Bílarnir dregnir upp úr sjónum Magnús Jochum Pálsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 5. mars 2025 16:35 Bílarnir tveir sem aldan hrifsaði í sjóinn á mánudagsmorgun eru komnir á þurrt land. Vísir/Bjarni Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu. Mennirnir tveir eru starfsmenn Hagtaks, sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum og hefur undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni til að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar sem gekk yfir seint á föstudagskvöld þegar aldan hrifsaði þá til sín. Slökkvilið var kallað út upp úr klukkan átta ásamt lögreglu, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveitum. Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar, slökkviliðsstjóra á Akranesi voru mennirnir, ekki lengi ofan í sjónum og komu sér af sjálfsdáðum upp úr sjónum með hjálp viðstaddra á höfninni. Þeir voru báðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands til athugunar. Annar þeirra var svo fluttur til Reykjavíkur og liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans meðan hinn er ómeiddur. Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hugur hans væri hjá aðstandendum mannsins en gat ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Rannsóknarnefd samgönguslysa, Vinnueftirlitið og lögreglan á Vesturlandi rannsaka nú tildrög slyssins. Kranabíll og fimm kafarar Bílarni voru staðsettir með baujum og ætluðu kafarar kafa eftir bílunum mánudagskvöld en þurftu að hætta við vegna of mikils vinds og slæms skyggnis. Kafararnir fóru aftur af stað í dag þegar bílarnir tveir voru dregnir á land. Kjartan Jakob Hauksson, framkvæmdastjóri hjá Sjótækni og aðgerðarstjóri á vettvangi, sagði aðgerðir í dag ekki hafa getað gengið betur þrátt fyrir vandasamt verk og erfiðar aðstæður fyrir kafara á svæðinu. „Veðrið er að vinna með okkur en síðustu tvo daga reyndum við þetta því höfnin er lokuð og það er skip að bíða eftir að fá að komast inn. Það hefur gengið vel hjá okkur í dag, það hefur allt gengið upp í rauninni.“ Sjótækni sá um aðgerðina með hjálp frá lögreglunni á Vesturlandi og björgunarsveitarmönnum björgunarfélags Akraness aðstoðaði Sjótækni. Fimm kafarar frá Sjótækni unnu hörðum höndum að verkefninu. „Björgunarsveitin er með aðstoðarmenn hérna líka, lögreglan og menn frá Faxaflóahöfnum svo það er svolítið af mannskap í þessu. Þetta er vandasamt verk í sjálfu sér. Þó að veðrið sé gott eins og þið sjáið þá sér kafarinn ekki handaskil í sjónum. Það er búið að vera svo mikið brim í sjónum, svo mikið hafrót að það er ekkert skyggni, það sést kannski fimm sentímetrar eða tíu sentímetrar niðri,“ sagði Kjartan. Þá var Kranabíll frá Borgarverki ehf notaður til að hífa upp bílana og sáu starfsmenn þess um þann hluta aðgerðarinnar. Uppfært: Upphaflega kom ranglega fram að Landhelgisgæslan hefði komið að aðgerðinni. Það hefur verið leiðrétt. Menn á landi og legi sáu um að draga bílinn á land með hjálp kranabíls.Vísir/Bjarni Akranes Slysavarnir Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Lögreglumál Hafnarmál Tengdar fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43 Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Mennirnir tveir eru starfsmenn Hagtaks, sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum og hefur undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni til að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar sem gekk yfir seint á föstudagskvöld þegar aldan hrifsaði þá til sín. Slökkvilið var kallað út upp úr klukkan átta ásamt lögreglu, sjúkraflutningamönnum og björgunarsveitum. Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar, slökkviliðsstjóra á Akranesi voru mennirnir, ekki lengi ofan í sjónum og komu sér af sjálfsdáðum upp úr sjónum með hjálp viðstaddra á höfninni. Þeir voru báðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands til athugunar. Annar þeirra var svo fluttur til Reykjavíkur og liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans meðan hinn er ómeiddur. Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hugur hans væri hjá aðstandendum mannsins en gat ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Rannsóknarnefd samgönguslysa, Vinnueftirlitið og lögreglan á Vesturlandi rannsaka nú tildrög slyssins. Kranabíll og fimm kafarar Bílarni voru staðsettir með baujum og ætluðu kafarar kafa eftir bílunum mánudagskvöld en þurftu að hætta við vegna of mikils vinds og slæms skyggnis. Kafararnir fóru aftur af stað í dag þegar bílarnir tveir voru dregnir á land. Kjartan Jakob Hauksson, framkvæmdastjóri hjá Sjótækni og aðgerðarstjóri á vettvangi, sagði aðgerðir í dag ekki hafa getað gengið betur þrátt fyrir vandasamt verk og erfiðar aðstæður fyrir kafara á svæðinu. „Veðrið er að vinna með okkur en síðustu tvo daga reyndum við þetta því höfnin er lokuð og það er skip að bíða eftir að fá að komast inn. Það hefur gengið vel hjá okkur í dag, það hefur allt gengið upp í rauninni.“ Sjótækni sá um aðgerðina með hjálp frá lögreglunni á Vesturlandi og björgunarsveitarmönnum björgunarfélags Akraness aðstoðaði Sjótækni. Fimm kafarar frá Sjótækni unnu hörðum höndum að verkefninu. „Björgunarsveitin er með aðstoðarmenn hérna líka, lögreglan og menn frá Faxaflóahöfnum svo það er svolítið af mannskap í þessu. Þetta er vandasamt verk í sjálfu sér. Þó að veðrið sé gott eins og þið sjáið þá sér kafarinn ekki handaskil í sjónum. Það er búið að vera svo mikið brim í sjónum, svo mikið hafrót að það er ekkert skyggni, það sést kannski fimm sentímetrar eða tíu sentímetrar niðri,“ sagði Kjartan. Þá var Kranabíll frá Borgarverki ehf notaður til að hífa upp bílana og sáu starfsmenn þess um þann hluta aðgerðarinnar. Uppfært: Upphaflega kom ranglega fram að Landhelgisgæslan hefði komið að aðgerðinni. Það hefur verið leiðrétt. Menn á landi og legi sáu um að draga bílinn á land með hjálp kranabíls.Vísir/Bjarni
Akranes Slysavarnir Veður Björgunarsveitir Slökkvilið Lögreglumál Hafnarmál Tengdar fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43 Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10