Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2025 13:03 Fjölmörg ríki Evrópu hafa samið um kaup á F-35 herþotum frá Bandaríkjunum á undanförnum árum. Um fimm hundruð þeirra hafa ekki verið afhentar kaupendum enn. AFP/Lillian SUWANRUMPHA Umsvif bandarískra hergagnaframleiðenda á heimsvísu hafa aukist til muna á undanförnum árum. Frá 2020 til og með ársins 2024 seldu bandarísk fyrirtæki um 43 prósent af öllum hergögnum sem gengu kaupum og sölu ríkja á milli, talið í veltu, en fimm árin þar áður var hlutfallið 35 prósent. Mikill samdráttur varð á útflutningi hergagna frá Rússlandi á tímabilinu en samdrátturinn var 64 prósent. Heilt yfir hefur sala vopna því ekki aukist eða dregist saman að miklu leyti, séu tímabilin 2020-24 og 2015-19 borin saman. Hér má sjá lista yfir fimmtán ríki heims sem seldu mest af hergögnum til annarra ríkja frá 2020 til og með 2024. Til hliðar má sjá hlutfall heildarsölunnar og hlutfallið á tímabilinu 2015-19.SIRPI Það ríki sem flutti inn mest af hergögnum á tímabilinu 2020-24 var Úkraína en innflutningurinn var nærri því hundraðfaldur, borin saman við fimm árin þar áður, og er það vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í Evrópu jókst innflutningur hergagna um 155 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu sænsku hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute, eða SIPRI, sem gefin var út í dag. Umfangsmestu sölumenn hergagna á heimsvísu eru þeir sömu á síðustu fimm árum og þeir voru á fimm árunum þar áður. Rússar eru þó fallnir úr öðru sæti í það þriðja og Ítalía stökk úr tíunda sæti í sjötta. Indverjar leita annað og Kínverjar framleiða meira sjálfir Evrópsk aðildarríki NATO hafa aukið innflutning sinn á hergögnum til muna á undanförnum árum en um 64 prósent þeirra hafa komið frá Bandaríkjunum, sem er mun hærra hlutfall en það var áður. Því til viðbótar eru fjölmargar pantanir frá ríkjum Evrópu til vinnslu í Bandaríkjunum. Listi yfir stærstu hergagnainnflytjendur heimsins undanfarin ár.SIPRI Þetta er í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi sem bróðurpartur bandarískra hergagnasölu fer til Evrópu en ekki til Mið-Austurlanda. Er það til marks um takmarkaða framleiðslugetu Evrópu, samhliða aukinni áherslu á meiri fjárútlát til varnarmála á undanförnum árum. Hergögn Evrópuríkjanna komu einnig frá Frakklandi (6,5 prósent), Suður-Kóreu (6,5 prósent), Þýskalandi (4,7 prósent) og Ísrael (3,9 prósent). Þegar kemur að samdrætti hergagnasölu Rússlands má að miklu leyti rekja hann til innrásarinnar í Úkraínu, þar sem Rússar nota bróðurpart þeirra hergagna sem þeir framleiða. Hann má einnig rekja til þess að tvö helstu viðskiptaríki Rússlands á sviði hergagna, Indland og Kína, höfðu þegar byrjað að draga úr kaupum sínum frá Rússlandi. Indverjar hafa samkvæmt SIRPI verið að leita annað eftir hergögnum og Kínverjar framleiða mun meira af sínum hergögnum en þeir gerðu áður. Frá 2020 til 2024 fóru 38 prósent seldra hergagna frá Rússlandi til Indlands, sautján prósent fóru til Kína og ellefu prósent til Kasakstan. Patriot loftvarnarkerfi eru vinsæl söluvara Bandaríkjamanna.AFP/Sergei GAPON Evrópa kaupir mest frá Bandaríkjunum Ljóst er að Bandaríkin hafa hagnast lang mest af auknum fjárútlátum Evrópu til varnarmála, sem er meðal ástæðna fyrir því að ráðamenn þar hafa lengi kvatt Evrópumenn til að taka að sér stærra hlutverk þegar kemur að þeirra eigin öryggi, auk þess sem Bandaríkjamenn hafa talað um að beina athygli sinni meira til Kyrrahafsins. Til að mynda hafa þrettán ríki Evrópu keypt eða pantað F-35 herþotur frá Bandaríkjunum, auk þess sem ríki Evrópu hafa keypt mikið magn Patriot-loftvarnarkerfa og skotfæra í þau, HIMARS eldflauga og annarra hergagna. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Á undanförnum fimm árum hafa kaup Evrópu á hergögnum frá Bandaríkjunum aukist til muna. Heilt yfir hefur innflutningur Evrópu á hergögnum rúmlega tvöfaldast, sé hann borinn saman við fimm ár þar áður. Nærri því tveir þriðju þessara hergagna komu frá Bandaríkjunum. En hve lengi? Í frétt Wall Street Journal kemur þó fram að ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að stöðva flæði hergagna til Úkraínu og hætta að deila mikilvægum upplýsingum með Úkraínumönnum hafi vakið miklar áhyggjur í höfuðborgum annarra Evrópuríkja um að seinna meir gætu Bandaríkjamenn gert það sama við þá. Greinendur segja það geta haft töluverð áhrif á hungur Evrópu í hergögn frá Bandaríkjunum. WSJ hefur eftir þýskum þingmanni sem situr í varnarmálanefnd þingsins að þar sé umræða um að draga úr kaupum á vopnum frá Bandaríkjunum þegar hafin. Sjá einnig: Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Leiðtogar Evrópusambandsins komu til að mynda saman á neyðarfundi í síðustu viku þar sem ákveðið var að auka fjárútlát til hergagnaframleiðslu til muna og í senn fara í umfangsmiklar endurbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu innan Evrópu. Aukið sjálfstæði Evrópu þegar kemur að hergagnaframleiðslu mun þó taka tíma og heimsálfan mun þurfa að reiða sig mjög á hergagnaframleiðendur í Bandaríkjunum. Meðal annars vegna þess að það tekur tíma að auka framleiðslu og að ríki Evrópu eru háð Bandaríkjunum fyrir varahluti þegar kemur að vopnum og kerfum sem þau eiga nú þegar og eru þau einnig háð bandarískum hugbúnaði. Hergagnaiðnaður Evrópu er þar að auki mjög háður íhlutum sem framleiddir eru í Bandaríkjunum. Sum hergagnaframleiðsla í Bandaríkjunum er einnig háð íhlutum frá ríkjum í Evrópu en í mun minna mæli. Virði hlutabréfa hergagnaframleiðenda í Evrópu hefur hækkað mjög á undanförnum mánuðum en það sama er ekki að segja um bandaríska hergagnaframleiðendur. Í nýlegri grein Foreign Policy var varpað ljósi á það að stór hluti í söluræðum forsvarsmanna bandarískra hergagnaframleiðanda og bandarískra erindreka hefur um árabil verið að samhliða kaupum á bandarískum vopnum og kerfum, fylgja ákveðnar öryggistryggingar. Það er að segja að Bandaríkin muni standa við bakið á þeim ríkjum sem kaupa bandarísk vopn. Ef þú keyptir bandarísk vopn varstu líka að kaupa vin, ef svo má segja. Þetta viðhorf virðist ekki lengur til staðar. Ríki sem selja öðrum ríkjum vopn hafa einnig eitthvað að segja um það hvernig vopnunum er beitt. Í höfuðborgum Evrópu er nú verið að hugsa um hvort að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti í framtíðinni meinað Evrópumönnum að veita vopnum sínum gegn tilteknum ríkjum, eins og Rússlandi. Líta einnig til leyniþjónustumála Vilji Evrópumanna til að auka sjálfstæði sitt gagnvart Bandaríkjunum snýr ekki eingöngu að hergagnaframleiðslu, heldur einnig að söfnun og dreifingu leynilegra upplýsinga. Formaður leyniþjónustumálanefndar þýska þingsins hefur til að mynda lagt fram tillögu um að ríki Evrópu stofni nýtt kerfi til að deila upplýsingum sín á milli. Þetta kerfi yrði til hliðar annars slíks sem Evrópa hefur lengi notað með Bandaríkjunum. Í frétt Politico um málið er haft eftir Konstantin von Notz, áðurnefndum nefndarformanni, að óljóst sé hvort ríki Evrópu geti treyst á Bandaríkjamenn. Nýtt kerfi sé nauðsynlegt og til lengri tíma sé einnig nauðsynlegt að auka getu Evrópu til söfnunar leynilegra upplýsinga. Þetta má að mestu leyti rekja til ákvörðunar ríkisstjórnar Trumps um að hætta að deila upplýsingum með Úkraínumönnum. Ráðamenn í Þýskalandi segja mögulegt að Bandaríkjamenn geri það sama við þá seinna meir. „Við höfum reitt okkur á leyniþjónustur Bandaríkjanna í áratugi,“ hefur Politico eftir Roderich Kiesewetter, varaformanni þýsku leyniþjónustunefndarinnar. Hann sagði að ef aðgengi þeirra að upplýsingum yrði tekið af þeim, þyrfti fljótt að koma á laggirnar nýju fyrirkomulagi. Bandaríkin Hernaður Donald Trump NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Fréttaskýringar Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Póllandi að þakka fyrir sig í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X og að enginn hefði hótað að loka á tengingu Úkraínumanna við Starlink netþjónustuna. 9. mars 2025 17:42 Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Ellefu eru látnir og minnst þrjátíu særðir eftir loftárásir Rússa í þorpinu Dobropillia, í austurhluta Úkraínu. 8. mars 2025 08:13 Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. 7. mars 2025 18:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Mikill samdráttur varð á útflutningi hergagna frá Rússlandi á tímabilinu en samdrátturinn var 64 prósent. Heilt yfir hefur sala vopna því ekki aukist eða dregist saman að miklu leyti, séu tímabilin 2020-24 og 2015-19 borin saman. Hér má sjá lista yfir fimmtán ríki heims sem seldu mest af hergögnum til annarra ríkja frá 2020 til og með 2024. Til hliðar má sjá hlutfall heildarsölunnar og hlutfallið á tímabilinu 2015-19.SIRPI Það ríki sem flutti inn mest af hergögnum á tímabilinu 2020-24 var Úkraína en innflutningurinn var nærri því hundraðfaldur, borin saman við fimm árin þar áður, og er það vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Í Evrópu jókst innflutningur hergagna um 155 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu sænsku hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute, eða SIPRI, sem gefin var út í dag. Umfangsmestu sölumenn hergagna á heimsvísu eru þeir sömu á síðustu fimm árum og þeir voru á fimm árunum þar áður. Rússar eru þó fallnir úr öðru sæti í það þriðja og Ítalía stökk úr tíunda sæti í sjötta. Indverjar leita annað og Kínverjar framleiða meira sjálfir Evrópsk aðildarríki NATO hafa aukið innflutning sinn á hergögnum til muna á undanförnum árum en um 64 prósent þeirra hafa komið frá Bandaríkjunum, sem er mun hærra hlutfall en það var áður. Því til viðbótar eru fjölmargar pantanir frá ríkjum Evrópu til vinnslu í Bandaríkjunum. Listi yfir stærstu hergagnainnflytjendur heimsins undanfarin ár.SIPRI Þetta er í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi sem bróðurpartur bandarískra hergagnasölu fer til Evrópu en ekki til Mið-Austurlanda. Er það til marks um takmarkaða framleiðslugetu Evrópu, samhliða aukinni áherslu á meiri fjárútlát til varnarmála á undanförnum árum. Hergögn Evrópuríkjanna komu einnig frá Frakklandi (6,5 prósent), Suður-Kóreu (6,5 prósent), Þýskalandi (4,7 prósent) og Ísrael (3,9 prósent). Þegar kemur að samdrætti hergagnasölu Rússlands má að miklu leyti rekja hann til innrásarinnar í Úkraínu, þar sem Rússar nota bróðurpart þeirra hergagna sem þeir framleiða. Hann má einnig rekja til þess að tvö helstu viðskiptaríki Rússlands á sviði hergagna, Indland og Kína, höfðu þegar byrjað að draga úr kaupum sínum frá Rússlandi. Indverjar hafa samkvæmt SIRPI verið að leita annað eftir hergögnum og Kínverjar framleiða mun meira af sínum hergögnum en þeir gerðu áður. Frá 2020 til 2024 fóru 38 prósent seldra hergagna frá Rússlandi til Indlands, sautján prósent fóru til Kína og ellefu prósent til Kasakstan. Patriot loftvarnarkerfi eru vinsæl söluvara Bandaríkjamanna.AFP/Sergei GAPON Evrópa kaupir mest frá Bandaríkjunum Ljóst er að Bandaríkin hafa hagnast lang mest af auknum fjárútlátum Evrópu til varnarmála, sem er meðal ástæðna fyrir því að ráðamenn þar hafa lengi kvatt Evrópumenn til að taka að sér stærra hlutverk þegar kemur að þeirra eigin öryggi, auk þess sem Bandaríkjamenn hafa talað um að beina athygli sinni meira til Kyrrahafsins. Til að mynda hafa þrettán ríki Evrópu keypt eða pantað F-35 herþotur frá Bandaríkjunum, auk þess sem ríki Evrópu hafa keypt mikið magn Patriot-loftvarnarkerfa og skotfæra í þau, HIMARS eldflauga og annarra hergagna. Sjá einnig: Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Á undanförnum fimm árum hafa kaup Evrópu á hergögnum frá Bandaríkjunum aukist til muna. Heilt yfir hefur innflutningur Evrópu á hergögnum rúmlega tvöfaldast, sé hann borinn saman við fimm ár þar áður. Nærri því tveir þriðju þessara hergagna komu frá Bandaríkjunum. En hve lengi? Í frétt Wall Street Journal kemur þó fram að ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að stöðva flæði hergagna til Úkraínu og hætta að deila mikilvægum upplýsingum með Úkraínumönnum hafi vakið miklar áhyggjur í höfuðborgum annarra Evrópuríkja um að seinna meir gætu Bandaríkjamenn gert það sama við þá. Greinendur segja það geta haft töluverð áhrif á hungur Evrópu í hergögn frá Bandaríkjunum. WSJ hefur eftir þýskum þingmanni sem situr í varnarmálanefnd þingsins að þar sé umræða um að draga úr kaupum á vopnum frá Bandaríkjunum þegar hafin. Sjá einnig: Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Leiðtogar Evrópusambandsins komu til að mynda saman á neyðarfundi í síðustu viku þar sem ákveðið var að auka fjárútlát til hergagnaframleiðslu til muna og í senn fara í umfangsmiklar endurbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu innan Evrópu. Aukið sjálfstæði Evrópu þegar kemur að hergagnaframleiðslu mun þó taka tíma og heimsálfan mun þurfa að reiða sig mjög á hergagnaframleiðendur í Bandaríkjunum. Meðal annars vegna þess að það tekur tíma að auka framleiðslu og að ríki Evrópu eru háð Bandaríkjunum fyrir varahluti þegar kemur að vopnum og kerfum sem þau eiga nú þegar og eru þau einnig háð bandarískum hugbúnaði. Hergagnaiðnaður Evrópu er þar að auki mjög háður íhlutum sem framleiddir eru í Bandaríkjunum. Sum hergagnaframleiðsla í Bandaríkjunum er einnig háð íhlutum frá ríkjum í Evrópu en í mun minna mæli. Virði hlutabréfa hergagnaframleiðenda í Evrópu hefur hækkað mjög á undanförnum mánuðum en það sama er ekki að segja um bandaríska hergagnaframleiðendur. Í nýlegri grein Foreign Policy var varpað ljósi á það að stór hluti í söluræðum forsvarsmanna bandarískra hergagnaframleiðanda og bandarískra erindreka hefur um árabil verið að samhliða kaupum á bandarískum vopnum og kerfum, fylgja ákveðnar öryggistryggingar. Það er að segja að Bandaríkin muni standa við bakið á þeim ríkjum sem kaupa bandarísk vopn. Ef þú keyptir bandarísk vopn varstu líka að kaupa vin, ef svo má segja. Þetta viðhorf virðist ekki lengur til staðar. Ríki sem selja öðrum ríkjum vopn hafa einnig eitthvað að segja um það hvernig vopnunum er beitt. Í höfuðborgum Evrópu er nú verið að hugsa um hvort að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti í framtíðinni meinað Evrópumönnum að veita vopnum sínum gegn tilteknum ríkjum, eins og Rússlandi. Líta einnig til leyniþjónustumála Vilji Evrópumanna til að auka sjálfstæði sitt gagnvart Bandaríkjunum snýr ekki eingöngu að hergagnaframleiðslu, heldur einnig að söfnun og dreifingu leynilegra upplýsinga. Formaður leyniþjónustumálanefndar þýska þingsins hefur til að mynda lagt fram tillögu um að ríki Evrópu stofni nýtt kerfi til að deila upplýsingum sín á milli. Þetta kerfi yrði til hliðar annars slíks sem Evrópa hefur lengi notað með Bandaríkjunum. Í frétt Politico um málið er haft eftir Konstantin von Notz, áðurnefndum nefndarformanni, að óljóst sé hvort ríki Evrópu geti treyst á Bandaríkjamenn. Nýtt kerfi sé nauðsynlegt og til lengri tíma sé einnig nauðsynlegt að auka getu Evrópu til söfnunar leynilegra upplýsinga. Þetta má að mestu leyti rekja til ákvörðunar ríkisstjórnar Trumps um að hætta að deila upplýsingum með Úkraínumönnum. Ráðamenn í Þýskalandi segja mögulegt að Bandaríkjamenn geri það sama við þá seinna meir. „Við höfum reitt okkur á leyniþjónustur Bandaríkjanna í áratugi,“ hefur Politico eftir Roderich Kiesewetter, varaformanni þýsku leyniþjónustunefndarinnar. Hann sagði að ef aðgengi þeirra að upplýsingum yrði tekið af þeim, þyrfti fljótt að koma á laggirnar nýju fyrirkomulagi.
Bandaríkin Hernaður Donald Trump NATO Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Fréttaskýringar Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Póllandi að þakka fyrir sig í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X og að enginn hefði hótað að loka á tengingu Úkraínumanna við Starlink netþjónustuna. 9. mars 2025 17:42 Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Ellefu eru látnir og minnst þrjátíu særðir eftir loftárásir Rússa í þorpinu Dobropillia, í austurhluta Úkraínu. 8. mars 2025 08:13 Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. 7. mars 2025 18:57 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Póllandi að þakka fyrir sig í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X og að enginn hefði hótað að loka á tengingu Úkraínumanna við Starlink netþjónustuna. 9. mars 2025 17:42
Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Ellefu eru látnir og minnst þrjátíu særðir eftir loftárásir Rússa í þorpinu Dobropillia, í austurhluta Úkraínu. 8. mars 2025 08:13
Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. 7. mars 2025 18:57