Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Ingólfur Bender skrifa 3. mars 2025 10:45 Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi. Niðurstöðurnar eru sláandi: uppsöfnuð viðhaldsskuld innviða á Íslandi er nú komin upp í 680 milljarða króna. Það sem meira er, lítið hefur gengið að vinna á skuldinni þrátt fyrir fjölda viðvarana undanfarin ár. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri skýrslu sem gefin var út fyrir fjórum árum. Langstærsti hluti þessarar skuldar tengist vegakerfinu, en þar er áætlað að viðhaldsskuldin sé á bilinu 265–290 milljarðar króna. Það þarf því ekki að koma á óvart að samgöngumálin brenni á fólki um allt land; almenningi, stjórnendum fyrirtækja og sveitarstjórnarfólki, enda er ástand vegakerfisins víða ófullnægjandi. Það er mat höfunda innviðaskýrslunnar að ónóg fjárfesting og viðhald á undanförnum árum hafi leitt til versnandi ástands samgönguinnviða. Skuldasöfnun sem bitnar á komandi kynslóðum Viðhaldsskuldin er í raun form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera. Með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi eru ríki og sveitarfélög að velta kostnaðinum yfir á komandi kynslóðir. Afleiðingarnar eru ekki aðeins fjárhagslegar heldur hefur þetta líka áhrif á öryggi vegfarenda og lífsgæði almennings. Afleiðingar þess að sinna viðhaldi ekki eru mjög alvarlegar og kostnaðarsamar. Því lengur sem viðhaldi er slegið á frest, því meiri verður kostnaðurinn þegar loks er ráðist í aðgerðir. Vegir sem ekki fá reglulegt viðhald ganga hraðar úr sér og þurfa dýrari lagfæringar síðar meir. Á meðan uppfyllir vegakerfið ekki lágmarkskröfur, hamlar atvinnulífi, eykur slysahættu og minnkar möguleika fólks til að búa og starfa í dreifðari byggðum. Fagnaðarefni að innviðaráðherra vilji bregðast við Samtök iðnaðarins hafa undanfarið átt fundi með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Á þeim fundum hefur komið skýrt fram að samgöngumálin eru eitt helsta áhyggjuefni sveitarstjórna. Á mörgum svæðum landsins er ástand vegakerfisins þannig að það ógnar jafnvel öryggi og velferð samfélaganna. Í því ljósi er það mikið fagnaðarefni að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, skuli hafa lýst því yfir í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega að hann hyggist óska eftir auknu fjármagni til viðhalds á vegakerfinu. Hann lagði áherslu á að Vegagerðin þurfi meira fjármagn strax í sumar svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlegar lagfæringar. Ráðherra hefur þegar sent erindi á fjármálaráðherra og ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn. Þessi áhersla ráðherra er bæði skynsamleg og tímabær. Ljóst er að núverandi staða samgönguinnviða kallar á tafarlausar aðgerðir og það er mikilvægt að stjórnvöld sýni í verki að þau ætli að bregðast við þessari þróun. Verktakar eru tilbúnir Á meðal þeirra sem kunna að hafa efasemdir um slíka fjárfestingu má heyra raddir sem segja að ekki sé hægt að bæta við fleiri verkefnum í sumar. Það er hins vegar rangt. Íslenskir verktakar hafa fulla burði til að taka að sér aukin verkefni og munu standa klárir ef fjármögnun verður tryggð. Við getum því ekki látið slíkar röksemdir tefja bráðnauðsynlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að bregðast við og það er í höndum stjórnvalda að tryggja að fjármagnið skili sér til Vegagerðarinnar. Við fögnum því að innviðaráðherra hyggist sækja aukið fjármagn til vegaviðhalds og skorum á ríkisstjórnina að fylgja þeim áherslum eftir. Skilaboðin frá sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi eru skýr: Það er ekki hægt að bíða lengur. Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Ingólfur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Byggingariðnaður Ingólfur Bender Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi. Niðurstöðurnar eru sláandi: uppsöfnuð viðhaldsskuld innviða á Íslandi er nú komin upp í 680 milljarða króna. Það sem meira er, lítið hefur gengið að vinna á skuldinni þrátt fyrir fjölda viðvarana undanfarin ár. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri skýrslu sem gefin var út fyrir fjórum árum. Langstærsti hluti þessarar skuldar tengist vegakerfinu, en þar er áætlað að viðhaldsskuldin sé á bilinu 265–290 milljarðar króna. Það þarf því ekki að koma á óvart að samgöngumálin brenni á fólki um allt land; almenningi, stjórnendum fyrirtækja og sveitarstjórnarfólki, enda er ástand vegakerfisins víða ófullnægjandi. Það er mat höfunda innviðaskýrslunnar að ónóg fjárfesting og viðhald á undanförnum árum hafi leitt til versnandi ástands samgönguinnviða. Skuldasöfnun sem bitnar á komandi kynslóðum Viðhaldsskuldin er í raun form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera. Með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi eru ríki og sveitarfélög að velta kostnaðinum yfir á komandi kynslóðir. Afleiðingarnar eru ekki aðeins fjárhagslegar heldur hefur þetta líka áhrif á öryggi vegfarenda og lífsgæði almennings. Afleiðingar þess að sinna viðhaldi ekki eru mjög alvarlegar og kostnaðarsamar. Því lengur sem viðhaldi er slegið á frest, því meiri verður kostnaðurinn þegar loks er ráðist í aðgerðir. Vegir sem ekki fá reglulegt viðhald ganga hraðar úr sér og þurfa dýrari lagfæringar síðar meir. Á meðan uppfyllir vegakerfið ekki lágmarkskröfur, hamlar atvinnulífi, eykur slysahættu og minnkar möguleika fólks til að búa og starfa í dreifðari byggðum. Fagnaðarefni að innviðaráðherra vilji bregðast við Samtök iðnaðarins hafa undanfarið átt fundi með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Á þeim fundum hefur komið skýrt fram að samgöngumálin eru eitt helsta áhyggjuefni sveitarstjórna. Á mörgum svæðum landsins er ástand vegakerfisins þannig að það ógnar jafnvel öryggi og velferð samfélaganna. Í því ljósi er það mikið fagnaðarefni að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, skuli hafa lýst því yfir í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega að hann hyggist óska eftir auknu fjármagni til viðhalds á vegakerfinu. Hann lagði áherslu á að Vegagerðin þurfi meira fjármagn strax í sumar svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlegar lagfæringar. Ráðherra hefur þegar sent erindi á fjármálaráðherra og ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn. Þessi áhersla ráðherra er bæði skynsamleg og tímabær. Ljóst er að núverandi staða samgönguinnviða kallar á tafarlausar aðgerðir og það er mikilvægt að stjórnvöld sýni í verki að þau ætli að bregðast við þessari þróun. Verktakar eru tilbúnir Á meðal þeirra sem kunna að hafa efasemdir um slíka fjárfestingu má heyra raddir sem segja að ekki sé hægt að bæta við fleiri verkefnum í sumar. Það er hins vegar rangt. Íslenskir verktakar hafa fulla burði til að taka að sér aukin verkefni og munu standa klárir ef fjármögnun verður tryggð. Við getum því ekki látið slíkar röksemdir tefja bráðnauðsynlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að bregðast við og það er í höndum stjórnvalda að tryggja að fjármagnið skili sér til Vegagerðarinnar. Við fögnum því að innviðaráðherra hyggist sækja aukið fjármagn til vegaviðhalds og skorum á ríkisstjórnina að fylgja þeim áherslum eftir. Skilaboðin frá sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi eru skýr: Það er ekki hægt að bíða lengur. Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Ingólfur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar