Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2025 10:35 Repúblikanar voru ánægðir með sinn mann í nótt. AP/Mandel Ngan Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku. „Ég er í kvöld með skilaboð til hinna dásamlegu íbúa Grænlands,“ sagði Trump í ræðu sinni. „Við styðjum dyggilega rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og, ef við óskið, bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríkin. Við þörfumst Grænlands þjóðaröryggisins vegna og jafnvel vegna alþjóðaöryggis. Og við vinnum að því með öllum að reyna að fá það. En við þörfnumst þess raunverulega vegna alþjóðaöryggis. Og ég held að við munum eignast það. Með einum eða öðrum hætti munum við eignast það. Við munum tryggja öryggi ykkar. Við munum gera ykkur rík. Og saman munum við taka Grænland í hæðir sem þið hefðuð aldrei talið mögulegar. Þetta er afar fámenn þjóð en afar stórt landsvæði og afar mikilvægt fyrir hernaðaröryggi,“ sagði forsetinn. Sjálfsákvörðunarréttur eða hvað? Fjölmiðlar í Danmörku hafa bent á tvískinnungin í orðum Trump; að hann heiti því að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga, á sama tíma og hann fullyrði að Bandaríkjamenn muni „fá“ eða „eignast“ landið með einum eða öðrum hætti. Fullyrðinguna má enda auðveldlega skilja sem hótun. Fréttaritari DR í Bandaríkjunum, Philip Khokar, segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem Trump talar um Grænland í opinberri ræðu. Orð hans sé ekki hægt að túlka öðruvísi en að það sé nú stefna Bandaríkjanna að innlima Grænland. Stjórnmálamenn í Danmörku virðast hafa valið að einblína frekar á fyrirheit Trump um að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Troels Lund Poulsen, aðstoðarforsætisráðherra Danmerkur, sagði til að mynda að það myndi aldrei gerast að annað ríki sölsaði undir sig hluta konungsveldisins. Hann ítrekaði í morgun að Grænlendingar gætu einir ákveðið framtíð sína. Menn þyrftu augljóslega að eiga hreinskiptar samræður en staðreyndin væri enn sú að Bandaríkin væru meðal nánustu bandamanna Dana. Van- og lítilsvirðing Utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen var spurður um ræðu Trump á blaðamannafundi í Finnlandi og tók í sama streng og Poulsen; það bæri fyrst og fremst að hlýða á orð Trump um sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hann sagði hins vegar einnig að hvað sem Grænlendingar ákvæðu væri alveg ljóst að þeir gætu aldrei orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, án bandalags við aðra. Vissulega væru aðrir möguleikar í stöðunni en að tilheyra Danmörku en fullkomið sjálfstæði væri ekki þeirra á meðal. “One way or the other, we’re going to get it.” Trump repeats the threat of 🇺🇸 occupying, annexing or absorbing 🇬🇱 🇩🇰. That’s the Putin way of treating countries. https://t.co/NN8vaRYzxF— Carl Bildt (@carlbildt) March 5, 2025 Martin Lidegaard, formaður Radikale Venstre, sagði hins vegar ummæli Trump um Grænland og Grænlendinga bera vott um virðingaleysi og þá sagði Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, að yfirlýsingar Trump væru í anda Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Pelle Dragsted, formaður Einingaflokksins, sagði orð Trump mikið áhyggjuefni og að forsetinn hefði opinberað að Bandaríkin hefðu sagt skilið við bandalag sitt við Danmörku og Evrópu. Þá gagnrýndi Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratana, ekki bara orð Trump heldur einnig viðbrögð samflokksmanna hans og benti á að þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu hlegið og varaforsetinn J.D. Vance brosað þegar Trump talaði um „hina dásamlegu íbúa Grænlands“. Bandaríkin Donald Trump Danmörk Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
„Ég er í kvöld með skilaboð til hinna dásamlegu íbúa Grænlands,“ sagði Trump í ræðu sinni. „Við styðjum dyggilega rétt ykkar til að ákvarða eigin framtíð og, ef við óskið, bjóðum við ykkur velkomin í Bandaríkin. Við þörfumst Grænlands þjóðaröryggisins vegna og jafnvel vegna alþjóðaöryggis. Og við vinnum að því með öllum að reyna að fá það. En við þörfnumst þess raunverulega vegna alþjóðaöryggis. Og ég held að við munum eignast það. Með einum eða öðrum hætti munum við eignast það. Við munum tryggja öryggi ykkar. Við munum gera ykkur rík. Og saman munum við taka Grænland í hæðir sem þið hefðuð aldrei talið mögulegar. Þetta er afar fámenn þjóð en afar stórt landsvæði og afar mikilvægt fyrir hernaðaröryggi,“ sagði forsetinn. Sjálfsákvörðunarréttur eða hvað? Fjölmiðlar í Danmörku hafa bent á tvískinnungin í orðum Trump; að hann heiti því að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga, á sama tíma og hann fullyrði að Bandaríkjamenn muni „fá“ eða „eignast“ landið með einum eða öðrum hætti. Fullyrðinguna má enda auðveldlega skilja sem hótun. Fréttaritari DR í Bandaríkjunum, Philip Khokar, segir að um sé að ræða fyrsta skiptið sem Trump talar um Grænland í opinberri ræðu. Orð hans sé ekki hægt að túlka öðruvísi en að það sé nú stefna Bandaríkjanna að innlima Grænland. Stjórnmálamenn í Danmörku virðast hafa valið að einblína frekar á fyrirheit Trump um að virða sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Troels Lund Poulsen, aðstoðarforsætisráðherra Danmerkur, sagði til að mynda að það myndi aldrei gerast að annað ríki sölsaði undir sig hluta konungsveldisins. Hann ítrekaði í morgun að Grænlendingar gætu einir ákveðið framtíð sína. Menn þyrftu augljóslega að eiga hreinskiptar samræður en staðreyndin væri enn sú að Bandaríkin væru meðal nánustu bandamanna Dana. Van- og lítilsvirðing Utanríkisráðherrann Lars Løkke Rasmussen var spurður um ræðu Trump á blaðamannafundi í Finnlandi og tók í sama streng og Poulsen; það bæri fyrst og fremst að hlýða á orð Trump um sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hann sagði hins vegar einnig að hvað sem Grænlendingar ákvæðu væri alveg ljóst að þeir gætu aldrei orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, án bandalags við aðra. Vissulega væru aðrir möguleikar í stöðunni en að tilheyra Danmörku en fullkomið sjálfstæði væri ekki þeirra á meðal. “One way or the other, we’re going to get it.” Trump repeats the threat of 🇺🇸 occupying, annexing or absorbing 🇬🇱 🇩🇰. That’s the Putin way of treating countries. https://t.co/NN8vaRYzxF— Carl Bildt (@carlbildt) March 5, 2025 Martin Lidegaard, formaður Radikale Venstre, sagði hins vegar ummæli Trump um Grænland og Grænlendinga bera vott um virðingaleysi og þá sagði Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Svíþjóðar, að yfirlýsingar Trump væru í anda Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Pelle Dragsted, formaður Einingaflokksins, sagði orð Trump mikið áhyggjuefni og að forsetinn hefði opinberað að Bandaríkin hefðu sagt skilið við bandalag sitt við Danmörku og Evrópu. Þá gagnrýndi Inger Støjberg, formaður Danmerkurdemókratana, ekki bara orð Trump heldur einnig viðbrögð samflokksmanna hans og benti á að þingmenn Repúblikanaflokksins hefðu hlegið og varaforsetinn J.D. Vance brosað þegar Trump talaði um „hina dásamlegu íbúa Grænlands“.
Bandaríkin Donald Trump Danmörk Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira