Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 15:29 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. AP/Omar Havana Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum. Pólverjar íhuga einnig að segja sig frá sáttmálum sem meina notkun jarðsprengja og klasasprengja og sagðist Tusk hlynntur því. Þetta er meðal þess sem Tusk sagði í ræðu í pólska þinginu í dag. hann sagði að ef Rússar nái fullum tökum og innlimi hluta Úkraínu muni staða varnarmála í Póllandi verða mun flóknari. Vegna þessa væri verið að undirbúa umfangsmikla herþjálfun fyrir alla fullorðna pólska menn, svo Pólverjar eigi varalið sem hægt væri að kalla til herþjónustu með tiltölulega litlum tíma. 💬PM @DonaldTusk in Parliament: We are preparing large-scale military training for every adult man in Poland. Our goal is to finalize the plan by year’s end to ensure a well-trained reserve force ready for potential threats.— Chancellery of the Prime Minister of Poland (@PremierRP_en) March 7, 2025 Meðal annars vísaði Tusk til breytts viðhorfs yfirvalda í Bandaríkjunum til Rússlands og innrásar Rússa í Úkraínu. Er það eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur stöðvað hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og skipað hernum að hætta að deila upplýsingum með úkraínskum hermönnum. Trump hefur einnig ítrekað endurómað áróður sem á rætur í Kreml og neitað að segja að Rússar beri ábyrgð á innrás þeirra í Úkraínu. Þvert á móti hefur hann gefið í skyn að Úkraínumenn beri ábyrgð á innrásinni. Sjá einnig: Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Í gærkvöldi gaf Trump í skyn að hann myndi ekki aðstoða önnur ríki Atlantshafsbandalagsins ef gerð yrði árás á þau og dró í efa að önnur ríki NATO myndu koma Bandaríkjunum til aðstoðar. Það er þrátt fyrir að fimmta grein stofnunarsamnings NATO hafi aðeins einu sinni verið virkjuð, eftir árásina á Tvíburaturnana í New York árið 2001 og að öll aðildarríki hafi komið Bandaríkjunum til aðstoðar. Trump on NATO: If the United States was in trouble and we called them and said we've got a problem. You think they're going to come and protect us? I’m not so sure pic.twitter.com/6FxwLQtdiU— Acyn (@Acyn) March 6, 2025 Staða Póllands verri tapi Úkraínumenn Tusk sagði að ef Úkraína yrði áfram fullvelda lýðræðisþjóð í framtíðinni, yrði Pólland og öll Evrópa öruggari fyrir vikið. Annars myndi staðan versna. „Ef Úkraína tapar stríðinu, eða samþykkir skilmála eða uppgjöf sem veikir fullveldi þeirra og gerir Pútín [Forseta Rússlands] auðveldara að ná tökum á Úkraínu, þá er staða Póllands, án nokkurs efa og við erum öll sammála um þetta, í varnarmálum orðin mun erfiðari,“ sagði Tusk. Hann nefndi einnig í ræðunni að Pólverjar, sem hafa þegar aukið fjárútlát til varnarmála til muna á undanförnum árum, þyrftu að verða sér út um háþróuð vopn. Bæði hefðbundin og kjarnorkuvopn. „Þetta er alvarlegt kapphlaup. Kapphlaup til öryggis, ekki stríðs.“ 💬PM @DonaldTusk in Parliament: Poland must pursue the most advanced capabilities, including nuclear and modern unconventional weapons. This is a serious race - a race for security, not for war.— Chancellery of the Prime Minister of Poland (@PremierRP_en) March 7, 2025 Ummæli og aðgerðir Trumps og embættismanna hans á undanförnum vikum hafa leitt til mikilla áhyggja í Evrópu um að heimsálfan geti ekki treyst á Bandaríkjamenn. Þetta hefur meðal annars opnað á umræðu um fælingarmátt Evrópu þegar kemur að kjarnorkuvopnum. Eins og staðan er núna eiga eingöngu Bretar og Frakkar kjarnorkuvopn í Evrópu, að Rússum undanskildum. Fyrrnefndu ríkin tvö eiga þó einungis nokkur hundruð slík vopn og Rússar eiga að minnsta kosti fimm þúsund. Sjá einnig: Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Óljóst er hvort Tusk hafi verið að tala um hvort Pólverjar ættu að koma sér upp eigin kjarnorkuvopnum eða taka þátt í einhverskonar samstarfi með Frökkum, eða öðrum sem eiga kjarnorkuvopn. Ætla í mikla uppbyggingu Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær verulega aukningu fjárútláta til varnarmála og umfangsmiklar hernaðaruppbyggingu, samhliða endurreisn hergagnaiðnaðar Evrópu. Þá sagði Tusk að Evrópa væri í vopnakapphlaupi við Rússa og að Evrópa myndi vinna í því kapphlaupi. „Evrópa verður að vera tilbúið í þetta vopnakapplaup og Rússland mun tapa því eins og Sovétríkin gerðu fyrir fjörutíu árum.“ Pólland NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7. mars 2025 12:29 Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. 7. mars 2025 10:00 Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46 Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Til hvassra orðaskipta kom á milli gesta í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem staða öryggis- og varnarmála í Evrópu var til umræðu. Þótt gestir væru sammála um mikilvægi þess að friður komist á í Úkraínu voru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs. 6. mars 2025 20:02 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Pólverjar íhuga einnig að segja sig frá sáttmálum sem meina notkun jarðsprengja og klasasprengja og sagðist Tusk hlynntur því. Þetta er meðal þess sem Tusk sagði í ræðu í pólska þinginu í dag. hann sagði að ef Rússar nái fullum tökum og innlimi hluta Úkraínu muni staða varnarmála í Póllandi verða mun flóknari. Vegna þessa væri verið að undirbúa umfangsmikla herþjálfun fyrir alla fullorðna pólska menn, svo Pólverjar eigi varalið sem hægt væri að kalla til herþjónustu með tiltölulega litlum tíma. 💬PM @DonaldTusk in Parliament: We are preparing large-scale military training for every adult man in Poland. Our goal is to finalize the plan by year’s end to ensure a well-trained reserve force ready for potential threats.— Chancellery of the Prime Minister of Poland (@PremierRP_en) March 7, 2025 Meðal annars vísaði Tusk til breytts viðhorfs yfirvalda í Bandaríkjunum til Rússlands og innrásar Rússa í Úkraínu. Er það eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur stöðvað hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum og skipað hernum að hætta að deila upplýsingum með úkraínskum hermönnum. Trump hefur einnig ítrekað endurómað áróður sem á rætur í Kreml og neitað að segja að Rússar beri ábyrgð á innrás þeirra í Úkraínu. Þvert á móti hefur hann gefið í skyn að Úkraínumenn beri ábyrgð á innrásinni. Sjá einnig: Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Í gærkvöldi gaf Trump í skyn að hann myndi ekki aðstoða önnur ríki Atlantshafsbandalagsins ef gerð yrði árás á þau og dró í efa að önnur ríki NATO myndu koma Bandaríkjunum til aðstoðar. Það er þrátt fyrir að fimmta grein stofnunarsamnings NATO hafi aðeins einu sinni verið virkjuð, eftir árásina á Tvíburaturnana í New York árið 2001 og að öll aðildarríki hafi komið Bandaríkjunum til aðstoðar. Trump on NATO: If the United States was in trouble and we called them and said we've got a problem. You think they're going to come and protect us? I’m not so sure pic.twitter.com/6FxwLQtdiU— Acyn (@Acyn) March 6, 2025 Staða Póllands verri tapi Úkraínumenn Tusk sagði að ef Úkraína yrði áfram fullvelda lýðræðisþjóð í framtíðinni, yrði Pólland og öll Evrópa öruggari fyrir vikið. Annars myndi staðan versna. „Ef Úkraína tapar stríðinu, eða samþykkir skilmála eða uppgjöf sem veikir fullveldi þeirra og gerir Pútín [Forseta Rússlands] auðveldara að ná tökum á Úkraínu, þá er staða Póllands, án nokkurs efa og við erum öll sammála um þetta, í varnarmálum orðin mun erfiðari,“ sagði Tusk. Hann nefndi einnig í ræðunni að Pólverjar, sem hafa þegar aukið fjárútlát til varnarmála til muna á undanförnum árum, þyrftu að verða sér út um háþróuð vopn. Bæði hefðbundin og kjarnorkuvopn. „Þetta er alvarlegt kapphlaup. Kapphlaup til öryggis, ekki stríðs.“ 💬PM @DonaldTusk in Parliament: Poland must pursue the most advanced capabilities, including nuclear and modern unconventional weapons. This is a serious race - a race for security, not for war.— Chancellery of the Prime Minister of Poland (@PremierRP_en) March 7, 2025 Ummæli og aðgerðir Trumps og embættismanna hans á undanförnum vikum hafa leitt til mikilla áhyggja í Evrópu um að heimsálfan geti ekki treyst á Bandaríkjamenn. Þetta hefur meðal annars opnað á umræðu um fælingarmátt Evrópu þegar kemur að kjarnorkuvopnum. Eins og staðan er núna eiga eingöngu Bretar og Frakkar kjarnorkuvopn í Evrópu, að Rússum undanskildum. Fyrrnefndu ríkin tvö eiga þó einungis nokkur hundruð slík vopn og Rússar eiga að minnsta kosti fimm þúsund. Sjá einnig: Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Óljóst er hvort Tusk hafi verið að tala um hvort Pólverjar ættu að koma sér upp eigin kjarnorkuvopnum eða taka þátt í einhverskonar samstarfi með Frökkum, eða öðrum sem eiga kjarnorkuvopn. Ætla í mikla uppbyggingu Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu í gær verulega aukningu fjárútláta til varnarmála og umfangsmiklar hernaðaruppbyggingu, samhliða endurreisn hergagnaiðnaðar Evrópu. Þá sagði Tusk að Evrópa væri í vopnakapphlaupi við Rússa og að Evrópa myndi vinna í því kapphlaupi. „Evrópa verður að vera tilbúið í þetta vopnakapplaup og Rússland mun tapa því eins og Sovétríkin gerðu fyrir fjörutíu árum.“
Pólland NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7. mars 2025 12:29 Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. 7. mars 2025 10:00 Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46 Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Til hvassra orðaskipta kom á milli gesta í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem staða öryggis- og varnarmála í Evrópu var til umræðu. Þótt gestir væru sammála um mikilvægi þess að friður komist á í Úkraínu voru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs. 6. mars 2025 20:02 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
„Sambandið er ekki frosið í báða fætur heldur komið í aðgerðaham“ Forsætisráðherra Íslands fundaði með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins og forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands til að ræða 800 milljarða framlag Evrópusambandsíkja til varnarmála. 7. mars 2025 12:29
Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. 7. mars 2025 10:00
Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. 7. mars 2025 06:52
Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. 6. mars 2025 23:46
Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Til hvassra orðaskipta kom á milli gesta í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem staða öryggis- og varnarmála í Evrópu var til umræðu. Þótt gestir væru sammála um mikilvægi þess að friður komist á í Úkraínu voru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs. 6. mars 2025 20:02