„Mikilvægustu gestir landsfundar fengu far á fundinn á viðhafnarbíl, Toyota Yaris okkar Rósu. Síðasta verkefninu lokið í langskemmtilegasta starfi sem ég hef sinnt,“ segir Hersir í færslu á Facebook. Rósa Kristinsdóttir er unnusta hans.
Hersir birtir mynd úr bílnum þar sem sjá má glaðbeittan Bjarna í framsætinu og svo Þóru Margréti Baldvinsdóttur, eiginkonu Bjarna, Helgu Þóru dóttur þeirra og Áslaugu Friðriksdóttur, hinn aðstoðarmann Bjarna.

„Það hefur verið sannur heiður að vera aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar í þremur ráðuneytum frá haustinu 2020, með mörgum frábærum kollegum. Margt gengið á frá fyrsta degi, mikill árangur náðst og stundum blásið á móti - en alltaf haldið fast í gleðina,“ segir Hersir sem lofsyngur Bjarna.
„Bjarni er yfirburða stjórnmálamaður, yfirmaður og vinur. Ísland er ríkara að hafa notið krafta hans, bæði í beinhörðum tölum og breiðari skilningi. Takk fyrir allt!“