Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. mars 2025 12:32 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnarmálaráðherra. Vísir/Sigurjón „Stærsti vandi leikskólanna í dag er skortur á leikskólakennurum. Og hvernig ætla einkafyrirtækin að fá leikskólakennara? Þau ætla að hækka launin þeirra. Er þetta ekki sama fólk og kvartar yfir því oft á tíðum ef laun kennara eru hækkuð,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Er það sanngjarnt að sumir og sum börn fái menntaða leikskólakennara af því að það er fyrirtæki sem er tilbúið að borga fyrir bara þessi börn? Mér finnst það í rauninni ekki. Þarna erum við náttúrlega líka komin að því sem kennarar hafa verið að biðja um sem er jöfnun launa á milli markaða. Svo má velta fyrir sér bara gagnvart barninu: ef barn er í skóla sem er rekinn af viðkomandi fyrirtæki og foreldri missir vinnuna, hættir eða hvernig það er, er þá barnið líka rekið af leikskólanum? Það eru alls konar álitamál í þessu. Það er ekki að þetta gangi bara eins og látið er líta út fyrir,“ bætti Ásthildur Lóa við. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi leikskólamálin á Bylgjunni í Bítinu í morgun og sagði sorglegt að ekki verði af vinnustaða-leikskólum eins og stefnt hefur verið að. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta væri ljóst að ekki yrði greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræðuna á Alþingi í dag og minnti á að samkvæmt tölum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar þá voru þann 2. júní 2024 nærri 700 börn eldri en 12 mánaða að bíða eftir plássi á leikskólum borgarinnar. Vandamálið væri til staðar víða um land og til að mæta þörfum samfélagsins þyrfti að byggja fleiri leikskóla, fjölga leikskólakennurum og öðru starfsfólki. Hún sagði meirihlutanum ekki hugnast lausnir einkaframtaksins og sú afstaða kæmi í veg fyrir að byggður yrði nýr leikskóli þar sem ætla mætti að leikskólakennarar gætu fengið betri laun. Ráðherra minnti á að hún væri ekki í borgarstjórn en ýmis álitamál væru uppi um fyrirtækjaleikskóla. „Samkvæmt þeim fregnum sem ég hef heyrt þá er það bara ekki rétt að þau ætli að banna þennan leikskóla hjá borginni. Þau ætla hins vegar ekki skilst mér að greiða með þessum börnum. Lausnir einkaframtaksins geta verið og eru gríðarlega mikilvægar en þetta þarf að skoða út frá öllum þáttum og að hér skapist ekki tvöfalt kerfi,“ sagði Ásthildur Lóa og bætti síðar við: „Leikskólar eru ekki fyrst og fremst fyrir foreldra, þeir eru fyrst og fremst fyrir börn og það eru hagsmunir barna sem við þurfum að hafa í huga.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Er það sanngjarnt að sumir og sum börn fái menntaða leikskólakennara af því að það er fyrirtæki sem er tilbúið að borga fyrir bara þessi börn? Mér finnst það í rauninni ekki. Þarna erum við náttúrlega líka komin að því sem kennarar hafa verið að biðja um sem er jöfnun launa á milli markaða. Svo má velta fyrir sér bara gagnvart barninu: ef barn er í skóla sem er rekinn af viðkomandi fyrirtæki og foreldri missir vinnuna, hættir eða hvernig það er, er þá barnið líka rekið af leikskólanum? Það eru alls konar álitamál í þessu. Það er ekki að þetta gangi bara eins og látið er líta út fyrir,“ bætti Ásthildur Lóa við. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, ræddi leikskólamálin á Bylgjunni í Bítinu í morgun og sagði sorglegt að ekki verði af vinnustaða-leikskólum eins og stefnt hefur verið að. Einar segir Alvotech enn geta byggt leikskóla en með yfirlýsingum nýs meirihluta væri ljóst að ekki yrði greitt með hverju barni með þjónustusamningi. Kostnaðurinn yrði því miklu meiri. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins hóf umræðuna á Alþingi í dag og minnti á að samkvæmt tölum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar þá voru þann 2. júní 2024 nærri 700 börn eldri en 12 mánaða að bíða eftir plássi á leikskólum borgarinnar. Vandamálið væri til staðar víða um land og til að mæta þörfum samfélagsins þyrfti að byggja fleiri leikskóla, fjölga leikskólakennurum og öðru starfsfólki. Hún sagði meirihlutanum ekki hugnast lausnir einkaframtaksins og sú afstaða kæmi í veg fyrir að byggður yrði nýr leikskóli þar sem ætla mætti að leikskólakennarar gætu fengið betri laun. Ráðherra minnti á að hún væri ekki í borgarstjórn en ýmis álitamál væru uppi um fyrirtækjaleikskóla. „Samkvæmt þeim fregnum sem ég hef heyrt þá er það bara ekki rétt að þau ætli að banna þennan leikskóla hjá borginni. Þau ætla hins vegar ekki skilst mér að greiða með þessum börnum. Lausnir einkaframtaksins geta verið og eru gríðarlega mikilvægar en þetta þarf að skoða út frá öllum þáttum og að hér skapist ekki tvöfalt kerfi,“ sagði Ásthildur Lóa og bætti síðar við: „Leikskólar eru ekki fyrst og fremst fyrir foreldra, þeir eru fyrst og fremst fyrir börn og það eru hagsmunir barna sem við þurfum að hafa í huga.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Leikskólar Tengdar fréttir Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. 4. mars 2025 19:25