Fótbolti

Svona var fyrsti blaða­manna­fundur Arnars

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Gunnlaugsson lék sjálfur 32 A-landsleiki á sínum tíma. Nú er komið að fyrstu leikjum hans sem landsliðsþjálfari.
Arnar Gunnlaugsson lék sjálfur 32 A-landsleiki á sínum tíma. Nú er komið að fyrstu leikjum hans sem landsliðsþjálfari. vísir/Anton

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kynnti sinn fyrsta landsliðshóp og sat fyrir svörum í beinni útsendingu á Vísi, á blaðamannafundi KSÍ í Laugardal.

Arnar hefur nú valið hópinn sem mætir Kósovó í tveimur leikjum í umspili Þjóðadeildarinnar, 20. mars í Kósovó og 23. mars á Spáni í heimaleik Íslands. Sigurliðið í einvíginu spilar í B-deild Þjóðadeildar á næsta ári en tapliðið spilar í C-deildinni.

Myndband frá blaðamannafundi Arnars má sjá hér að neðan.

Klippa: Fyrsti blaðamannafundur Arnars

Arnar tók við sem landsliðsþjálfari 15. janúar, eftir frábæran árangur sem þjálfari Víkings. Hann tók við starfinu af Åge Hareide og hefur að mestu leyti haldið sig við sama þjálfarateymi, svo Davíð Snorri Jónasson er áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari.

Leikirnir við Kósovó eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Arnars en bið verður eftir fyrsta leik hans á Laugardalsvelli þar sem framkvæmdir standa yfir til að gera völlinn leikhæfan stærri hluta árs en áður. Því verður heimaleikur Íslands gegn Kósovó í Murcia á Spáni.

Ísland spilar svo vináttulandsleiki ytra gegn Skotlandi og Norður-Írlandi 6. og 10. júní, áður en undankeppni HM fer fram í haust en hún hefst með leik við Aserbaídsjan 5. september. Í undanriðli Íslands verða einnig Úkraína og svo sigurliðið úr einvígi Króatíu og Frakklands nú í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×