Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 12:08 Tony Wroten í leik með Philadelphia 76ers. ap/Matt Slocum Ekkert verður af því að bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem spilaði 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, leiki með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Útlendingastofnun synjaði umsókn hans um dvalarleyfi. Wroten samdi við Selfoss undir lok síðasta árs og æfði með liðinu í janúar. Hann hefur hins vegar ekki spilað með Selfossi þar sem umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað. Fyrir þremur árum fékk Wroten þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að umfangsmiklu svikamáli átján fyrrverandi leikmanna í NBA sem reyndu að svíkja fé út úr velferðarkerfi deildarinnar. Þeir fölsuðu reikninga fyrir læknisþjónustu sem var aldrei innt af hendi. Upphæðirnar í svikamálinu námu um fjórum milljónum Bandaríkjadala. „Hann kemur til landsins til að spila fyrir Selfoss og í desember er sótt um leyfi fyrir hann á grundvelli þess að hann sé íþróttamaður. En því var hafnað á þeim forsendum að hann hefði brotið gegn lögum er varða allt að sextán ára fangelsi á Íslandi,“ sagði Sverrir Sigurjónsson, lögmaður Selfoss, í samtali við Vísi í síðasta mánuði. Selfyssingar skiluðu inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu eða ógn við land og þjóð. En aftur fengu þeir neikvætt svar frá Útlendingastofnun. Samkvæmt heimildum Vísis íhuga Selfyssingar að áfrýja úrskurði Útlendingastofnunnar enda hefur Wroten sýnt áhuga á að spila með liðinu á næsta tímabili. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af 1. deildinni þar sem Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti með tíu stig. Á morgun mætir liðið KFG í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Wroten hafa myndað sterk tengsl við Selfoss og Ísland þennan mánuð sem hann dvaldi hér. „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira,“ sagði Wroten. Wroten lék sem fyrr sagði 145 leiki í NBA á sínum tíma. Eftir að hafa spilað eitt ár með Washington háskólanum valdi Memphis Grizzlies Wroten með 25. valrétti í nýliðavalinu 2012. Hann lék með liðinu í eitt tímabil en var svo skipt til Philadelphia 76ers. Á sínu fyrsta tímabili með Sixers skoraði Wroten 13,0 stig, tók 3,2 fráköst og gaf 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Tímabilið 2014-15 lék Wroten þrjátíu leiki fyrir Sixers og skoraði í þeim að meðaltali 16,9 stig, tók 2,9 fráköst, gaf 5,2 stoðsendingar og stal boltanum 1,6 sinnum áður en hann sleit krossband í hné. Eftir að NBA-ferlinum lauk hefur Wroten farið víða og spilað í Eistlandi, Póllandi, á Spáni, í Egyptalandi, Grikklandi og Úrúgvæ. Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Wroten samdi við Selfoss undir lok síðasta árs og æfði með liðinu í janúar. Hann hefur hins vegar ekki spilað með Selfossi þar sem umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað. Fyrir þremur árum fékk Wroten þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að umfangsmiklu svikamáli átján fyrrverandi leikmanna í NBA sem reyndu að svíkja fé út úr velferðarkerfi deildarinnar. Þeir fölsuðu reikninga fyrir læknisþjónustu sem var aldrei innt af hendi. Upphæðirnar í svikamálinu námu um fjórum milljónum Bandaríkjadala. „Hann kemur til landsins til að spila fyrir Selfoss og í desember er sótt um leyfi fyrir hann á grundvelli þess að hann sé íþróttamaður. En því var hafnað á þeim forsendum að hann hefði brotið gegn lögum er varða allt að sextán ára fangelsi á Íslandi,“ sagði Sverrir Sigurjónsson, lögmaður Selfoss, í samtali við Vísi í síðasta mánuði. Selfyssingar skiluðu inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu eða ógn við land og þjóð. En aftur fengu þeir neikvætt svar frá Útlendingastofnun. Samkvæmt heimildum Vísis íhuga Selfyssingar að áfrýja úrskurði Útlendingastofnunnar enda hefur Wroten sýnt áhuga á að spila með liðinu á næsta tímabili. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af 1. deildinni þar sem Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti með tíu stig. Á morgun mætir liðið KFG í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Wroten hafa myndað sterk tengsl við Selfoss og Ísland þennan mánuð sem hann dvaldi hér. „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira,“ sagði Wroten. Wroten lék sem fyrr sagði 145 leiki í NBA á sínum tíma. Eftir að hafa spilað eitt ár með Washington háskólanum valdi Memphis Grizzlies Wroten með 25. valrétti í nýliðavalinu 2012. Hann lék með liðinu í eitt tímabil en var svo skipt til Philadelphia 76ers. Á sínu fyrsta tímabili með Sixers skoraði Wroten 13,0 stig, tók 3,2 fráköst og gaf 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Tímabilið 2014-15 lék Wroten þrjátíu leiki fyrir Sixers og skoraði í þeim að meðaltali 16,9 stig, tók 2,9 fráköst, gaf 5,2 stoðsendingar og stal boltanum 1,6 sinnum áður en hann sleit krossband í hné. Eftir að NBA-ferlinum lauk hefur Wroten farið víða og spilað í Eistlandi, Póllandi, á Spáni, í Egyptalandi, Grikklandi og Úrúgvæ.
Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira