Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar 6. mars 2025 09:01 Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur tilkynnt um fyrirhugaða endurskoðun öryggis- og varnarmálastefnu fyrir Ísland með stofnun þverpólitískrar nefndar sem ber að fagna. Af því tilefni ber að ítreka mikilvægi þess að norrænar áherslur fái notið sín með hliðsjón af gríðarlega öflugri vinnu sem fer nú fram á vettvangi Norðurlandaráðs og NB8, og þeim lærdómi sem verður að draga frá okkar öflugustu bandamönnum og samstarfsþjóðum. Við erum öfundsverður félagsskapur, sem helgast af því að það hefur verið lögð rækt við hann. NB8-samstarfið svokallaða, sem hefur einnig verið í brennidepli að undanförnu, sameinar jafnframt Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú. Fyrr á þessu ári komu NB8 ríkin sér saman um að unnar yrðu tillögur um eflingu öryggis- og varnarsamstarfs sín á milli. Með þessu sýna leiðtogar ríkjanna ekki bara mikinn vilja til að styrkja sameiginlegar varnir og tryggja stöðugleika á svæðinu, því samtakamátturinn og samstaðan vekur athygli í allar áttir. Nýverið fór fram febrúarfundur í störfum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Öryggis- og varnarmál eru þar á allra vörum, og við getum notið þess að búa að gríðarlegri þekkingu bandamanna okkar sem eiga landamæri að Rússlandi sem við verðum að nýta okkur inn í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Til að mynda var haldin málstofa um skuggaflota Rússlands í Eystrasaltshafi, þar sem skip úr ýmsum heimshlutum hafa siglt bókstaflega undir fölsku flaggi í ljósi viðskiptaþvingana sem beitt hefur verið gagnvart Rússum til að flytja olíu og annan varning hafna á milli. Þetta eru vægast sagt illa útbúin skip og geta skapað gríðarlega hættu á umhverfisslysum. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu augljós hætta skapast af raski á sæstrengjum og mikilvægum leiðslum sem liggja á botni sjávar. Við fögnum því þess vegna sérstaklega að norrænir bandamenn okkar vilji nýta vettvang Norðurlandaráðs til þess að þétta raðirnar, sýna öðrum ríkjum öfluga samstöðu og að hér innan okkar raða sé ekki bara búið að formfesta varnarsamstarf okkar innan raða NATO með nýlegri inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið. Norðurlandaráð er ekki varnarbandalag, og getur sem slíkt ekki sinnt þeirri stoð í varnarstefnu Íslands líkt og NATO hefur gert frá stofnun þess. Eftir því sem þverpólitískt norrænt samstarf setur meiri fókus á net- og orkuöryggi, matvælaöryggi, sæstrengi, upplýsingaóreiðu, netárásir og það sem við köllum fjölþáttaógnir, verður vettvangurinn dýrmætari. Ísland er sökum smæðar ekki í aðstöðu til að sinna varnarmálum á eigin spýtur. Það skiptir öllu máli að taka skrefin samstíga í stærri hópi þjóða sem deila hagsmunum okkar og gildum. Hér eigum við einnig að horfa til þess að Noregur stendur líkt og við utan Evrópusambandsins, en á með sambærilegum hætti og Ísland mikið undir þegar kemur að varnarsamstarfi við Bandaríkin. Norræn samstaða um öryggis- og varnarmál skiptir því öllu þegar rætt er um skipan okkar í alþjóðasamstarfi. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu á ekki erindi inn í traust samtal norræna vettvangsins sem verið er að byggja upp með hætti sem vekur heimsathygli. Við jafnaðarmenn höfum byggt fast á þeirri sýn að farsælar samfélagsbreytingar verða að byggjast á öruggum en um leið ákveðnum skrefum í þágu skýrt skilgreindra markmiða. Þau sjónarmið eiga líka við um erfiðar ákvarðanir fyrir alþjóðasamfélagið á óvissutímum, ekki síst þegar kemur að uppbyggingu varnarinnviða. Heimsbyggðin horfir til Norðurlanda og félagshyggjusamfélaga þeirra. Forystu nýrrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem samanstendur af fulltrúum þriggja flokka sem sameinast um breiðar línur í íslenskri þjóðarsál, í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja, er vel treystandi fyrir því verkefni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Norðurlandaráð Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar minnst er á Norðurlandaráð í daglegu tali verður mögulega einhverjum fyrst hugsað um bókmenntir og verðlaunahátíðir. Það er ekki óeðlilegt – sameiginlegur menningararfur á Norðurslóðum hefur í gegnum tíðina gert okkur Norðurlöndin að bestu bandamönnum hvors annars og það er ekki ódýr vinskapur á óróatímum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur tilkynnt um fyrirhugaða endurskoðun öryggis- og varnarmálastefnu fyrir Ísland með stofnun þverpólitískrar nefndar sem ber að fagna. Af því tilefni ber að ítreka mikilvægi þess að norrænar áherslur fái notið sín með hliðsjón af gríðarlega öflugri vinnu sem fer nú fram á vettvangi Norðurlandaráðs og NB8, og þeim lærdómi sem verður að draga frá okkar öflugustu bandamönnum og samstarfsþjóðum. Við erum öfundsverður félagsskapur, sem helgast af því að það hefur verið lögð rækt við hann. NB8-samstarfið svokallaða, sem hefur einnig verið í brennidepli að undanförnu, sameinar jafnframt Norðurlöndin fimm og Eystrasaltsríkin þrjú. Fyrr á þessu ári komu NB8 ríkin sér saman um að unnar yrðu tillögur um eflingu öryggis- og varnarsamstarfs sín á milli. Með þessu sýna leiðtogar ríkjanna ekki bara mikinn vilja til að styrkja sameiginlegar varnir og tryggja stöðugleika á svæðinu, því samtakamátturinn og samstaðan vekur athygli í allar áttir. Nýverið fór fram febrúarfundur í störfum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Öryggis- og varnarmál eru þar á allra vörum, og við getum notið þess að búa að gríðarlegri þekkingu bandamanna okkar sem eiga landamæri að Rússlandi sem við verðum að nýta okkur inn í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Til að mynda var haldin málstofa um skuggaflota Rússlands í Eystrasaltshafi, þar sem skip úr ýmsum heimshlutum hafa siglt bókstaflega undir fölsku flaggi í ljósi viðskiptaþvingana sem beitt hefur verið gagnvart Rússum til að flytja olíu og annan varning hafna á milli. Þetta eru vægast sagt illa útbúin skip og geta skapað gríðarlega hættu á umhverfisslysum. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu augljós hætta skapast af raski á sæstrengjum og mikilvægum leiðslum sem liggja á botni sjávar. Við fögnum því þess vegna sérstaklega að norrænir bandamenn okkar vilji nýta vettvang Norðurlandaráðs til þess að þétta raðirnar, sýna öðrum ríkjum öfluga samstöðu og að hér innan okkar raða sé ekki bara búið að formfesta varnarsamstarf okkar innan raða NATO með nýlegri inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið. Norðurlandaráð er ekki varnarbandalag, og getur sem slíkt ekki sinnt þeirri stoð í varnarstefnu Íslands líkt og NATO hefur gert frá stofnun þess. Eftir því sem þverpólitískt norrænt samstarf setur meiri fókus á net- og orkuöryggi, matvælaöryggi, sæstrengi, upplýsingaóreiðu, netárásir og það sem við köllum fjölþáttaógnir, verður vettvangurinn dýrmætari. Ísland er sökum smæðar ekki í aðstöðu til að sinna varnarmálum á eigin spýtur. Það skiptir öllu máli að taka skrefin samstíga í stærri hópi þjóða sem deila hagsmunum okkar og gildum. Hér eigum við einnig að horfa til þess að Noregur stendur líkt og við utan Evrópusambandsins, en á með sambærilegum hætti og Ísland mikið undir þegar kemur að varnarsamstarfi við Bandaríkin. Norræn samstaða um öryggis- og varnarmál skiptir því öllu þegar rætt er um skipan okkar í alþjóðasamstarfi. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu á ekki erindi inn í traust samtal norræna vettvangsins sem verið er að byggja upp með hætti sem vekur heimsathygli. Við jafnaðarmenn höfum byggt fast á þeirri sýn að farsælar samfélagsbreytingar verða að byggjast á öruggum en um leið ákveðnum skrefum í þágu skýrt skilgreindra markmiða. Þau sjónarmið eiga líka við um erfiðar ákvarðanir fyrir alþjóðasamfélagið á óvissutímum, ekki síst þegar kemur að uppbyggingu varnarinnviða. Heimsbyggðin horfir til Norðurlanda og félagshyggjusamfélaga þeirra. Forystu nýrrar ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem samanstendur af fulltrúum þriggja flokka sem sameinast um breiðar línur í íslenskri þjóðarsál, í þágu íslenskra heimila og fyrirtækja, er vel treystandi fyrir því verkefni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar