Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 13:52 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir til standa að undirrita samning við sveitarfélög um verkaskiptingu í málum barna í vanda. Vísir Fjármálaráðherra segist gera ráð fyrir því að undirrita samning við sveitarfélög um yfirtöku ríkisins á málaflokki barna með fjölþætta og alvarlega vanda. Í Sprengisandi í dag ræddu Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um málefni barna með fjölþættan vanda. Þær sammæltust um að nauðsynlegt væri að gripið yrði inn í mál barna með hegðunarvanda fyrr á skólagöngunni og með viðameiri hætti. Það gerði það erfiðara fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri óljós. „Hugsunin var að sveitarfélög myndu hugsa um fyrstu og annars stigs þjónustuna sem eru inngrip áður en að í óefni er komið og síðan myndi ríkið sjá um þriðja stigs þjónustuna sem eru þessi þungu úrræði sem krefjast mikillar sérþékkingar. Þessari vinnu er ekki lokið,“ sagði Ingibjörg Isaksen. Með þriðja stigs þjónustu á hún við þjónustu við börn með alvarlegan og langt genginn vanda, til dæmis börn sem beita grófu ofbeldi eða glíma við alvarlegan fíkniefnavanda og þurfi mögulega úrræði utan heimilis. Dreifast á vanmagna sveitarfélög „Þetta er auðvitað eitt af þessum vandamálum sem hefur verið á könnu sveitarfélaganna. Þau eru mjög mörg á Íslandi og eru mjög lítil. Þetta er ekki stór hópur barna og því getur hann með mjög auðveldum hætti dreifst á sveitarfélög og lagt á þau mjög þungar byrðar,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í Sprengisandi í dag. „Þetta var eitt sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum, að koma til móts við þennan hóp og taka á þessu vandamáli. Ég geri ráð fyrir því að við munum undirrita samning með sveitarfélögunum um yfirtöku ríkisins á þessum málaflokki í vikunni,“ segir hann. Ríkið taki að sér þyngstu tilfellin Ríkið muni ekki taka að sér alla þjónustu. Þjónusta innan grunnskólakerfisins sé enn á ábyrgð sveitarfélaga en að lengst gengnu tilfellin komi á könnu ríkisins. „Svokallaða þriðja stigs þjónustu, þyngstu tilfellin sem krefajst mestrar samhæfingar, mestrar sérfræðiaðstoðar og því er það eðlilegt að ríkið komi þar inn,“ segir Daði. „Við erum alltaf að tala um fjármagn og samhæfingu þjónustunnar sjálfrar. Það hangir alltaf saman. Það sem hefur hamlað er skortur á fjármagni. Við þurfum alltaf að fjármagna þessa þjónustu. Það er það sem við erum að gera, hvort tveggja,“ segir hann. Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Í Sprengisandi í dag ræddu Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um málefni barna með fjölþættan vanda. Þær sammæltust um að nauðsynlegt væri að gripið yrði inn í mál barna með hegðunarvanda fyrr á skólagöngunni og með viðameiri hætti. Það gerði það erfiðara fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri óljós. „Hugsunin var að sveitarfélög myndu hugsa um fyrstu og annars stigs þjónustuna sem eru inngrip áður en að í óefni er komið og síðan myndi ríkið sjá um þriðja stigs þjónustuna sem eru þessi þungu úrræði sem krefjast mikillar sérþékkingar. Þessari vinnu er ekki lokið,“ sagði Ingibjörg Isaksen. Með þriðja stigs þjónustu á hún við þjónustu við börn með alvarlegan og langt genginn vanda, til dæmis börn sem beita grófu ofbeldi eða glíma við alvarlegan fíkniefnavanda og þurfi mögulega úrræði utan heimilis. Dreifast á vanmagna sveitarfélög „Þetta er auðvitað eitt af þessum vandamálum sem hefur verið á könnu sveitarfélaganna. Þau eru mjög mörg á Íslandi og eru mjög lítil. Þetta er ekki stór hópur barna og því getur hann með mjög auðveldum hætti dreifst á sveitarfélög og lagt á þau mjög þungar byrðar,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í Sprengisandi í dag. „Þetta var eitt sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum, að koma til móts við þennan hóp og taka á þessu vandamáli. Ég geri ráð fyrir því að við munum undirrita samning með sveitarfélögunum um yfirtöku ríkisins á þessum málaflokki í vikunni,“ segir hann. Ríkið taki að sér þyngstu tilfellin Ríkið muni ekki taka að sér alla þjónustu. Þjónusta innan grunnskólakerfisins sé enn á ábyrgð sveitarfélaga en að lengst gengnu tilfellin komi á könnu ríkisins. „Svokallaða þriðja stigs þjónustu, þyngstu tilfellin sem krefajst mestrar samhæfingar, mestrar sérfræðiaðstoðar og því er það eðlilegt að ríkið komi þar inn,“ segir Daði. „Við erum alltaf að tala um fjármagn og samhæfingu þjónustunnar sjálfrar. Það hangir alltaf saman. Það sem hefur hamlað er skortur á fjármagni. Við þurfum alltaf að fjármagna þessa þjónustu. Það er það sem við erum að gera, hvort tveggja,“ segir hann.
Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent