftir. Skilaboðin frá sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi eru skýr: Það er ekki hægt að bíða lengur. Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Ingólfur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Byggingariðnaður Ingólfur Bender Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi. Niðurstöðurnar eru sláandi: uppsöfnuð viðhaldsskuld innviða á Íslandi er nú komin upp í 680 milljarða króna. Það sem meira er, lítið hefur gengið að vinna á skuldinni þrátt fyrir fjölda viðvarana undanfarin ár. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri skýrslu sem gefin var út fyrir fjórum árum. Langstærsti hluti þessarar skuldar tengist vegakerfinu, en þar er áætlað að viðhaldsskuldin sé á bilinu 265–290 milljarðar króna. Það þarf því ekki að koma á óvart að samgöngumálin brenni á fólki um allt land; almenningi, stjórnendum fyrirtækja og sveitarstjórnarfólki, enda er ástand vegakerfisins víða ófullnægjandi. Það er mat höfunda innviðaskýrslunnar að ónóg fjárfesting og viðhald á undanförnum árum hafi leitt til versnandi ástands samgönguinnviða. Skuldasöfnun sem bitnar á komandi kynslóðum Viðhaldsskuldin er í raun form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera. Með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi eru ríki og sveitarfélög að velta kostnaðinum yfir á komandi kynslóðir. Afleiðingarnar eru ekki aðeins fjárhagslegar heldur hefur þetta líka áhrif á öryggi vegfarenda og lífsgæði almennings. Afleiðingar þess að sinna viðhaldi ekki eru mjög alvarlegar og kostnaðarsamar. Því lengur sem viðhaldi er slegið á frest, því meiri verður kostnaðurinn þegar loks er ráðist í aðgerðir. Vegir sem ekki fá reglulegt viðhald ganga hraðar úr sér og þurfa dýrari lagfæringar síðar meir. Á meðan uppfyllir vegakerfið ekki lágmarkskröfur, hamlar atvinnulífi, eykur slysahættu og minnkar möguleika fólks til að búa og starfa í dreifðari byggðum. Fagnaðarefni að innviðaráðherra vilji bregðast við Samtök iðnaðarins hafa undanfarið átt fundi með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Á þeim fundum hefur komið skýrt fram að samgöngumálin eru eitt helsta áhyggjuefni sveitarstjórna. Á mörgum svæðum landsins er ástand vegakerfisins þannig að það ógnar jafnvel öryggi og velferð samfélaganna. Í því ljósi er það mikið fagnaðarefni að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, skuli hafa lýst því yfir í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega að hann hyggist óska eftir auknu fjármagni til viðhalds á vegakerfinu. Hann lagði áherslu á að Vegagerðin þurfi meira fjármagn strax í sumar svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlegar lagfæringar. Ráðherra hefur þegar sent erindi á fjármálaráðherra og ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn. Þessi áhersla ráðherra er bæði skynsamleg og tímabær. Ljóst er að núverandi staða samgönguinnviða kallar á tafarlausar aðgerðir og það er mikilvægt að stjórnvöld sýni í verki að þau ætli að bregðast við þessari þróun. Verktakar eru tilbúnir Á meðal þeirra sem kunna að hafa efasemdir um slíka fjárfestingu má heyra raddir sem segja að ekki sé hægt að bæta við fleiri verkefnum í sumar. Það er hins vegar rangt. Íslenskir verktakar hafa fulla burði til að taka að sér aukin verkefni og munu standa klárir ef fjármögnun verður tryggð. Við getum því ekki látið slíkar röksemdir tefja bráðnauðsynlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að bregðast við og það er í höndum stjórnvalda að tryggja að fjármagnið skili sér til Vegagerðarinnar. Við fögnum því að innviðaráðherra hyggist sækja aukið fjármagn til vegaviðhalds og skorum á ríkisstjórnina að fylgja þeim áherslum eftir. Skilaboðin frá sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi eru skýr: Það er ekki hægt að bíða lengur. Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Ingólfur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun