Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar 14. mars 2025 14:02 Skjótt skipast veður í lofti. Á undrastuttum tíma hafa heimsmálin gerbreyst og mannkynssagan virðist skrifa sig fyrir augunum á okkur. Daglega dynja á okkur fréttir sem eru svo sláandi að einu mögulegu viðbrögðin virðast hneykslan, vanmáttur eða meðvitað sinnuleysi. Þetta er svo skelfilegt – en hvað get ég gert? Þú, ég, við, getum gert heilmikið. Við höfum mikilvægt hlutverk í hringiðu atburða samtímans. Í bálhvössum stormi ótta, þröngsýni og sundrungar er þörf á skjólvegg fólks sem tekur skýra afstöðu með samkennd, samstarfi og von. Velferð, réttindi og líf milljóna barna og fjölskyldna um allan heim hefur um áratugaskeið treyst á að fólk eins og þú áttir þig á hlutverki þínu. Hlutverki þínu sem meðbyr mannúðar í öllum veðrum. Fleiri börn en nokkru sinni fyrr upplifa nú fimm ára afmælisdaginn sinn, við höfum nánast útrýmt lífshættulegum sjúkdómum á borð við mænusótt með markvissum bólusetningum, milljónir barna fá á hverju ári tækifæri til lífs og þroska með meðhöndlun við bráðavannæringu og fleiri börn ganga í skóla nú en fyrir tveimur áratugum. Þessi árangur er nú í hættu. Ein birtingarmynd óttans er að mörg af stærstu ríkjum heims velja nú að skera niður framlög sín til þróunarsamvinnu og mannúðarstarfs. Af illri nauðsyn er von og samkennd fórnað fyrir vígbúnað í nafni öryggis. Í tilfelli UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, þýðir það að öryggisneti milljóna barna og fjölskylda um allan heim er stefnt í voða. Milljónir barna munu ekki njóta bólusetninga, lækningar, næringar, menntunar – framtíðar. Áskorunum sem við kunnum að leysa verður leyft að vaxa og versna: útbreiðsla farsótta, hungursneyð, menntunarskortur (sérstaklega stúlkna), barnahjónabönd, fátækt, ofbeldi, fólksflótti. Þetta eru allt öryggismál. Fjárfesting í þróunarsamvinnu, samkennd og mannúð er fjárfesting í öryggismálum. Meðbyr mannúðar eykur öryggi okkar allra. Okkar hlutverk er að taka afstöðu og styðja alþjóðastarf í þágu þróunar og mannúðar með orðum og peningum. Einstaklingar geta haft áhrif með því að styðja alþjóðleg hjálparsamtök og standa með málstað sem er þeim kær. Stjórnvöld geta haldið áfram að beita röddu Íslands í þágu mannréttinda á alþjóðavettvangi og fjárfest af metnaði í þróunarsamvinnu. Nú er tíminn til að standa fast á gildunum og beita sér. Við getum það öll. Við höfum öll hlutverk í hringiðunni. Verum meðbyr mannúðar. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Á undrastuttum tíma hafa heimsmálin gerbreyst og mannkynssagan virðist skrifa sig fyrir augunum á okkur. Daglega dynja á okkur fréttir sem eru svo sláandi að einu mögulegu viðbrögðin virðast hneykslan, vanmáttur eða meðvitað sinnuleysi. Þetta er svo skelfilegt – en hvað get ég gert? Þú, ég, við, getum gert heilmikið. Við höfum mikilvægt hlutverk í hringiðu atburða samtímans. Í bálhvössum stormi ótta, þröngsýni og sundrungar er þörf á skjólvegg fólks sem tekur skýra afstöðu með samkennd, samstarfi og von. Velferð, réttindi og líf milljóna barna og fjölskyldna um allan heim hefur um áratugaskeið treyst á að fólk eins og þú áttir þig á hlutverki þínu. Hlutverki þínu sem meðbyr mannúðar í öllum veðrum. Fleiri börn en nokkru sinni fyrr upplifa nú fimm ára afmælisdaginn sinn, við höfum nánast útrýmt lífshættulegum sjúkdómum á borð við mænusótt með markvissum bólusetningum, milljónir barna fá á hverju ári tækifæri til lífs og þroska með meðhöndlun við bráðavannæringu og fleiri börn ganga í skóla nú en fyrir tveimur áratugum. Þessi árangur er nú í hættu. Ein birtingarmynd óttans er að mörg af stærstu ríkjum heims velja nú að skera niður framlög sín til þróunarsamvinnu og mannúðarstarfs. Af illri nauðsyn er von og samkennd fórnað fyrir vígbúnað í nafni öryggis. Í tilfelli UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, þýðir það að öryggisneti milljóna barna og fjölskylda um allan heim er stefnt í voða. Milljónir barna munu ekki njóta bólusetninga, lækningar, næringar, menntunar – framtíðar. Áskorunum sem við kunnum að leysa verður leyft að vaxa og versna: útbreiðsla farsótta, hungursneyð, menntunarskortur (sérstaklega stúlkna), barnahjónabönd, fátækt, ofbeldi, fólksflótti. Þetta eru allt öryggismál. Fjárfesting í þróunarsamvinnu, samkennd og mannúð er fjárfesting í öryggismálum. Meðbyr mannúðar eykur öryggi okkar allra. Okkar hlutverk er að taka afstöðu og styðja alþjóðastarf í þágu þróunar og mannúðar með orðum og peningum. Einstaklingar geta haft áhrif með því að styðja alþjóðleg hjálparsamtök og standa með málstað sem er þeim kær. Stjórnvöld geta haldið áfram að beita röddu Íslands í þágu mannréttinda á alþjóðavettvangi og fjárfest af metnaði í þróunarsamvinnu. Nú er tíminn til að standa fast á gildunum og beita sér. Við getum það öll. Við höfum öll hlutverk í hringiðunni. Verum meðbyr mannúðar. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun