Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. mars 2025 12:02 Tölustafurinn 0 blasti við á þessu skilti við Hellisheiði fyrir tæpum þremur vikum en talan hefur verið uppfærð eftir fjölda banaslysa á síðustu dögum. vísir/Sigurjón Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag skullu rúta og jepplingur saman við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegarins og lést þar barn á öðru aldursári. Á laugardag skullu tveir bílar saman við Flúðir þar sem einn maður lést og í gær lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Fjórir voru um borð í bílunum og var einn úrskurðaður látinn á vettvangi en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Fjögur banaslys hafa orðið á tæpum þremur vikum.vísir/sara Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir þennan fjölda banaslysa á stuttum tíma afar óvenjulegan. „Blessunarlega gerist það mjög sjaldan að þetta sé í svona svakalegum hnappi eins og þetta var um helgina, en það hefur svo sem gerst að það hafa verið tvö banaslys í sitt hvorum landshlutanum á sama degi,“ segir Gunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með slysin til rannsóknar og Gunnar segir Samgöngustofu ekki hafa ítarlegar upplýsingar um aðdraganda eða orsakir þeirra enn sem komið er. „En manni sýnist fátt benda til þess að það sé eitthvað almennt að fara úrskeiðis. Þetta virðast vera ólík slys, veðrið virðist hafa verið ágætt þótt einhver hálka hafi reyndar komið við sögu. Þetta eru líka ólíkir landshlutar þannig það er ekki margt sammerkt með þessu.“ Þróun þvert á markmið Þrettán létust í banaslysum í fyrra og átta árið áður. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi almennt farið lækkandi, sé litið yfir lengra tímabil, hefur heildarfjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega farið hækkandi - þvert á yfirlýst markmið. Hann segir unnið gegn þróuninni með ýmsum hætti; fræðsluátökum og auglýsingaherferðum. „Almennt séð eru bílar að verða öruggari en á móti kemur að við höfum verið að takast á við ýmsar nýjar áskoranir síðustu ár, farsímar, ferðamenn og rafhlaupahjól og umferðin hefur breyst svolítið mikið undanfarið. Og þetta jafnvægi, öruggari bílar á móti breyttri umferð, hefur verið okkur í óhag,“ segir Gunnar. Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag skullu rúta og jepplingur saman við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegarins og lést þar barn á öðru aldursári. Á laugardag skullu tveir bílar saman við Flúðir þar sem einn maður lést og í gær lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Fjórir voru um borð í bílunum og var einn úrskurðaður látinn á vettvangi en þrír voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Fjögur banaslys hafa orðið á tæpum þremur vikum.vísir/sara Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu segir þennan fjölda banaslysa á stuttum tíma afar óvenjulegan. „Blessunarlega gerist það mjög sjaldan að þetta sé í svona svakalegum hnappi eins og þetta var um helgina, en það hefur svo sem gerst að það hafa verið tvö banaslys í sitt hvorum landshlutanum á sama degi,“ segir Gunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með slysin til rannsóknar og Gunnar segir Samgöngustofu ekki hafa ítarlegar upplýsingar um aðdraganda eða orsakir þeirra enn sem komið er. „En manni sýnist fátt benda til þess að það sé eitthvað almennt að fara úrskeiðis. Þetta virðast vera ólík slys, veðrið virðist hafa verið ágætt þótt einhver hálka hafi reyndar komið við sögu. Þetta eru líka ólíkir landshlutar þannig það er ekki margt sammerkt með þessu.“ Þróun þvert á markmið Þrettán létust í banaslysum í fyrra og átta árið áður. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi almennt farið lækkandi, sé litið yfir lengra tímabil, hefur heildarfjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega farið hækkandi - þvert á yfirlýst markmið. Hann segir unnið gegn þróuninni með ýmsum hætti; fræðsluátökum og auglýsingaherferðum. „Almennt séð eru bílar að verða öruggari en á móti kemur að við höfum verið að takast á við ýmsar nýjar áskoranir síðustu ár, farsímar, ferðamenn og rafhlaupahjól og umferðin hefur breyst svolítið mikið undanfarið. Og þetta jafnvægi, öruggari bílar á móti breyttri umferð, hefur verið okkur í óhag,“ segir Gunnar.
Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira