Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar 18. mars 2025 11:31 Samvinnufélög hafa um árabil verið drifkraftur í efnahags- og samfélagsþróun á heimsvísu. Grunnstoðir þeirra byggja á sameiginlegri ábyrgð, lýðræðislegri stjórnun og jöfnum rétti félagsmanna. Með áherslu á samvinnu og gagnkvæma hagsæld stuðla slík félög að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og hafa verið áhrifamikil í þróun atvinnulífs og samfélagslegra úrræða. Hlutverk og markmið samvinnufélaga Markmið samvinnufélaga er að mæta þörfum félagsmanna og samfélagsins fremur en að hámarka fjárhagslegan hagnað. Þau byggja á alþjóðlega viðurkenndum grunnreglum, þar á meðal frjálsri aðild, lýðræðislegri stjórnun, efnahagslegri þátttöku félagsmanna, sjálfstæði og samfélagslegri ábyrgð. Þessar reglur tryggja að félögin starfi til hagsbóta fyrir félagsmenn og nærsamfélag sitt. Á Íslandi hafa samvinnufélög leikið lykilhlutverk í atvinnusköpun, þjónustu og efnahagsþróun, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þau hafa verið leiðandi í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun og hafa einnig mikla möguleika í ferðaþjónustu, nýsköpun og menningarstarfsemi. Brothættar byggðir – samfélagsleg endurreisn í dreifðum byggðum Verkefnið Brothættar byggðir var sett á laggirnar árið 2012 af Byggðastofnun í samstarfi við sveitarfélög og íbúa til að takast á við þær áskoranir sem smærri byggðarlög standa frammi fyrir. Markmið þess er að efla brothætt samfélög, snúa við neikvæðri þróun og skapa forsendur fyrir sjálfbæra byggð með aukinni atvinnuþróun, samfélagslegri þátttöku og bættri þjónustu. Verkefnið byggir á samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í hverju samfélagi og er sérsniðin aðgerðaáætlun unnin í upphafi með tilliti til staðbundinna áskorana og tækifæra. Áætlanirnar eru síðan rýndar og endurskoðaðar árlega. Verkefnið er tímabundið og stendur yfir í fjögur til sex ár í hverju byggðarlagi, allt eftir þörfum þess. Lögð er áhersla á að styrkja atvinnulíf, bæta innviði og efla samstöðu íbúa. Þrátt fyrir jákvæð áhrif verkefnisins hefur gagnrýni komið fram á ýmsa veikleika þess: Takmarkaður stuðningur eftir lok verkefnistímans getur dregið úr langtímaáhrifum þess. Í sumum byggðarlögum hefur þátttaka íbúa verið takmörkuð, oft vegna skorts á atvinnu og annarra efnahagslegra áskorana. Sveitarfélög hafa mismunandi getu og vilja til að fylgja aðgerðaáætlunum eftir, sem getur haft áhrif á árangur verkefnisins. Þetta á einkum við í fjölkjarna sveitarfélögum. Fjármunir úr verkefnasjóði hafa í sumum tilfellum runnið í verkefni sem hafa ekki skilað varanlegum ávinningi fyrir samfélagið. Verkefnið hefur ekki endilega leitt til kerfisbreytinga í opinberri byggðastefnu, heldur fremur tímabundinna úrbóta á einstökum stöðum. Samvinnufélög og brothættar byggðir – tækifæri til framtíðar Til að tryggja varanlegan árangur Brothættra byggða mætti huga að því að samvinnufélög íbúa yrðu stofnuð samhliða verkefninu. Samvinnufélagsformið hefur sömu grunngildi og Brothættar byggðir og getur tryggt áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins eftir að formlegu verkefni lýkur. Með því að byggja á sameiginlegri ábyrgð og þátttöku íbúa geta samvinnufélög skapað sjálfbær atvinnutækifæri, tryggt áframhaldandi þjónustu og styrkt félagsauð samfélagsins. Þannig geta þau gegnt lykilhlutverki í því að tryggja að markmið Brothættra byggða nái fram að ganga til lengri tíma. Ávinningur þess að tengja samvinnufélög við brothættar byggðir felst í eftirfarandi: Langtímaþróun og sjálfbærni: Íbúar geta tekið verkefnið í eigin hendur og haldið áfram starfsemi þess eftir að opinber stuðningur rennur út. Lýðræðisleg þátttaka: Samvinnufélög skapa vettvang fyrir samráðsferli og tryggja að samfélagið sjálft stjórni þróun sinni. Fjárhagslegur stöðugleiki: Félögin geta tryggt áframhaldandi fjármögnun, til dæmis í gegnum atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Efling byggðarlags: Aukið samráð, félagslegur stöðugleiki og sterkari innviðir stuðla að bættri búsetu og nýjum tækifærum. Aukin áhersla á samvinnufélög gæti því verið lykilþáttur í að styrkja brothættar byggðir á Íslandi. Með nýlegum lagabreytingum á samvinnufélögum skapast ný tækifæri til að nýta þetta rekstrarform sem áhrifaríkt tæki í samfélags- og byggðaþróun. Með markvissri stefnumótun og aukinni fræðslu um kosti samvinnufélaga geta þau orðið lykill að sjálfbærri framtíð brothættra byggða á Íslandi. Höfundur er yfirverkefnstjóri hjá Austurbrú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Samvinnufélög hafa um árabil verið drifkraftur í efnahags- og samfélagsþróun á heimsvísu. Grunnstoðir þeirra byggja á sameiginlegri ábyrgð, lýðræðislegri stjórnun og jöfnum rétti félagsmanna. Með áherslu á samvinnu og gagnkvæma hagsæld stuðla slík félög að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og hafa verið áhrifamikil í þróun atvinnulífs og samfélagslegra úrræða. Hlutverk og markmið samvinnufélaga Markmið samvinnufélaga er að mæta þörfum félagsmanna og samfélagsins fremur en að hámarka fjárhagslegan hagnað. Þau byggja á alþjóðlega viðurkenndum grunnreglum, þar á meðal frjálsri aðild, lýðræðislegri stjórnun, efnahagslegri þátttöku félagsmanna, sjálfstæði og samfélagslegri ábyrgð. Þessar reglur tryggja að félögin starfi til hagsbóta fyrir félagsmenn og nærsamfélag sitt. Á Íslandi hafa samvinnufélög leikið lykilhlutverk í atvinnusköpun, þjónustu og efnahagsþróun, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þau hafa verið leiðandi í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun og hafa einnig mikla möguleika í ferðaþjónustu, nýsköpun og menningarstarfsemi. Brothættar byggðir – samfélagsleg endurreisn í dreifðum byggðum Verkefnið Brothættar byggðir var sett á laggirnar árið 2012 af Byggðastofnun í samstarfi við sveitarfélög og íbúa til að takast á við þær áskoranir sem smærri byggðarlög standa frammi fyrir. Markmið þess er að efla brothætt samfélög, snúa við neikvæðri þróun og skapa forsendur fyrir sjálfbæra byggð með aukinni atvinnuþróun, samfélagslegri þátttöku og bættri þjónustu. Verkefnið byggir á samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í hverju samfélagi og er sérsniðin aðgerðaáætlun unnin í upphafi með tilliti til staðbundinna áskorana og tækifæra. Áætlanirnar eru síðan rýndar og endurskoðaðar árlega. Verkefnið er tímabundið og stendur yfir í fjögur til sex ár í hverju byggðarlagi, allt eftir þörfum þess. Lögð er áhersla á að styrkja atvinnulíf, bæta innviði og efla samstöðu íbúa. Þrátt fyrir jákvæð áhrif verkefnisins hefur gagnrýni komið fram á ýmsa veikleika þess: Takmarkaður stuðningur eftir lok verkefnistímans getur dregið úr langtímaáhrifum þess. Í sumum byggðarlögum hefur þátttaka íbúa verið takmörkuð, oft vegna skorts á atvinnu og annarra efnahagslegra áskorana. Sveitarfélög hafa mismunandi getu og vilja til að fylgja aðgerðaáætlunum eftir, sem getur haft áhrif á árangur verkefnisins. Þetta á einkum við í fjölkjarna sveitarfélögum. Fjármunir úr verkefnasjóði hafa í sumum tilfellum runnið í verkefni sem hafa ekki skilað varanlegum ávinningi fyrir samfélagið. Verkefnið hefur ekki endilega leitt til kerfisbreytinga í opinberri byggðastefnu, heldur fremur tímabundinna úrbóta á einstökum stöðum. Samvinnufélög og brothættar byggðir – tækifæri til framtíðar Til að tryggja varanlegan árangur Brothættra byggða mætti huga að því að samvinnufélög íbúa yrðu stofnuð samhliða verkefninu. Samvinnufélagsformið hefur sömu grunngildi og Brothættar byggðir og getur tryggt áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins eftir að formlegu verkefni lýkur. Með því að byggja á sameiginlegri ábyrgð og þátttöku íbúa geta samvinnufélög skapað sjálfbær atvinnutækifæri, tryggt áframhaldandi þjónustu og styrkt félagsauð samfélagsins. Þannig geta þau gegnt lykilhlutverki í því að tryggja að markmið Brothættra byggða nái fram að ganga til lengri tíma. Ávinningur þess að tengja samvinnufélög við brothættar byggðir felst í eftirfarandi: Langtímaþróun og sjálfbærni: Íbúar geta tekið verkefnið í eigin hendur og haldið áfram starfsemi þess eftir að opinber stuðningur rennur út. Lýðræðisleg þátttaka: Samvinnufélög skapa vettvang fyrir samráðsferli og tryggja að samfélagið sjálft stjórni þróun sinni. Fjárhagslegur stöðugleiki: Félögin geta tryggt áframhaldandi fjármögnun, til dæmis í gegnum atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Efling byggðarlags: Aukið samráð, félagslegur stöðugleiki og sterkari innviðir stuðla að bættri búsetu og nýjum tækifærum. Aukin áhersla á samvinnufélög gæti því verið lykilþáttur í að styrkja brothættar byggðir á Íslandi. Með nýlegum lagabreytingum á samvinnufélögum skapast ný tækifæri til að nýta þetta rekstrarform sem áhrifaríkt tæki í samfélags- og byggðaþróun. Með markvissri stefnumótun og aukinni fræðslu um kosti samvinnufélaga geta þau orðið lykill að sjálfbærri framtíð brothættra byggða á Íslandi. Höfundur er yfirverkefnstjóri hjá Austurbrú.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun