30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2025 10:15 Logi Einarsson háskólaráðherra vissi ekki af þrjátíu milljörðum, sem safnast hafa upp á reikningum Menntasjóðs námsmanna, þegar fréttastofa innti hann eftir upplýsingum í síðustu viku. Fjallað er um fjármagnið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar. Vorið 2019 samþykkti Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna, MSNM, sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn hætti þá að veita lán en er enn til, þar sem mikill fjöldi fólks sem fékk lán hjá LÍN á sínum tíma er enn að greiða þau til baka. Samkvæmt lögum er Menntasjóði eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gegnum endurgreiðslur námslána, ríkisframlag og lánsfé, en komið hefur í ljós að útlánin hafi meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé LÍN. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjörutíu milljarðar króna, endurgreiðslur lána, farið af reikningum LÍN í útlán MSNM. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði safnast upp á reikningum MSNM, þar sem nú má finna um þrjátíu milljarða króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftirspurn eftir námslánum minnkað Fjallað er um það í Morgunblaðinu í morgun að þrjátíu milljarðar króna, í eigu ríkisins, liggi á bankabókum MSNM hjá viðskiptabönkunum og á sama tíma nemi óhagstæð lán ríkisins í formi útistandandi ríkisvíxla um 200 milljörðum. Fjallað er um málið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru á þriðjudag. Þar eru lagðar til breytingar á lausafjárstýringu hjá ríkinu. „Ríkissjóður á töluvert mikið af inneignum í viðskiptabönkum á sama tíma og hann fjármagnar sig á lánum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur náð fram mikilli hagræðingu með breyttu verklagi í samvinnu Fjársýslu ríkisins og Seðlabanka Íslands. Sérstaklega þarf að skoða lausafé Menntasjóðs námsmanna,“ segir í glærupakka starfshópsins. Haft er eftir Birni Inga Victorssyni í umfjöllun Morgunblaðsins að innistæðurnar séu tilkomnar vegna offjármögnunar Lánasjóðs íslenskra námsmanna en eftirspurn eftir námslánum hafi minnkað töluvert síðustu ár. „Ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ Fréttastofu hafði borist málið til eyrna í síðustu viku og að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fram fór í Reykjanesbæ, var Logi Einarsson, háskólaráðherra, inntur eftir svörum um málið. Logi hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt, um breytingar á lögum um Menntasjóðinn og kemur fram í umsögn um breytingarnar: „...frá gildistöku laganna hafa útlán sjóðsins meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé eldra lánasafns sjóðsins, þ.e. Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).“ „Það er skýrt í lögum að það á að fjármagna nýja sjóðinn, sem var settur á stofn fyrir nokkrum árum, með endurláni úr ríkissjóði. Síðan hafa verið að safnast upp peningar því fólk hefur verið að greiða til baka inn í gamla sjóðinn, gömul námslán. Sá aur á með réttu að fara til ríkissjóðs, þetta eru um 30 milljarðar króna og svo kannski fimm milljarðar á næstu árum,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu og skýrði að lán til þeirra sem fái lán hjá MSNM eigi þannig að vera fjármögnuð beint úr ríkissjóði. Hafa þá fjármunir verið að safnast upp hjá sjóðnum, sem hefðu átt að fara í útlán? „Nei, öfugt. Það eru í raun endurgreiðslur í gamla kerfið, sem hefðu átt að fara í ríkissjóð og munu fara þangað og nýi menntasjóðurinn á að fjármagna sig með framlögum úr ríkissjóði. Þetta er tæknilegt atriði.“ Fjármunir eru þá ekki að safnast einhvers staðar upp? „Nei, nei ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ sagði Logi. Eins og ég heyrði þetta var verið að fjármagna útlán hjá Menntasjóðnum með endurgreiðslunum en á sama tíma hefði verið að koma fjármagn frá ríkissjóði sem hefði verið að safnast upp inni á reikningum Menntasjóðsins. „Ég held ekki.“ Vissi af fjármagninu og svörin byggð á misskilningi Uppfært klukkan 11:00: Tómas Guðjónsson aðstoðarmaður Loga hafði samband við fréttastofu og útskýrði að svör Loga hafi verið byggð á misskilningi. Hann hafi vitað af fjármunum sem safnast hafa upp á reikningum MSNM. Fram kemur í pósti frá Tómasi að breytingar hafi verið gerðar á lögum um Menntasjóðinn á vorþingi 2024 þar sem lögfest var að Menntasjóði væri eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gengum Endurlán ríkissjóðs. „Hjá sjóðnum hafa safnast upp rúmlega 30 milljarðar króna í handbæru fé vegna endurgreiðslu eldri lána sem jafnframt er hluti af fjármögnun sjóðsins. Þessir fjármunir eiga með réttu að færast inn í ríkissjóð. Auk þess safnast um 5-6 milljarðar króna árlega vegna endurgreiðslu eldri lána sem eiga að færast í ríkissjóð þar til eldri lán eru greidd upp,“ segir í póstinum. Þar kemur jafnframt fram að 27. janúar síðastliðinn hafi verið gefin út reglugerð nr. 67/2025 um fjármögnun MSNM þar sem fjármögnun sjóðsins er nánar útfærð. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð eftir útskýringar Tómasar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Vorið 2019 samþykkti Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna, MSNM, sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn hætti þá að veita lán en er enn til, þar sem mikill fjöldi fólks sem fékk lán hjá LÍN á sínum tíma er enn að greiða þau til baka. Samkvæmt lögum er Menntasjóði eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gegnum endurgreiðslur námslána, ríkisframlag og lánsfé, en komið hefur í ljós að útlánin hafi meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé LÍN. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjörutíu milljarðar króna, endurgreiðslur lána, farið af reikningum LÍN í útlán MSNM. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði safnast upp á reikningum MSNM, þar sem nú má finna um þrjátíu milljarða króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftirspurn eftir námslánum minnkað Fjallað er um það í Morgunblaðinu í morgun að þrjátíu milljarðar króna, í eigu ríkisins, liggi á bankabókum MSNM hjá viðskiptabönkunum og á sama tíma nemi óhagstæð lán ríkisins í formi útistandandi ríkisvíxla um 200 milljörðum. Fjallað er um málið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru á þriðjudag. Þar eru lagðar til breytingar á lausafjárstýringu hjá ríkinu. „Ríkissjóður á töluvert mikið af inneignum í viðskiptabönkum á sama tíma og hann fjármagnar sig á lánum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur náð fram mikilli hagræðingu með breyttu verklagi í samvinnu Fjársýslu ríkisins og Seðlabanka Íslands. Sérstaklega þarf að skoða lausafé Menntasjóðs námsmanna,“ segir í glærupakka starfshópsins. Haft er eftir Birni Inga Victorssyni í umfjöllun Morgunblaðsins að innistæðurnar séu tilkomnar vegna offjármögnunar Lánasjóðs íslenskra námsmanna en eftirspurn eftir námslánum hafi minnkað töluvert síðustu ár. „Ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ Fréttastofu hafði borist málið til eyrna í síðustu viku og að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fram fór í Reykjanesbæ, var Logi Einarsson, háskólaráðherra, inntur eftir svörum um málið. Logi hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt, um breytingar á lögum um Menntasjóðinn og kemur fram í umsögn um breytingarnar: „...frá gildistöku laganna hafa útlán sjóðsins meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé eldra lánasafns sjóðsins, þ.e. Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).“ „Það er skýrt í lögum að það á að fjármagna nýja sjóðinn, sem var settur á stofn fyrir nokkrum árum, með endurláni úr ríkissjóði. Síðan hafa verið að safnast upp peningar því fólk hefur verið að greiða til baka inn í gamla sjóðinn, gömul námslán. Sá aur á með réttu að fara til ríkissjóðs, þetta eru um 30 milljarðar króna og svo kannski fimm milljarðar á næstu árum,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu og skýrði að lán til þeirra sem fái lán hjá MSNM eigi þannig að vera fjármögnuð beint úr ríkissjóði. Hafa þá fjármunir verið að safnast upp hjá sjóðnum, sem hefðu átt að fara í útlán? „Nei, öfugt. Það eru í raun endurgreiðslur í gamla kerfið, sem hefðu átt að fara í ríkissjóð og munu fara þangað og nýi menntasjóðurinn á að fjármagna sig með framlögum úr ríkissjóði. Þetta er tæknilegt atriði.“ Fjármunir eru þá ekki að safnast einhvers staðar upp? „Nei, nei ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ sagði Logi. Eins og ég heyrði þetta var verið að fjármagna útlán hjá Menntasjóðnum með endurgreiðslunum en á sama tíma hefði verið að koma fjármagn frá ríkissjóði sem hefði verið að safnast upp inni á reikningum Menntasjóðsins. „Ég held ekki.“ Vissi af fjármagninu og svörin byggð á misskilningi Uppfært klukkan 11:00: Tómas Guðjónsson aðstoðarmaður Loga hafði samband við fréttastofu og útskýrði að svör Loga hafi verið byggð á misskilningi. Hann hafi vitað af fjármunum sem safnast hafa upp á reikningum MSNM. Fram kemur í pósti frá Tómasi að breytingar hafi verið gerðar á lögum um Menntasjóðinn á vorþingi 2024 þar sem lögfest var að Menntasjóði væri eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gengum Endurlán ríkissjóðs. „Hjá sjóðnum hafa safnast upp rúmlega 30 milljarðar króna í handbæru fé vegna endurgreiðslu eldri lána sem jafnframt er hluti af fjármögnun sjóðsins. Þessir fjármunir eiga með réttu að færast inn í ríkissjóð. Auk þess safnast um 5-6 milljarðar króna árlega vegna endurgreiðslu eldri lána sem eiga að færast í ríkissjóð þar til eldri lán eru greidd upp,“ segir í póstinum. Þar kemur jafnframt fram að 27. janúar síðastliðinn hafi verið gefin út reglugerð nr. 67/2025 um fjármögnun MSNM þar sem fjármögnun sjóðsins er nánar útfærð. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð eftir útskýringar Tómasar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira